Fyrsta Chicago-vélin lenti á Keflavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2021 14:49 Vatni sprautað í boga yfir vélina við lendingu. Isavia Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið. Fyrstu ferð félagsins milli Keflavíkurflugvallar og Chicago O´Hare alþjóðaflugvallar var fagnað með vatnsboga í morgun. Áætlun United gerir ráð fyrir að flogið verði milli Keflavíkurflugvallar og Chicago til 4. október. Til viðbótar þá flýgur félagið einnig frá Íslandi til New York/Newark. Það flug hófst 3. júní síðastliðinn og stendur til 30. október. Flogið er daglega til beggja áfangastaða. „Það er okkur mikil ánægja að taka á móti fyrsta flugi United Airlines frá Chicago til Íslands,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þessi borði fór á loft við komuna til Íslands í morgun.Isavia „Sú ákvörðun United Airlines að bæta Chicago við sem nýjum áfangastað er skýrt merki um það hve vinsælt Ísland er og verður áfram þegar heimsfaraldrinum sleppir. Hún er einnig til marks um mikla eftirspurn eftir ferðalögum frá Bandaríkjunum til Íslands. Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir okkur og United Airlines mikilsmetinn samstarfsaðili okkar.“ Bob Schumacher, sölustjóri United, fagnar tímamótunum. „Við erum spennt að hefja þessa þjónustu með beint flug, þá fyrstu sem rekin er af bandarísku flugfélagi á milli Reykjavíkur og Chicago,“ segir Schumacher. „Þessi nýja þjónusta stækkar leiðakerfi okkar í Evrópu enn frekar og með ákjósanlegri brottfarar- og komutíma býðst viðskiptavinum okkar frá Íslandi enn meira úrval ferðamöguleika og möguleikinn á að taka tengiflug frá tengistöð okkar á Chicago O'Hare til yfir 110 áfangastaða víðs vegar um Ameríku á auðveldan hátt.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Fyrstu ferð félagsins milli Keflavíkurflugvallar og Chicago O´Hare alþjóðaflugvallar var fagnað með vatnsboga í morgun. Áætlun United gerir ráð fyrir að flogið verði milli Keflavíkurflugvallar og Chicago til 4. október. Til viðbótar þá flýgur félagið einnig frá Íslandi til New York/Newark. Það flug hófst 3. júní síðastliðinn og stendur til 30. október. Flogið er daglega til beggja áfangastaða. „Það er okkur mikil ánægja að taka á móti fyrsta flugi United Airlines frá Chicago til Íslands,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þessi borði fór á loft við komuna til Íslands í morgun.Isavia „Sú ákvörðun United Airlines að bæta Chicago við sem nýjum áfangastað er skýrt merki um það hve vinsælt Ísland er og verður áfram þegar heimsfaraldrinum sleppir. Hún er einnig til marks um mikla eftirspurn eftir ferðalögum frá Bandaríkjunum til Íslands. Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir okkur og United Airlines mikilsmetinn samstarfsaðili okkar.“ Bob Schumacher, sölustjóri United, fagnar tímamótunum. „Við erum spennt að hefja þessa þjónustu með beint flug, þá fyrstu sem rekin er af bandarísku flugfélagi á milli Reykjavíkur og Chicago,“ segir Schumacher. „Þessi nýja þjónusta stækkar leiðakerfi okkar í Evrópu enn frekar og með ákjósanlegri brottfarar- og komutíma býðst viðskiptavinum okkar frá Íslandi enn meira úrval ferðamöguleika og möguleikinn á að taka tengiflug frá tengistöð okkar á Chicago O'Hare til yfir 110 áfangastaða víðs vegar um Ameríku á auðveldan hátt.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira