Lögreglan þögul sem gröfin: Byssumaðurinn sá sem stakk mann með hníf á Sushi Social Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2021 06:01 Karlmaður vopnaður byssu vakti óhug við Kaffistofu Samhjálpar á mánudag. Vísir/ArnarHalldórs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill engar upplýsingar veita um stöðuna á rannsókn á máli karlmanns sem handtekinn var með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi sagðist ekkert geta tjáð sig um málið í samtali við Vísi síðdegis í gær. Hann gat ekki einu sinni svarað því hvort maðurinn hefði verið yfirheyrður. Því hefur fréttastofa ekki upplýsingar um hvort farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir manninum eða hvort hann gangi laus. Skelfing greip um sig á kaffistofunni á mánudag þegar karlmaðurinn mætti með skammbyssuna. Þráinn Faresveit lýsti því í samtali við Vísi hvernig hann hefði átt von á skoti í bakið þegar hann flúði byssumanninn við annan mann og kom sér fyrir inni á kaffistofunni. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn ógnandi með byssuna á lofti gagnvart þeim lögreglumönnum sem mættu fyrstir á vettvang. Þegar sérsveit lögreglu mætti á vettvang lagði karlmaðurinn niður vopnið og var handtekinn. Fram kom í tilkynningu lögreglu vegna málsins eftir hádegi á mánudag að hald hefði verið lagt á skotvopnið. Ekki væri vitað hvað manninum hefði gengið til. Frekari upplýsingar væri ekki hægt að veita. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom maðurinn við sögu lögreglu í apríl. Þá var hann handtekinn fyrir hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur. Vísir birti myndband af uppákomunni sem vakti óhug og skapaði uppnám á veitingastaðnum. Karlmaðurinn var ekki settur í gæsluvarðhald vegna árásarinnar heldur sleppt daginn eftir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, tjáði fréttastofu að ekki hefði verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Málið væri að mestu upplýst. Heimildir fréttastofu herma að viðkomandi eigi talsverðan sakaferil að baki, meðal annars vegna fíkniefna- og ofbeldisbrota. Þá herma heimildir fréttastofu jafnframt að maðurinn hafi verið á veitingastaðnum með öðrum manni sem á einnig brotaferil að baki og var nýverið til rannsóknar vegna alvarlegra ofbeldisbrota. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09 Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37 Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34 Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira
Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi sagðist ekkert geta tjáð sig um málið í samtali við Vísi síðdegis í gær. Hann gat ekki einu sinni svarað því hvort maðurinn hefði verið yfirheyrður. Því hefur fréttastofa ekki upplýsingar um hvort farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir manninum eða hvort hann gangi laus. Skelfing greip um sig á kaffistofunni á mánudag þegar karlmaðurinn mætti með skammbyssuna. Þráinn Faresveit lýsti því í samtali við Vísi hvernig hann hefði átt von á skoti í bakið þegar hann flúði byssumanninn við annan mann og kom sér fyrir inni á kaffistofunni. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn ógnandi með byssuna á lofti gagnvart þeim lögreglumönnum sem mættu fyrstir á vettvang. Þegar sérsveit lögreglu mætti á vettvang lagði karlmaðurinn niður vopnið og var handtekinn. Fram kom í tilkynningu lögreglu vegna málsins eftir hádegi á mánudag að hald hefði verið lagt á skotvopnið. Ekki væri vitað hvað manninum hefði gengið til. Frekari upplýsingar væri ekki hægt að veita. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom maðurinn við sögu lögreglu í apríl. Þá var hann handtekinn fyrir hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur. Vísir birti myndband af uppákomunni sem vakti óhug og skapaði uppnám á veitingastaðnum. Karlmaðurinn var ekki settur í gæsluvarðhald vegna árásarinnar heldur sleppt daginn eftir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, tjáði fréttastofu að ekki hefði verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Málið væri að mestu upplýst. Heimildir fréttastofu herma að viðkomandi eigi talsverðan sakaferil að baki, meðal annars vegna fíkniefna- og ofbeldisbrota. Þá herma heimildir fréttastofu jafnframt að maðurinn hafi verið á veitingastaðnum með öðrum manni sem á einnig brotaferil að baki og var nýverið til rannsóknar vegna alvarlegra ofbeldisbrota. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09 Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37 Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34 Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira
Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09
Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37
Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34
Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44