Allir andstæðingar Íslands í sögu Þjóðadeildar enn með á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 14:01 Phil Foden og félagar mættu á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni en þá var Foden ekki búinn að aflita hárið sitt. Foden var svo rekinn heim frá Íslandi eftir brott á sóttvarnareglum. Getty/Hafliði Breiðfjörð Íslendingar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í Þjóðadeildinni í fótbolta karla en þar hafa andstæðingarnir líka verið fjórar af bestu knattspyrnuþjóðum Evrópu. Það vill þannig til að allir mótherjar Íslands í sögu Þjóðadeildarinnar eru enn með á Evrópumótinu nú þegar átta liða úrslit eru að hefjast. Engin þeirra fjögurra liða sem Ísland hefur mætt í Þjóðadeildinni mætast í átta liða úrslitunum og því ekki útilokað að þau komist öll í undanúrslitin. Eftir þann magnaða árangur Íslands að komast í átta liða úrslit á EM í Frakklandi 2016, og á sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018, fékk íslenska liðið sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar þegar henni var komið á laggirnar haustið 2018. Íslendingar býsnuðust sumir hverjir yfir hverju tapinu á fætur öðru í keppninni, án þess kannski að átta sig á hve mikið erfiðara verkefni Íslands var en liða á borð við Svíþjóð, Noreg og fleiri sem fengu ekki sæti í A-deild. Tíu töp í Þjóðadeildinni undir stjórn Hamréns Erik Hamrén tók við íslenska landsliðinu skömmu fyrir fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Alls voru 10 af 28 leikjum Íslands undir stjórn Hamréns í Þjóðadeildinni og töpuðust allir, en liðið vann aftur á móti sex af tíu leikjum sínum í undankeppni EM. Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar var Ísland í riðli með Belgíu og Sviss, og tapaði öllum sínum leikjum. Eina mark Íslands kom í 2-1 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli. Liðum í A-deild var svo fjölgað úr 12 í 16 og því hélt Ísland sæti sínu þar í næstu keppni. Þá mætti liðið aftur Belgíu, og einnig Englandi og Danmörku. Aftur tapaði Ísland öllum sínum leikjum, og skoraði þrjú mörk gegn 17. Sviss mætir Spáni í dag klukkan 16 og í kvöld mætir Belgía liði Ítalíu. Á morgun eiga Danir leik við Tékka og Englendingar mæta svo Úkraínumönnum. Margir fyrrverandi gestir Laugardalsvallar verða því á ferðinni í dag og á morgun á EM. Áætlað er að þriðja leiktíð í Þjóðadeildinni hefjist í júní á næsta ári. Ísland verður þá í B-deild. Úkraína er eina liðið í átta liða úrslitum EM sem einnig verður í B-deildinni en hin sjö verða í A-deildinni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Sjá meira
Það vill þannig til að allir mótherjar Íslands í sögu Þjóðadeildarinnar eru enn með á Evrópumótinu nú þegar átta liða úrslit eru að hefjast. Engin þeirra fjögurra liða sem Ísland hefur mætt í Þjóðadeildinni mætast í átta liða úrslitunum og því ekki útilokað að þau komist öll í undanúrslitin. Eftir þann magnaða árangur Íslands að komast í átta liða úrslit á EM í Frakklandi 2016, og á sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018, fékk íslenska liðið sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar þegar henni var komið á laggirnar haustið 2018. Íslendingar býsnuðust sumir hverjir yfir hverju tapinu á fætur öðru í keppninni, án þess kannski að átta sig á hve mikið erfiðara verkefni Íslands var en liða á borð við Svíþjóð, Noreg og fleiri sem fengu ekki sæti í A-deild. Tíu töp í Þjóðadeildinni undir stjórn Hamréns Erik Hamrén tók við íslenska landsliðinu skömmu fyrir fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Alls voru 10 af 28 leikjum Íslands undir stjórn Hamréns í Þjóðadeildinni og töpuðust allir, en liðið vann aftur á móti sex af tíu leikjum sínum í undankeppni EM. Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar var Ísland í riðli með Belgíu og Sviss, og tapaði öllum sínum leikjum. Eina mark Íslands kom í 2-1 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli. Liðum í A-deild var svo fjölgað úr 12 í 16 og því hélt Ísland sæti sínu þar í næstu keppni. Þá mætti liðið aftur Belgíu, og einnig Englandi og Danmörku. Aftur tapaði Ísland öllum sínum leikjum, og skoraði þrjú mörk gegn 17. Sviss mætir Spáni í dag klukkan 16 og í kvöld mætir Belgía liði Ítalíu. Á morgun eiga Danir leik við Tékka og Englendingar mæta svo Úkraínumönnum. Margir fyrrverandi gestir Laugardalsvallar verða því á ferðinni í dag og á morgun á EM. Áætlað er að þriðja leiktíð í Þjóðadeildinni hefjist í júní á næsta ári. Ísland verður þá í B-deild. Úkraína er eina liðið í átta liða úrslitum EM sem einnig verður í B-deildinni en hin sjö verða í A-deildinni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Sjá meira