Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2021 11:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu töluðu tvisvar saman í síma á aðfangadag vegna málsins. Vísir Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. Í gær var greint frá því að í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi dómsmálaráðherra spurt lögreglustjóra hvort lögregla ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Lögreglustjóri hafi greint frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Í dagbókarfærslunni sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar var greint frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Heimildir fréttastofu herma að á sama fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi lögreglustjóri jafnframt greint frá viðbörgðum sínum við fyrirspurn dómsmálaráðherra um afsökunarbeiðni. Hún hafi þá minnt ráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn mála. Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, vill ekki greina frá því sem fram fór á fundinum.„Gestir sem mættu fyrir fundinn sögðu að það mætti ekki vitna í orð þeirra og það var sérstaklega óskað eftir því þannig ef ég ætla að krefja aðra um að að fylgja lögum og reglum verð ég að gera það sjálfur þannig ég get ekki staðfest það sem fram fór á fundinum,“ segir Jón Þór. Áhugavert að vita hvað fór fram í fyrra símtalinu Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega um hvað fór fram í símtalinu en þessi viðbrögð lögreglustjóra hljóta að vera til marks um það að lögreglustjóri hafi talið að dómsmálaráðherra hafi gengið of nærri sér. „Nú, ef að lögreglustjóri hefur talið tilefni til að minna ráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn mála er nú áhugavert að vita hvað hefur farið fram í símtalinu þarna á undan. En ástæðan fyrir því að við förum að skoða þetta mál er að íslenskum stjórnvöldum á Alþingi hefur verið bent á í alþjóðaþjóðasamstarfi að það þurfi að laga hluti varðandi pólitísk afskipti á Íslandi af lögreglu,“ segir Jón Þór. Lögreglustjórinn hefur þó sagt opinberlega að það sé hennar mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls. Þetta ítrekaði hún í svari við fyrirspurn fréttastofu nú fyrir hádegi. „Ég hef skýrt frá því að ég og ráðherra áttum tvö samtöl þennan dag og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr. 115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls,“ segir Halla Bergþóra í svari til fréttastofu. Ekki náðist í Áslaugu Örnu við vinnslu fréttarinnar. Lögreglan Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. 30. júní 2021 09:23 Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29. júní 2021 14:48 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Í gær var greint frá því að í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi dómsmálaráðherra spurt lögreglustjóra hvort lögregla ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Lögreglustjóri hafi greint frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Í dagbókarfærslunni sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar var greint frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Heimildir fréttastofu herma að á sama fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi lögreglustjóri jafnframt greint frá viðbörgðum sínum við fyrirspurn dómsmálaráðherra um afsökunarbeiðni. Hún hafi þá minnt ráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn mála. Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, vill ekki greina frá því sem fram fór á fundinum.„Gestir sem mættu fyrir fundinn sögðu að það mætti ekki vitna í orð þeirra og það var sérstaklega óskað eftir því þannig ef ég ætla að krefja aðra um að að fylgja lögum og reglum verð ég að gera það sjálfur þannig ég get ekki staðfest það sem fram fór á fundinum,“ segir Jón Þór. Áhugavert að vita hvað fór fram í fyrra símtalinu Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega um hvað fór fram í símtalinu en þessi viðbrögð lögreglustjóra hljóta að vera til marks um það að lögreglustjóri hafi talið að dómsmálaráðherra hafi gengið of nærri sér. „Nú, ef að lögreglustjóri hefur talið tilefni til að minna ráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn mála er nú áhugavert að vita hvað hefur farið fram í símtalinu þarna á undan. En ástæðan fyrir því að við förum að skoða þetta mál er að íslenskum stjórnvöldum á Alþingi hefur verið bent á í alþjóðaþjóðasamstarfi að það þurfi að laga hluti varðandi pólitísk afskipti á Íslandi af lögreglu,“ segir Jón Þór. Lögreglustjórinn hefur þó sagt opinberlega að það sé hennar mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls. Þetta ítrekaði hún í svari við fyrirspurn fréttastofu nú fyrir hádegi. „Ég hef skýrt frá því að ég og ráðherra áttum tvö samtöl þennan dag og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr. 115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls,“ segir Halla Bergþóra í svari til fréttastofu. Ekki náðist í Áslaugu Örnu við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglan Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. 30. júní 2021 09:23 Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29. júní 2021 14:48 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. 30. júní 2021 09:23
Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31
Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29. júní 2021 14:48