Hafa náð samkomulagi um rekstur nýs veitingastaðar í Hörpu Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2021 11:27 Svanhildur Konráðsdóttir, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, Þórunn Björg Marinósdóttir, Stefán Viðarsson og Karitas Kjartansdóttir, forstöðumaður hjá Hörpu. Aðsend Nýr veitingastaður, „Hnoss“, mun opna á jarðhæð Hörpu í ágúst næstkomandi. Það er veitingafólkið Stefán Viðarsson og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem munu reka staðinn sem áætlað er að opni skömmu fyrir Menningarnótt. Auglýst var eftir nýjum rekstraraðilum fyrir veitingarýmið á síðasta ári og náðu stjórnendur Hörpu samkomulagi við þau Stefán og Fanneyju. Í tilkynningu segir að Stefán hafi rekið matstofu Marel Bistro Blue undanfarin ár með Fanneyju Dóru sér við hlið. Áður starfaði Fanney Dóra sem yfirkokkur á Skál! sem hlaut viðurkenninguna Bib Gourmand Michelin guide. Hún var í íslenska kokkalandsliðinu í nokkur ár og er stjórnarmaður og varaforseti Klúbbs matreiðslumanna frá árinu 2018. Framkvæmdastjóri Hnoss er Þórunn Björg Marinósdóttir. „Hugmyndafræðin á bak við Hnoss er að skapa vettvang fyrir matarmenningu sem slær í takt við Hörpu. Mikil áhersla verður lögð á ferskt hráefni og gæði en markmiðið er að opna svæðið og gera það aðgengilegt fyrir gesti Hörpu og fyrir matargesti. Áform eru um að nýta vel útisvæðið á jarðhæðinni og tengja þannig veitingastaðinn við menninguna við höfnina og nærliggjandi svæði. Fyrirhugað er að opna svalirnar meðfram Hörpu og skapa lifandi svæði þar sem verður lögð áhersla á hraða þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að veitingastaðurinn opni rétt fyrir Menningarnótt í ágúst.Vísir/Vilhelm Grænmetismiðaðir réttir Haft er eftir Fanneyju Dóru að þau hlakki til að útbúa mat þar sem bragð, áferð og upplifun spili stóran sess í gegnum grænmetismiðaða rétti í bland við hágæða íslenskan fisk og kjöt. „Á kvöldin munum við bjóða upp á a la carte matseðil og fjölbreyttan vínseðil við hæfi. Markmiðið er að tengja Hnoss við viðburði hússins þar sem gestir geta kíkt í mat fyrir sýningu, en einnig í drykk og nasl eftir sýningu. Von okkar er að fólk vilji koma og upplifa hvort sem það er að degi til eða á kvöldin einnig ætlum við að leggja mikið upp úr dögurðarhlaðborði um helgar, það verður algjört hnossgæti,“ er haft eftir Fanneyju. Veitingastaðir Harpa Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Auglýst var eftir nýjum rekstraraðilum fyrir veitingarýmið á síðasta ári og náðu stjórnendur Hörpu samkomulagi við þau Stefán og Fanneyju. Í tilkynningu segir að Stefán hafi rekið matstofu Marel Bistro Blue undanfarin ár með Fanneyju Dóru sér við hlið. Áður starfaði Fanney Dóra sem yfirkokkur á Skál! sem hlaut viðurkenninguna Bib Gourmand Michelin guide. Hún var í íslenska kokkalandsliðinu í nokkur ár og er stjórnarmaður og varaforseti Klúbbs matreiðslumanna frá árinu 2018. Framkvæmdastjóri Hnoss er Þórunn Björg Marinósdóttir. „Hugmyndafræðin á bak við Hnoss er að skapa vettvang fyrir matarmenningu sem slær í takt við Hörpu. Mikil áhersla verður lögð á ferskt hráefni og gæði en markmiðið er að opna svæðið og gera það aðgengilegt fyrir gesti Hörpu og fyrir matargesti. Áform eru um að nýta vel útisvæðið á jarðhæðinni og tengja þannig veitingastaðinn við menninguna við höfnina og nærliggjandi svæði. Fyrirhugað er að opna svalirnar meðfram Hörpu og skapa lifandi svæði þar sem verður lögð áhersla á hraða þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að veitingastaðurinn opni rétt fyrir Menningarnótt í ágúst.Vísir/Vilhelm Grænmetismiðaðir réttir Haft er eftir Fanneyju Dóru að þau hlakki til að útbúa mat þar sem bragð, áferð og upplifun spili stóran sess í gegnum grænmetismiðaða rétti í bland við hágæða íslenskan fisk og kjöt. „Á kvöldin munum við bjóða upp á a la carte matseðil og fjölbreyttan vínseðil við hæfi. Markmiðið er að tengja Hnoss við viðburði hússins þar sem gestir geta kíkt í mat fyrir sýningu, en einnig í drykk og nasl eftir sýningu. Von okkar er að fólk vilji koma og upplifa hvort sem það er að degi til eða á kvöldin einnig ætlum við að leggja mikið upp úr dögurðarhlaðborði um helgar, það verður algjört hnossgæti,“ er haft eftir Fanneyju.
Veitingastaðir Harpa Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira