Mikil ánægja með búsetu í sveitum landsins Erla Hjördís Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2021 13:31 Bóndi er bústólpi. Það eru orð að sönnu. Bændur stunda sína vinnu alla daga ársins, allt árið um kring til þess að framleiða gæðavörur fyrir neytendur. Þeir starfa af hugsjón og gefa allt sitt til verksins. Ég veit af eigin raun í hverju starf bóndans er fólgið og þrátt fyrir að vera alltaf á vaktinni þá eru ákveðnir þættir við sveitarómantíkina sem eru svo heillandi að það skyggir á varðsetuna. Því koma niðurstöður úr könnun Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga í sveitum og öðrum strjálbýlum landsins vorið 2020 sannarlega ekki á óvart þar sem bændur landsins virðast almennt mjög ánægðir á sínum heimavöllum. Ein af niðurstöðunum undirstrikar mikilvægi þess að hugað sé sérstaklega að íbúum dreifðari byggða en mun fleiri telja lífsskilyrði sín í sveitinni hafa batnað undanfarin ár frekar en ekki. Bændur ólíklegir til að flytja Rúmlega tvö þúsund íbúar strjálbýlis á Íslandi tóku þátt í könnuninni þar sem yfir 90% svarenda áttu aðalheimili í sveitinni. Það sem er áhugavert að sjá er að bændur eru ólíklegri en aðrir til að flytja úr sveitinni fyrir fullt og allt í framtíðinni. Bændur sem eru í vinnu hjá öðrum eru ólíklegri til að flytja úr sveitinni en bændur sem eru í eigin atvinnurekstri. Rúmlega þriðjungur bænda reiknar með að afkomendur eða aðrir í fjölskyldunni taki við jörðinni þegar þeir hætta búskap en 40% telja það ólíklegt. Um tíu þúsund störf í landbúnaði Í ljós kemur einnig að mikilvægasta ástæða þess að íbúar í strjálbýli hugsi sér að flytjast búferlum eru atvinnutækifæri og því er mikilvægt að hugsa til þess, sem Bændasamtökin hafa margoft bent á í gegnum tíðina, en það eru þau fjölmörgu afleiddu störf sem verða til vegna landbúnaðar víðsvegar um landið. Ætla má að hátt í tíu þúsund störf á Íslandi tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Fjölbreytt atvinnutækifæri vega þungt þegar kemur að viðhorfi fólks til búferlaflutninga. Það sem hefur einnig áhrif er meðal annars aðgengi að menningu og afþreyingu, heilbrigðisþjónustu, menntunartækifæri barna og erfiðar samgöngur. Menntun hefur áhrif á búferlaflutninga Athyglisvert er einnig að sjá að menntun hefur þó nokkur áhrif á líkur á að flytja úr sveitinni, þá sérstaklega tímabundið. Tæplega 40% þátttakenda eru með háskólapróf, en meiri líkur eru á því að þeir sem lokið hafa námi í framhalds- eða háskóla stefni á að flytja úr sveitinni tímabundið frekar en þeir sem hafa grunnmenntun eða starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Þetta gæti verið vísbending um að aukinni menntun fylgi aukinn sveigjanleiki í búsetu, þar sem íbúar sveita og strjálbýlis sjá aukna möguleika í búferlaflutningum með hærra menntunarstigi. Hreint loft, kyrrð og ró Það eru fjölmargir þættir sem koma inn í ákvörðun fólks um búsetu og það sem skipti þátttakendur könnunarinnar töluverðu máli var náttúran og umhverfið. Einnig vógu hreina loftið, kyrrðin og róin þungt en 94% svarenda töldu þá þætti skipta máli. Lítil umferð, minni hætta á afbrotum og húsnæði hafa einnig töluverð áhrif. Það er því að mörgu að huga þegar fólk velur sér staðsetningu fyrir búsetu og ákveðnir þættir sem geta haft úrslitaáhrif í því vali. Framfaraskref og tækninýjungar í landbúnaði geta til dæmis haft heilmikið að segja um fýsileika þess að fólk kjósi að búa í sveit eða öðrum strjálbýlum landsins. Bændasamtök Íslands vinna að fjölmörgum markmiðum í íslenskum landbúnaði þar sem þau vilja tryggja framsækni og framþróun innan atvinnugreinarinnar með þekkingu, þróun og rannsóknum. Það er mikilvægt að hugsa til framtíðar og enn mikilvægara að hlúa vel að íslenskum bændum sem leggja líf og sál í að framleiða hágæðavörur allt árið um kring. Það hefur sýnt sig að bændur eru fullir eldmóðs að halda áfram, búa í sinni sveit og sinna því sem þeir gera best. Það eru góðar fréttir fyrir Ísland í heild sinni. Höfundur er samskiptastjóri Bændasamtaka Íslands og fyrrverandi eggja- og eplabóndi í Noregi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Bóndi er bústólpi. Það eru orð að sönnu. Bændur stunda sína vinnu alla daga ársins, allt árið um kring til þess að framleiða gæðavörur fyrir neytendur. Þeir starfa af hugsjón og gefa allt sitt til verksins. Ég veit af eigin raun í hverju starf bóndans er fólgið og þrátt fyrir að vera alltaf á vaktinni þá eru ákveðnir þættir við sveitarómantíkina sem eru svo heillandi að það skyggir á varðsetuna. Því koma niðurstöður úr könnun Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga í sveitum og öðrum strjálbýlum landsins vorið 2020 sannarlega ekki á óvart þar sem bændur landsins virðast almennt mjög ánægðir á sínum heimavöllum. Ein af niðurstöðunum undirstrikar mikilvægi þess að hugað sé sérstaklega að íbúum dreifðari byggða en mun fleiri telja lífsskilyrði sín í sveitinni hafa batnað undanfarin ár frekar en ekki. Bændur ólíklegir til að flytja Rúmlega tvö þúsund íbúar strjálbýlis á Íslandi tóku þátt í könnuninni þar sem yfir 90% svarenda áttu aðalheimili í sveitinni. Það sem er áhugavert að sjá er að bændur eru ólíklegri en aðrir til að flytja úr sveitinni fyrir fullt og allt í framtíðinni. Bændur sem eru í vinnu hjá öðrum eru ólíklegri til að flytja úr sveitinni en bændur sem eru í eigin atvinnurekstri. Rúmlega þriðjungur bænda reiknar með að afkomendur eða aðrir í fjölskyldunni taki við jörðinni þegar þeir hætta búskap en 40% telja það ólíklegt. Um tíu þúsund störf í landbúnaði Í ljós kemur einnig að mikilvægasta ástæða þess að íbúar í strjálbýli hugsi sér að flytjast búferlum eru atvinnutækifæri og því er mikilvægt að hugsa til þess, sem Bændasamtökin hafa margoft bent á í gegnum tíðina, en það eru þau fjölmörgu afleiddu störf sem verða til vegna landbúnaðar víðsvegar um landið. Ætla má að hátt í tíu þúsund störf á Íslandi tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Fjölbreytt atvinnutækifæri vega þungt þegar kemur að viðhorfi fólks til búferlaflutninga. Það sem hefur einnig áhrif er meðal annars aðgengi að menningu og afþreyingu, heilbrigðisþjónustu, menntunartækifæri barna og erfiðar samgöngur. Menntun hefur áhrif á búferlaflutninga Athyglisvert er einnig að sjá að menntun hefur þó nokkur áhrif á líkur á að flytja úr sveitinni, þá sérstaklega tímabundið. Tæplega 40% þátttakenda eru með háskólapróf, en meiri líkur eru á því að þeir sem lokið hafa námi í framhalds- eða háskóla stefni á að flytja úr sveitinni tímabundið frekar en þeir sem hafa grunnmenntun eða starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Þetta gæti verið vísbending um að aukinni menntun fylgi aukinn sveigjanleiki í búsetu, þar sem íbúar sveita og strjálbýlis sjá aukna möguleika í búferlaflutningum með hærra menntunarstigi. Hreint loft, kyrrð og ró Það eru fjölmargir þættir sem koma inn í ákvörðun fólks um búsetu og það sem skipti þátttakendur könnunarinnar töluverðu máli var náttúran og umhverfið. Einnig vógu hreina loftið, kyrrðin og róin þungt en 94% svarenda töldu þá þætti skipta máli. Lítil umferð, minni hætta á afbrotum og húsnæði hafa einnig töluverð áhrif. Það er því að mörgu að huga þegar fólk velur sér staðsetningu fyrir búsetu og ákveðnir þættir sem geta haft úrslitaáhrif í því vali. Framfaraskref og tækninýjungar í landbúnaði geta til dæmis haft heilmikið að segja um fýsileika þess að fólk kjósi að búa í sveit eða öðrum strjálbýlum landsins. Bændasamtök Íslands vinna að fjölmörgum markmiðum í íslenskum landbúnaði þar sem þau vilja tryggja framsækni og framþróun innan atvinnugreinarinnar með þekkingu, þróun og rannsóknum. Það er mikilvægt að hugsa til framtíðar og enn mikilvægara að hlúa vel að íslenskum bændum sem leggja líf og sál í að framleiða hágæðavörur allt árið um kring. Það hefur sýnt sig að bændur eru fullir eldmóðs að halda áfram, búa í sinni sveit og sinna því sem þeir gera best. Það eru góðar fréttir fyrir Ísland í heild sinni. Höfundur er samskiptastjóri Bændasamtaka Íslands og fyrrverandi eggja- og eplabóndi í Noregi.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar