„Súrrealískt að sjá þetta svona“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 15:31 Aron Einar Gunnarsson fagnar sigrinum frækna gegn Englandi sem skilaði Íslandi í 8-liða úrslitin á EM í Frakklandi. EPA/Tibor Illyes „Ég man voða lítið eftir þessu mómenti, þó að þetta sé svolítið stórt móment,“ sagði Aron Einar Gunnarsson þegar hann rifjaði upp sigurinn frækna gegn Englendingum fyrir fimm árum. Landsliðsfyrirliðinn var gestur Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben í þættinum EM í dag, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, þar sem farið var yfir sigur Englands gegn Þýskalandi og sigur Úkraínu á Svíþjóð á Evropumótinu í gær. Englendingar voru ansi mikið kátari í gærkvöld en í Frakklandi fyrir fimm árum þar sem þeir þurrkuðu tárin á meðan að Aron stýrði víkingaklappinu með „bláa hafinu“. „Tilfinningin að vera á stórmóti er stórkostleg. Það er náttúrulega svekkjandi að vera ekki að taka þátt á þessu móti. Næsta mót er HM í Katar og það er fullur fókus á að komast á það mót af því að við viljum aftur þessa tilfinningu sem fylgir því að vera á stórmóti. Þetta er lífið,“ sagði Aron en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron rifjaði upp EM Gummi Ben skaut því inn að KSÍ ætti að geta sparað sér dágóða summu því íslenska landsliðið gæti bara gist hjá Aroni í Katar, þar sem hann leikur með liði Al Arabi. Ljóst er að hvert íslenskt mannsbarn vill sjá íslenska liðið komast á sitt þriðja stórmót, HM í Katar, og upplifa stundir á borð við sigurinn gegn Englandi. Sjálfur segist Aron hins vegar ekki geta lýst þeirri stund: „Alls ekki. Ég man voða lítið eftir þessu mómenti. Ég var búinn að rífa mig úr treyjunni og var svo kominn í hana öfuga. Þetta er einhvern veginn svo súrrealískt, að sjá þetta svona. Maður var nokkurn veginn út úr heiminum,“ sagði Aron. Jóhannes sagðist alltaf fá gæsahúð við að rifja upp sigurinn og reyndi að útskýra fyrir Aroni hvernig stemningin var heima á Íslandi á meðan að íslensku leikmennirnir dvöldu í sínum herbúðum í Frakklandi. „Í minningunni, ef maður hugsar um viðburði sem hafa bundið allt samfélagið saman, þá er þetta bara á toppnum. Maður man svo sem eftir afrekum handboltalandsliðsins líka en það var alveg lygileg stemning hérna. Það er ólýsanlegt hvernig þetta hafði áhrif á þjóðina. Þú átt hvert bein í okkur Aron minn og munt eiga að eilífu,“ sagði Jóhannes. EM 2020 í fótbolta EM 2016 í Frakklandi HM 2022 í Katar Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn var gestur Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben í þættinum EM í dag, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, þar sem farið var yfir sigur Englands gegn Þýskalandi og sigur Úkraínu á Svíþjóð á Evropumótinu í gær. Englendingar voru ansi mikið kátari í gærkvöld en í Frakklandi fyrir fimm árum þar sem þeir þurrkuðu tárin á meðan að Aron stýrði víkingaklappinu með „bláa hafinu“. „Tilfinningin að vera á stórmóti er stórkostleg. Það er náttúrulega svekkjandi að vera ekki að taka þátt á þessu móti. Næsta mót er HM í Katar og það er fullur fókus á að komast á það mót af því að við viljum aftur þessa tilfinningu sem fylgir því að vera á stórmóti. Þetta er lífið,“ sagði Aron en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron rifjaði upp EM Gummi Ben skaut því inn að KSÍ ætti að geta sparað sér dágóða summu því íslenska landsliðið gæti bara gist hjá Aroni í Katar, þar sem hann leikur með liði Al Arabi. Ljóst er að hvert íslenskt mannsbarn vill sjá íslenska liðið komast á sitt þriðja stórmót, HM í Katar, og upplifa stundir á borð við sigurinn gegn Englandi. Sjálfur segist Aron hins vegar ekki geta lýst þeirri stund: „Alls ekki. Ég man voða lítið eftir þessu mómenti. Ég var búinn að rífa mig úr treyjunni og var svo kominn í hana öfuga. Þetta er einhvern veginn svo súrrealískt, að sjá þetta svona. Maður var nokkurn veginn út úr heiminum,“ sagði Aron. Jóhannes sagðist alltaf fá gæsahúð við að rifja upp sigurinn og reyndi að útskýra fyrir Aroni hvernig stemningin var heima á Íslandi á meðan að íslensku leikmennirnir dvöldu í sínum herbúðum í Frakklandi. „Í minningunni, ef maður hugsar um viðburði sem hafa bundið allt samfélagið saman, þá er þetta bara á toppnum. Maður man svo sem eftir afrekum handboltalandsliðsins líka en það var alveg lygileg stemning hérna. Það er ólýsanlegt hvernig þetta hafði áhrif á þjóðina. Þú átt hvert bein í okkur Aron minn og munt eiga að eilífu,“ sagði Jóhannes.
EM 2020 í fótbolta EM 2016 í Frakklandi HM 2022 í Katar Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira