Landbúnaður og kynlíf Hlédís Sveinsdóttir skrifar 29. júní 2021 12:00 Á setningu síðasta Búnaðarþings í mars síðastliðin velti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra því fyrir sér hvort við hugsuðum oftar um mat eða kynlíf. Áhugavert. Hvert svo sem svarið er þá er á þetta tvennt það sameiginlegt að vera lífsnauðsynlegt. Í raun þyrftum við bara þetta tvennt, getnað og góða næringu, til að viðhalda lífinu sjálfu. Undanfarið höfum við sem þjóð, já og heimsbyggðin öll, gengið í gegnum sjálfsskoðun tengda samskiptum kynjanna, spurt okkur áleitna spurninga og leitað svara. Leitað betrunar fyrir komandi kynslóðir svo þau erfi ekki okkar ósiði tengda skorti á opinni umræðu, skilning og virðingu. Megi þessi umræða færa okkur og komandi kynslóðum tækifæri til fallegra og sársaukalausa samskipta sem byggð eru á trausti. Landbúnaður er ekki föst stærð og inntak hugtaksins er lifandi. Hlutverk landbúnaðar er alltaf stórt, stærra en margir gera sér grein fyrir. Bændur eru til dæmis stærstu vörslumenn lands og sem slíkir okkar öflugustu vopn í loftslagsmálum. Eitt af meginhlutverkum landbúnaðar er og verður þó alltaf framleiðsla á góðri næringu. Við þurfum sem þjóð að standa vörð um þessa atvinnugrein, átta okkur á mikilvægi hennar og skapa þannig umhverfi að greinin hafi svigrúm til að laga sig að markaðnum. Það skiptir nefnilega máli hvernig staðið er að málum, hvað stendur að baki vörunni. Til þess að það sé hægt verður að vera gagnkvæmur skilningur, traust og virðing milli framleiðenda (bænda) og neytenda. Vatn og land ráða mestu um fæðuframboð í heiminum. Við erum sem þjóð rík af landbúnaðarlandi, vatni og við erum líka rík af innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Við eigum að geta framleitt fæðu langt umfram það sem við þurfum. Við flytjum hins vegar inn hærra hlutfall af fæðu okkar en flestar aðrar þjóðir. Við þurfum að spyrja okkur hvort sá matur, sú næring, sé jafn góð (innihald og umhverfisáhrif) og það sem við getum framleitt hérlendis. Hvaða gildi liggja að baki framleiðslunni. Þarna liggja líka tækifæri komandi kynslóða. Samtök iðnaðarins spáir því að árið 2050 verði 250.000 manns að störfum á Íslandi. Það eru 40 ný störf á viku fram að því. Á sama tíma spáir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 70% til ársins 2050. Vitundarvakning er að eiga sér stað. Fólk og fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi landbúnaðar. Ramon Laguarta, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri PepsiCo segir að landbúnaður sé lykilinn til að takast á við loftslagsbreytingar. PepsiCo var að setja sér landbúnaðarstefnu. Fyrirtækið er með þrjá milljóna hektara undir þar sem bæta eða endurræsa á vistkerfin, tryggja heilbrigðan jarðveg, draga úr losun kolefnis, auka líffræðilegan fjölbreytileika og bæta kjör bænda. Stefnt er að því að fá öll innihaldsefni fyrirtækisins á sjálfbæran hátt fyrir árið 2030. Landbúnaðarmál eru ekki léttvæg málefni sem snerta bara þá sem starfa innan þess. Landbúnaður er lykilinn að betri framtíð okkar allra. Mig langar því að biðja þig að kynna þér landbúnaðarmál og setja þér landbúnaðarstefnu fyrir þig og þitt heimili. Það er til dæmis hægt að mynda tengsl við bændur og versla beint af þeim. Það er hægt að spyrja í mötuneytum og veitingastöðum hvaðan hráefnið er og mynda þannig þrýsting á innlend kaup. Lesa smáa letrið á umbúðum í verslunum og passa að það sé framleitt eftir þeim gildum sem þú vilt leggja áherslu á. Við þurfum þig, lesandi góður, til að vera með íslenskum landbúnaði í liði svo að komandi kynslóðir hafi aðgang að góðri næringu og geti nýtt þau tækifæri sem liggja í landbúnaðinum. Skilningur þinn og traust til framleiðslunnar skiptir öllu máli fyrir framþróun greinarinnar. