Matthías Vilhjálmss.: Þetta er eitt skref afturábak Árni Jóhannsson skrifar 1. júlí 2021 21:41 Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með frammistöðuna í kvöld Vísir/Bára Dröfn FH mátti þola tap 2-0 fyrir Val á Origo vellinum í kvöld í 11. umferð í Pepsi Max deildinni. FH-ingar geta hvorki verið sáttir við frammistöðu sína né úrslitin og var hljóðið í fyrirliða þeirra samkvæmt því. „Þetta var ekki nógu gott heilt yfir hjá okkur. Við byrjuðum ágætlega og þetta var allt í járnum til að byrja með. Svo náði Valur að halda boltanum betur og þreyta okkur. Þeir voru svo bara þolinmóðari en við. Svo þegar við fórum að elta markið þeirra þá fórum við að spila á fyrsta hlaup í staðinn fyrir að vera aðeins þolinmóðari. Það er það sem ég tek frá leiknum svona rétt eftir leik.“ Matthías var spurður að því hvort það væri eitthvað jákvætt sem hann sæi úr þessum leik. „Nei, eiginlega ekki. Við byrjuðum ágætlega en það er ekki hægt að taka neitt jákvætt svona þegar við töpum leiknum. Mér fannst við ekki skapa nægilega mikið heldur. Fyrirgjafirnar ekki nógu góður, hlaupin inn í boxið ekki nógu góð þannig að nei ekkert jákvætt út úr þessum leik.“ Ólafur Jóhannesson hefur þjálfað Val í tvo leiki núna og hefur kannski ekki fengið tækifæri til að hafa liðið á æfingu nógu mikið enda leikjaprógrammið þétt. Matthías var spurður út í hvaða áherslur Ólafur væri að reyna að koma að í liðinu. „Hann er bara að reyna að koma sínum áherslum inn í þetta. Hann er bara nýkominn og lítið hægt að æfa þegar leikjaprógrammið er svona þétt, þetta var sjötti leikurinn á 19 dögum, þannig að hann fær vonandi betri tíma núna fram að Evrópuleikjunum til að koma sínum áherslum að. Hann er svona að reyna að breyta nokkrum hlutum í uppspili og léttleika á miðju og allt svona.“ FH hefur ekki unnið leik síðan 17. maí síðastliðinn. Matthías var spurður að því í lok leiks hvernig andinn væri í hópnum enda tekur það væntanlega mikið á að ná ekki sigurleikjum. „Andinn í hópnum er bara fínn en við erum náttúrlega ótrúlega ósáttir með eigin frammistöðu en þetta er liðsíþrótt og það þurfa bara allir að spila fyrir liðið. Þá fer þetta að ganga betur. Við vorum með jákvæða frammistöðu á móti KA þannig að þetta er eitt skref afturábak en við þurfum að setja fókusinn á Evrópuleikina sem er mikilvæg keppni fyrir félagið.“ FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
„Þetta var ekki nógu gott heilt yfir hjá okkur. Við byrjuðum ágætlega og þetta var allt í járnum til að byrja með. Svo náði Valur að halda boltanum betur og þreyta okkur. Þeir voru svo bara þolinmóðari en við. Svo þegar við fórum að elta markið þeirra þá fórum við að spila á fyrsta hlaup í staðinn fyrir að vera aðeins þolinmóðari. Það er það sem ég tek frá leiknum svona rétt eftir leik.“ Matthías var spurður að því hvort það væri eitthvað jákvætt sem hann sæi úr þessum leik. „Nei, eiginlega ekki. Við byrjuðum ágætlega en það er ekki hægt að taka neitt jákvætt svona þegar við töpum leiknum. Mér fannst við ekki skapa nægilega mikið heldur. Fyrirgjafirnar ekki nógu góður, hlaupin inn í boxið ekki nógu góð þannig að nei ekkert jákvætt út úr þessum leik.“ Ólafur Jóhannesson hefur þjálfað Val í tvo leiki núna og hefur kannski ekki fengið tækifæri til að hafa liðið á æfingu nógu mikið enda leikjaprógrammið þétt. Matthías var spurður út í hvaða áherslur Ólafur væri að reyna að koma að í liðinu. „Hann er bara að reyna að koma sínum áherslum inn í þetta. Hann er bara nýkominn og lítið hægt að æfa þegar leikjaprógrammið er svona þétt, þetta var sjötti leikurinn á 19 dögum, þannig að hann fær vonandi betri tíma núna fram að Evrópuleikjunum til að koma sínum áherslum að. Hann er svona að reyna að breyta nokkrum hlutum í uppspili og léttleika á miðju og allt svona.“ FH hefur ekki unnið leik síðan 17. maí síðastliðinn. Matthías var spurður að því í lok leiks hvernig andinn væri í hópnum enda tekur það væntanlega mikið á að ná ekki sigurleikjum. „Andinn í hópnum er bara fínn en við erum náttúrlega ótrúlega ósáttir með eigin frammistöðu en þetta er liðsíþrótt og það þurfa bara allir að spila fyrir liðið. Þá fer þetta að ganga betur. Við vorum með jákvæða frammistöðu á móti KA þannig að þetta er eitt skref afturábak en við þurfum að setja fókusinn á Evrópuleikina sem er mikilvæg keppni fyrir félagið.“
FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira