Erlent

Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Efnt var til mikillar sýningar í tilefni afmælisins, þar sem forsetinn flutti ræðu sína og þúsundir tóku þátt í söng og dansi.
Efnt var til mikillar sýningar í tilefni afmælisins, þar sem forsetinn flutti ræðu sína og þúsundir tóku þátt í söng og dansi. AP/Ng Han Guan

„Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins.

Forsetinn var nokkuð herskár í klukkustundarlangri ræðu sinni og sagði meðal annars að Kínverjar myndu ekki hlýða á „sjálfumglaðar predikanir“. Líklega beindist sú píla að Bandaríkjunum en samskipti ríkjanna hafa versna á síðustu misserum.

Eitt atriðið var tileinkað viðbragðsaðilum vegna Covid-19.AP/Ng Han Guan

Bandaríkin hafa meðal annars gagnrýnt stöðu mannréttindamála í Kína og skuldbundið sig til að verja Taívan en Xi sagði í ræðu sinni að stjórnvöld væru staðföst í þeirri stefnu að halda Taívan sem hluta af Kína.

Sagði hann að enginn ætti að vanmeta vilja og getu Kínverja til að standa vörð um sjálfstæði sitt og yfirráð.

„Við munu aldrei leyfa neinum að stjórnast með, níðast á eða taka yfir Kína,“ sagði forsetinn. „Höfuð þeirra sem gera tilraun til þess verða blóðguð á hinum mikla stálvegg, byggðum af 1,4 milljarði Kínverja.“

Sýningin var mikið sjónarspil.AP/Ng Han Guan

Stjórnvöld í Kína hafa ítrekað sakað Bandaríkjamenn um að freista þess að hamla vexti landsins. Þá ítrekaði Xi að yfirvöld í Hong Kong og Macau ættu að haga málefnum sínum í takt við „eitt ríki, tvö kerfi“ stefnu kínverskra stjórnvalda.


Tengdar fréttir

Taívan býr sig undir átök við Kína

Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×