Ástæðan fyrir því að þetta er Bobby Bonilla dagurinn í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 15:30 Bobby Bonilla fær borgað árlega frá New York Mets og á enn eftir fjórtán ár af 148 milljónagreiðslu á hverju ári. Getty/George Gojkovich 1. júlí er ávallt frábær dagur fyrir hafnaboltaleikmanninn Bobby Bonilla. Bonilla er reyndar orðinn 58 ára gamall og hætti að spila fyrir tveimur áratugum síðan. Hann fær samt enn borgað fyrir að gera ekki neitt. Ástæðan er jú ótrúlegur starfslokasamningur Bobby Bonilla við New York Mets liðið sem var gerður í upphafi aldarinnar. Happy Bobby Bonilla Day What are some of the worst sports signings in history? pic.twitter.com/S5XU0Lh8VE— PFF (@PFF) July 1, 2021 Samkvæmt þeim samningi þá þarf New York Mets að borga honum meira en eina milljón Bandaríkjadala á hverju ári til ársins 2035. Þetta eru samtals 1,19 milljónir dala eða um 148 milljónir íslenskra króna fyrsta dag júlímánaðar á hverju ári. Upphafið af þessu var að Bonilla kom til Mets í skiptum frá Los Angeles Dodgers fyrir 1999 tímabilið. Hann spilaði eitt tímabil með Mets sem síðan vildi kaupa hann út. Þá skuldaði Mets honum 5,9 milljónir dollara fyrir síðasta ár samningsins. Bobby Bonilla Day is the greatest American holiday. On today s show, we find out why by talking to Bobby Bonilla himself.https://t.co/S3npEoxysb— NPR's Planet Money (@planetmoney) June 26, 2021 Umboðsmaður Bonilla bauð Mets upp á það að þeir þyrftu ekki að borga honum strax en þess í stað yrði félagið að borga honum það sem þeir skulduðu honum með vöxtum, dreift á eina greiðslu á ári frá 2011 til 2035. Forráðamenn Mets samþykktu þetta af því að þeir ætluðu að nota vextina til að eiga fyrir árlegri greiðslu Bonilla. Það er tíu prósent vextina sem fjárglæframaðurinn Bernie Madoff hafði lofað þeim. Madoff var handtekinn fyrir að skipuleggja mesta pýramídasvindl sögunnar og lést í fangelsi fyrr á þessu ári. Announcement: Tomorrow is July 1, also known as "Bobby Bonilla Day". He will once again receive a payment of $1,193,248.20 Just 14 more years to go on the payment plan. https://t.co/ndbRBuc545— Keith Britton (@KeithBritton86) June 30, 2021 Eftir stóð árlega greiðslan og þess vegna fær Bobby Bonilla 148 milljónir inn á reikninginn sinn 1. júlí á hverju ári. Það er líka ástæðan fyrir því að þetta er kallaður Bobby Bonilla dagurinn í Bandaríkjunum. Það fyndna er að Bonilla spilaði fyrir Atlanta Braves þetta umrædda tímabil og lagði síðan skóna á hilluna eftir 2001 tímabil með St. Louis Cardinals, þá orðinn 38 ára gamall. Update: We ve actually sold 9 Bobby Bonilla Plans already! I may take all plan participants to lunch in the year 2046 as a perk! https://t.co/Hk4Vw08Afg— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) July 1, 2021 Þetta eina tímabil, sem Bonilla spilaði fyrir annað félag, mun kosta New York Mets 29,8 milljónir dollara á endanum eða tæpa 3,7 milljarða íslenskra króna. Hafnabolti Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sjá meira
Ástæðan er jú ótrúlegur starfslokasamningur Bobby Bonilla við New York Mets liðið sem var gerður í upphafi aldarinnar. Happy Bobby Bonilla Day What are some of the worst sports signings in history? pic.twitter.com/S5XU0Lh8VE— PFF (@PFF) July 1, 2021 Samkvæmt þeim samningi þá þarf New York Mets að borga honum meira en eina milljón Bandaríkjadala á hverju ári til ársins 2035. Þetta eru samtals 1,19 milljónir dala eða um 148 milljónir íslenskra króna fyrsta dag júlímánaðar á hverju ári. Upphafið af þessu var að Bonilla kom til Mets í skiptum frá Los Angeles Dodgers fyrir 1999 tímabilið. Hann spilaði eitt tímabil með Mets sem síðan vildi kaupa hann út. Þá skuldaði Mets honum 5,9 milljónir dollara fyrir síðasta ár samningsins. Bobby Bonilla Day is the greatest American holiday. On today s show, we find out why by talking to Bobby Bonilla himself.https://t.co/S3npEoxysb— NPR's Planet Money (@planetmoney) June 26, 2021 Umboðsmaður Bonilla bauð Mets upp á það að þeir þyrftu ekki að borga honum strax en þess í stað yrði félagið að borga honum það sem þeir skulduðu honum með vöxtum, dreift á eina greiðslu á ári frá 2011 til 2035. Forráðamenn Mets samþykktu þetta af því að þeir ætluðu að nota vextina til að eiga fyrir árlegri greiðslu Bonilla. Það er tíu prósent vextina sem fjárglæframaðurinn Bernie Madoff hafði lofað þeim. Madoff var handtekinn fyrir að skipuleggja mesta pýramídasvindl sögunnar og lést í fangelsi fyrr á þessu ári. Announcement: Tomorrow is July 1, also known as "Bobby Bonilla Day". He will once again receive a payment of $1,193,248.20 Just 14 more years to go on the payment plan. https://t.co/ndbRBuc545— Keith Britton (@KeithBritton86) June 30, 2021 Eftir stóð árlega greiðslan og þess vegna fær Bobby Bonilla 148 milljónir inn á reikninginn sinn 1. júlí á hverju ári. Það er líka ástæðan fyrir því að þetta er kallaður Bobby Bonilla dagurinn í Bandaríkjunum. Það fyndna er að Bonilla spilaði fyrir Atlanta Braves þetta umrædda tímabil og lagði síðan skóna á hilluna eftir 2001 tímabil með St. Louis Cardinals, þá orðinn 38 ára gamall. Update: We ve actually sold 9 Bobby Bonilla Plans already! I may take all plan participants to lunch in the year 2046 as a perk! https://t.co/Hk4Vw08Afg— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) July 1, 2021 Þetta eina tímabil, sem Bonilla spilaði fyrir annað félag, mun kosta New York Mets 29,8 milljónir dollara á endanum eða tæpa 3,7 milljarða íslenskra króna.
Hafnabolti Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn