Bjarni Ben hvatti íþróttafélög til að horfa á ný til Balkanskaga Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2021 14:00 Luka Modric og félagar kvöddu EM í gær eftir hetjulega baráttu gegn Spánverjum. EPA-EFE/Friedemann Vogel Hin magnaða íþróttaþjóð sem Króatar eru var til umræðu í þættinum EM í dag á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og þingmaðurinn Willum Þór Þórsson voru gestir. Bjarni kallaði eftir því að íslensk íþróttafélög horfðu meira til Balkanskaga eftir leikmönnum. Bjarni og Willum, sem báðir eru fyrrverandi knattspyrnumenn, voru gestir Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben á degi sem margir virðast telja besta dag í sögu Evrópumótsins. Fjórmenningarnir fóru yfir þá taumlausu skemmtun sem sigrar Sviss gegn Frakklandi og Spánar gegn Króatíu voru, og stöldruðu meðal annars við lið Króata. „Ég held að þeir hafi bara á íþróttamennskunni náð að koma til baka,“ sagði Willum um það hvernig króatíska liðinu tókst að jafna metin gegn Spáni þrátt fyrir að vera 3-1 undir þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: EM í dag: Willum og Bjarni Ben Gummi spurði Bjarna út í þetta og sagði: „Þetta er ótrúleg íþróttaþjóð.“ „Alveg mögnuð,“ tók Bjarni undir. „Ég sat nú með félaga mínum og við vorum að fara yfir þetta. Hann skrapp tvisvar fram í ísskáp og í bæði skiptin komu mörk. Það mátti varla standa upp frá skjánum,“ sagði Bjarni léttur. „Við vorum byrjaðir að tala um það af hverju við fáum ekki oftar inn í íslenska boltann íþróttamenn af þessu svæði, eins og við vorum með upp úr átökunum þarna á skaganum,“ sagði Bjarni og vísaði til borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu árin 1991–1995. Á meðal knattspyrnumanna af Balkanskaganum sem komu og sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta, sem leikmenn og þjálfarar, má nefna Luka Kostic, Zoran Miljkovic, Sinisa Kekic, Milan Stefán Jankovic, Salih Heimi Porca, Mihajlo Bibercic, Ejub Purisevic, Hajrudin Cardaklija og fleiri. Meira hefur verið horft til Danmerkur og annarra landa undanfarin ár en Bjarni vill að sjónum verði aftur beint til Balkanskagans: „Í kringum 1990 komu margir frábærir leikmenn frá þessu svæði Evrópu, sem sumir enduðu í íslenska landsliðinu. Leikmenn hafa verið að koma annars staðar frá síðasta áratuginn,“ sagði Bjarni en innslagið má sjá hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Bjarni og Willum, sem báðir eru fyrrverandi knattspyrnumenn, voru gestir Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben á degi sem margir virðast telja besta dag í sögu Evrópumótsins. Fjórmenningarnir fóru yfir þá taumlausu skemmtun sem sigrar Sviss gegn Frakklandi og Spánar gegn Króatíu voru, og stöldruðu meðal annars við lið Króata. „Ég held að þeir hafi bara á íþróttamennskunni náð að koma til baka,“ sagði Willum um það hvernig króatíska liðinu tókst að jafna metin gegn Spáni þrátt fyrir að vera 3-1 undir þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: EM í dag: Willum og Bjarni Ben Gummi spurði Bjarna út í þetta og sagði: „Þetta er ótrúleg íþróttaþjóð.“ „Alveg mögnuð,“ tók Bjarni undir. „Ég sat nú með félaga mínum og við vorum að fara yfir þetta. Hann skrapp tvisvar fram í ísskáp og í bæði skiptin komu mörk. Það mátti varla standa upp frá skjánum,“ sagði Bjarni léttur. „Við vorum byrjaðir að tala um það af hverju við fáum ekki oftar inn í íslenska boltann íþróttamenn af þessu svæði, eins og við vorum með upp úr átökunum þarna á skaganum,“ sagði Bjarni og vísaði til borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu árin 1991–1995. Á meðal knattspyrnumanna af Balkanskaganum sem komu og sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta, sem leikmenn og þjálfarar, má nefna Luka Kostic, Zoran Miljkovic, Sinisa Kekic, Milan Stefán Jankovic, Salih Heimi Porca, Mihajlo Bibercic, Ejub Purisevic, Hajrudin Cardaklija og fleiri. Meira hefur verið horft til Danmerkur og annarra landa undanfarin ár en Bjarni vill að sjónum verði aftur beint til Balkanskagans: „Í kringum 1990 komu margir frábærir leikmenn frá þessu svæði Evrópu, sem sumir enduðu í íslenska landsliðinu. Leikmenn hafa verið að koma annars staðar frá síðasta áratuginn,“ sagði Bjarni en innslagið má sjá hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira