Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2021 09:50 Hvammsvirkjun verður staðsett í neðri Þjórsá, um fimmtán kílómetra neðan við Búrfellsstöð. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, greinir frá þessu í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi staðið í áratugi, eins og gjarnt sé með virkjanir. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær verður sótt um leyfi til að hefja framkvæmdir við gerð hennar. Það gæti orðið á næsta ári, að því gefnu að virkjunarleyfi liggi þá fyrir.“ Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun.Landsvirkjun Alls eru sjö vatnsaflsvirkjanir í Þjórsá og þverám hennar – Tungnaá og Köldukvísl – og hafa þrjár virkjanir, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, verið á teikniborðinu. Þörf á grænni orku Hörður nefnir í grein sinni að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið sem kalli á aukna raforkuframleiðslu, þar sem Íslendingar ætli að vera búnir að losa sig við bensín og olíur árið 2050. „[En] það gerist ekki nema við höfum næga græna orku í staðinn. Raforkukerfið okkar er nánast fullnýtt og brýn nauðsyn að efla það enn frekar,“ segir Hörður. Landsvirkjun Á vef Landsvirkjunar segir að Hvammsvirkjun verði staðsett í neðri Þjórsá, um fimmtán kílómetra neðan við Búrfellsstöð. „Hún mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts. Vatni verður veitt inn í stöðvarhús í landi Hvamms en þaðan dregur virkjunin nafn sitt. Úr stöðvarhúsi fellur vatnið um jarðgöng, í frárennslisskurð og aftur út í farveg Þjórsár neðan við Ölmóðsey,“ segir um virkjunina. Hvammsvirkjun mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts.Loftmyndir.is Lón Hvammsvirkjunar heitir Hagalón og yrði um fjórir ferkílómetrar að flatarmáli. Hvammsvirkjun er hönnuð fyrir allt að 93 MW afl og verður árleg orkugeta allt að 720 GWst. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, greinir frá þessu í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi staðið í áratugi, eins og gjarnt sé með virkjanir. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær verður sótt um leyfi til að hefja framkvæmdir við gerð hennar. Það gæti orðið á næsta ári, að því gefnu að virkjunarleyfi liggi þá fyrir.“ Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun.Landsvirkjun Alls eru sjö vatnsaflsvirkjanir í Þjórsá og þverám hennar – Tungnaá og Köldukvísl – og hafa þrjár virkjanir, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, verið á teikniborðinu. Þörf á grænni orku Hörður nefnir í grein sinni að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið sem kalli á aukna raforkuframleiðslu, þar sem Íslendingar ætli að vera búnir að losa sig við bensín og olíur árið 2050. „[En] það gerist ekki nema við höfum næga græna orku í staðinn. Raforkukerfið okkar er nánast fullnýtt og brýn nauðsyn að efla það enn frekar,“ segir Hörður. Landsvirkjun Á vef Landsvirkjunar segir að Hvammsvirkjun verði staðsett í neðri Þjórsá, um fimmtán kílómetra neðan við Búrfellsstöð. „Hún mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts. Vatni verður veitt inn í stöðvarhús í landi Hvamms en þaðan dregur virkjunin nafn sitt. Úr stöðvarhúsi fellur vatnið um jarðgöng, í frárennslisskurð og aftur út í farveg Þjórsár neðan við Ölmóðsey,“ segir um virkjunina. Hvammsvirkjun mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts.Loftmyndir.is Lón Hvammsvirkjunar heitir Hagalón og yrði um fjórir ferkílómetrar að flatarmáli. Hvammsvirkjun er hönnuð fyrir allt að 93 MW afl og verður árleg orkugeta allt að 720 GWst.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44
Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52