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á setningu síðasta Búnaðarþings í mars síðastliðin velti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra því fyrir sér hvort við hugsuðum oftar um mat eða kynlíf. Áhugavert. Hvert svo sem svarið er þá er á þetta tvennt það sameiginlegt að vera lífsnauðsynlegt. Í raun þyrftum við bara þetta tvennt, getnað og góða næringu, til að viðhalda lífinu sjálfu. Undanfarið höfum við sem þjóð, já og heimsbyggðin öll, gengið í gegnum sjálfsskoðun tengda samskiptum kynjanna, spurt okkur áleitna spurninga og leitað svara. Leitað betrunar fyrir komandi kynslóðir svo þau erfi ekki okkar ósiði tengda skorti á opinni umræðu, skilning og virðingu. Megi þessi umræða færa okkur og komandi kynslóðum tækifæri til fallegra og sársaukalausa samskipta sem byggð eru á trausti. Landbúnaður er ekki föst stærð og inntak hugtaksins er lifandi. Hlutverk landbúnaðar er alltaf stórt, stærra en margir gera sér grein fyrir. Bændur eru til dæmis stærstu vörslumenn lands og sem slíkir okkar öflugustu vopn í loftslagsmálum. Eitt af meginhlutverkum landbúnaðar er og verður þó alltaf framleiðsla á góðri næringu. Við þurfum sem þjóð að standa vörð um þessa atvinnugrein, átta okkur á mikilvægi hennar og skapa þannig umhverfi að greinin hafi svigrúm til að laga sig að markaðnum. Það skiptir nefnilega máli hvernig staðið er að málum, hvað stendur að baki vörunni. Til þess að það sé hægt verður að vera gagnkvæmur skilningur, traust og virðing milli framleiðenda (bænda) og neytenda. Vatn og land ráða mestu um fæðuframboð í heiminum. Við erum sem þjóð rík af landbúnaðarlandi, vatni og við erum líka rík af innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Við eigum að geta framleitt fæðu langt umfram það sem við þurfum. Við flytjum hins vegar inn hærra hlutfall af fæðu okkar en flestar aðrar þjóðir. Við þurfum að spyrja okkur hvort sá matur, sú næring, sé jafn góð (innihald og umhverfisáhrif) og það sem við getum framleitt hérlendis. Hvaða gildi liggja að baki framleiðslunni. Þarna liggja líka tækifæri komandi kynslóða. Samtök iðnaðarins spáir því að árið 2050 verði 250.000 manns að störfum á Íslandi. Það eru 40 ný störf á viku fram að því. Á sama tíma spáir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 70% til ársins 2050. Vitundarvakning er að eiga sér stað. Fólk og fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi landbúnaðar. Ramon Laguarta, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri PepsiCo segir að landbúnaður sé lykilinn til að takast á við loftslagsbreytingar. PepsiCo var að setja sér landbúnaðarstefnu. Fyrirtækið er með þrjá milljóna hektara undir þar sem bæta eða endurræsa á vistkerfin, tryggja heilbrigðan jarðveg, draga úr losun kolefnis, auka líffræðilegan fjölbreytileika og bæta kjör bænda. Stefnt er að því að fá öll innihaldsefni fyrirtækisins á sjálfbæran hátt fyrir árið 2030. Landbúnaðarmál eru ekki léttvæg málefni sem snerta bara þá sem starfa innan þess. Landbúnaður er lykilinn að betri framtíð okkar allra. Mig langar því að biðja þig að kynna þér landbúnaðarmál og setja þér landbúnaðarstefnu fyrir þig og þitt heimili. Það er til dæmis hægt að mynda tengsl við bændur og versla beint af þeim. Það er hægt að spyrja í mötuneytum og veitingastöðum hvaðan hráefnið er og mynda þannig þrýsting á innlend kaup. Lesa smáa letrið á umbúðum í verslunum og passa að það sé framleitt eftir þeim gildum sem þú vilt leggja áherslu á. Við þurfum þig, lesandi góður, til að vera með íslenskum landbúnaði í liði svo að komandi kynslóðir hafi aðgang að góðri næringu og geti nýtt þau tækifæri sem liggja í landbúnaðinum. Skilningur þinn og traust til framleiðslunnar skiptir öllu máli fyrir framþróun greinarinnar. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun