Ástæðan fyrir því að þetta er Bobby Bonilla dagurinn í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 15:30 Bobby Bonilla fær borgað árlega frá New York Mets og á enn eftir fjórtán ár af 148 milljónagreiðslu á hverju ári. Getty/George Gojkovich 1. júlí er ávallt frábær dagur fyrir hafnaboltaleikmanninn Bobby Bonilla. Bonilla er reyndar orðinn 58 ára gamall og hætti að spila fyrir tveimur áratugum síðan. Hann fær samt enn borgað fyrir að gera ekki neitt. Ástæðan er jú ótrúlegur starfslokasamningur Bobby Bonilla við New York Mets liðið sem var gerður í upphafi aldarinnar. Happy Bobby Bonilla Day What are some of the worst sports signings in history? pic.twitter.com/S5XU0Lh8VE— PFF (@PFF) July 1, 2021 Samkvæmt þeim samningi þá þarf New York Mets að borga honum meira en eina milljón Bandaríkjadala á hverju ári til ársins 2035. Þetta eru samtals 1,19 milljónir dala eða um 148 milljónir íslenskra króna fyrsta dag júlímánaðar á hverju ári. Upphafið af þessu var að Bonilla kom til Mets í skiptum frá Los Angeles Dodgers fyrir 1999 tímabilið. Hann spilaði eitt tímabil með Mets sem síðan vildi kaupa hann út. Þá skuldaði Mets honum 5,9 milljónir dollara fyrir síðasta ár samningsins. Bobby Bonilla Day is the greatest American holiday. On today s show, we find out why by talking to Bobby Bonilla himself.https://t.co/S3npEoxysb— NPR's Planet Money (@planetmoney) June 26, 2021 Umboðsmaður Bonilla bauð Mets upp á það að þeir þyrftu ekki að borga honum strax en þess í stað yrði félagið að borga honum það sem þeir skulduðu honum með vöxtum, dreift á eina greiðslu á ári frá 2011 til 2035. Forráðamenn Mets samþykktu þetta af því að þeir ætluðu að nota vextina til að eiga fyrir árlegri greiðslu Bonilla. Það er tíu prósent vextina sem fjárglæframaðurinn Bernie Madoff hafði lofað þeim. Madoff var handtekinn fyrir að skipuleggja mesta pýramídasvindl sögunnar og lést í fangelsi fyrr á þessu ári. Announcement: Tomorrow is July 1, also known as "Bobby Bonilla Day". He will once again receive a payment of $1,193,248.20 Just 14 more years to go on the payment plan. https://t.co/ndbRBuc545— Keith Britton (@KeithBritton86) June 30, 2021 Eftir stóð árlega greiðslan og þess vegna fær Bobby Bonilla 148 milljónir inn á reikninginn sinn 1. júlí á hverju ári. Það er líka ástæðan fyrir því að þetta er kallaður Bobby Bonilla dagurinn í Bandaríkjunum. Það fyndna er að Bonilla spilaði fyrir Atlanta Braves þetta umrædda tímabil og lagði síðan skóna á hilluna eftir 2001 tímabil með St. Louis Cardinals, þá orðinn 38 ára gamall. Update: We ve actually sold 9 Bobby Bonilla Plans already! I may take all plan participants to lunch in the year 2046 as a perk! https://t.co/Hk4Vw08Afg— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) July 1, 2021 Þetta eina tímabil, sem Bonilla spilaði fyrir annað félag, mun kosta New York Mets 29,8 milljónir dollara á endanum eða tæpa 3,7 milljarða íslenskra króna. Hafnabolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Ástæðan er jú ótrúlegur starfslokasamningur Bobby Bonilla við New York Mets liðið sem var gerður í upphafi aldarinnar. Happy Bobby Bonilla Day What are some of the worst sports signings in history? pic.twitter.com/S5XU0Lh8VE— PFF (@PFF) July 1, 2021 Samkvæmt þeim samningi þá þarf New York Mets að borga honum meira en eina milljón Bandaríkjadala á hverju ári til ársins 2035. Þetta eru samtals 1,19 milljónir dala eða um 148 milljónir íslenskra króna fyrsta dag júlímánaðar á hverju ári. Upphafið af þessu var að Bonilla kom til Mets í skiptum frá Los Angeles Dodgers fyrir 1999 tímabilið. Hann spilaði eitt tímabil með Mets sem síðan vildi kaupa hann út. Þá skuldaði Mets honum 5,9 milljónir dollara fyrir síðasta ár samningsins. Bobby Bonilla Day is the greatest American holiday. On today s show, we find out why by talking to Bobby Bonilla himself.https://t.co/S3npEoxysb— NPR's Planet Money (@planetmoney) June 26, 2021 Umboðsmaður Bonilla bauð Mets upp á það að þeir þyrftu ekki að borga honum strax en þess í stað yrði félagið að borga honum það sem þeir skulduðu honum með vöxtum, dreift á eina greiðslu á ári frá 2011 til 2035. Forráðamenn Mets samþykktu þetta af því að þeir ætluðu að nota vextina til að eiga fyrir árlegri greiðslu Bonilla. Það er tíu prósent vextina sem fjárglæframaðurinn Bernie Madoff hafði lofað þeim. Madoff var handtekinn fyrir að skipuleggja mesta pýramídasvindl sögunnar og lést í fangelsi fyrr á þessu ári. Announcement: Tomorrow is July 1, also known as "Bobby Bonilla Day". He will once again receive a payment of $1,193,248.20 Just 14 more years to go on the payment plan. https://t.co/ndbRBuc545— Keith Britton (@KeithBritton86) June 30, 2021 Eftir stóð árlega greiðslan og þess vegna fær Bobby Bonilla 148 milljónir inn á reikninginn sinn 1. júlí á hverju ári. Það er líka ástæðan fyrir því að þetta er kallaður Bobby Bonilla dagurinn í Bandaríkjunum. Það fyndna er að Bonilla spilaði fyrir Atlanta Braves þetta umrædda tímabil og lagði síðan skóna á hilluna eftir 2001 tímabil með St. Louis Cardinals, þá orðinn 38 ára gamall. Update: We ve actually sold 9 Bobby Bonilla Plans already! I may take all plan participants to lunch in the year 2046 as a perk! https://t.co/Hk4Vw08Afg— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) July 1, 2021 Þetta eina tímabil, sem Bonilla spilaði fyrir annað félag, mun kosta New York Mets 29,8 milljónir dollara á endanum eða tæpa 3,7 milljarða íslenskra króna.
Hafnabolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira