Sprenging í málaflokki transfólks Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2021 15:26 Óttar Guðmundsson læknir, sá eini sem eftir stendur af upphaflegu transteymi Landspítalans. Nú sækja árlega 60 manns eftir greiningu þar en í upphafi var búist við tveimur á ári. Reykjavíkurborg Óttar Guðmundsson læknir segir að nú vilji 60 á ári hverju hefja greiningu hjá transteymi Landspítalans en í upphafi var búist við tveimur. Þetta kemur fram í viðtali sem Læknablaðið á við Óttar. Hann segir sprengingu í þessum málaflokki en Óttar tilheyrir transteymi Landspítala, sá eini sem eftir stendur af upprunalegum sérfræðingum þar. Þjónustu þar má skipta í tvo hluta, greiningartímabil og meðferð eftir greiningu. Greiningartímabilið tekur um 6 mánuði og hittir þá einstaklingurinn fagaðila teymisins; geðlækni og sálfræðing sem og talmeinafræðing ef óskað er. Að greiningartíma loknum er tekin ákvörðun um framhaldið og gerðar eru tilvísanir til annarra fagaðila eftir því sem við á, eins og innkirtla-, lýta-, kvensjúkdóma-, þvagfæraskurð- eða háls-, nef- og eyrnalækna. Óttar talar um ótrúlega sprengingu í þessum málaflokki í samtali við Læknablaðið. Hann segir að í upphafi hafi verið talið að nýgengið yrði um tveir sjúklingar á ári en nú er það um 60 á ári sem vilja hefja greiningu. Þessi þróun lá fyrir þegar árið 2016 en þá fjallað Vísir um málið. Þá leituðu 23 til teymisins. Fólk vilji nú hefja vegferð yngra en áður var eða rétt undir tvítugu. Annað sem eftirtektarvert má heita er að kynjahlutfall hefur breyst. „Þegar ég byrjaði voru kannski þrjár til fjórar transkonur á móti hverjum einum transmanni en núna eru hlutföllin jöfn,“ segir Óttar í samtali við tíðindamann Læknablaðsins. Engin sérstök skýring á þessu liggur fyrir en þetta er í samræmi við alþjóðlega þróun. Vakning hafi verið í samfélaginu um kynvitund og kynsegin fólk, eða „nonbinary“ hafi bæst í hópinni. „Kyn-aminn er svo sterkur að fólk er tilbúið að fara í gegnum þessa erfiðu greiningu og sársaukafullu meðferð. Einstaklingunum líður miklu betur þegar þeir eru komnir í það kyn sem þeir tilheyra, sem er gefandi að upplifa með þeim.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni transfólks Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali sem Læknablaðið á við Óttar. Hann segir sprengingu í þessum málaflokki en Óttar tilheyrir transteymi Landspítala, sá eini sem eftir stendur af upprunalegum sérfræðingum þar. Þjónustu þar má skipta í tvo hluta, greiningartímabil og meðferð eftir greiningu. Greiningartímabilið tekur um 6 mánuði og hittir þá einstaklingurinn fagaðila teymisins; geðlækni og sálfræðing sem og talmeinafræðing ef óskað er. Að greiningartíma loknum er tekin ákvörðun um framhaldið og gerðar eru tilvísanir til annarra fagaðila eftir því sem við á, eins og innkirtla-, lýta-, kvensjúkdóma-, þvagfæraskurð- eða háls-, nef- og eyrnalækna. Óttar talar um ótrúlega sprengingu í þessum málaflokki í samtali við Læknablaðið. Hann segir að í upphafi hafi verið talið að nýgengið yrði um tveir sjúklingar á ári en nú er það um 60 á ári sem vilja hefja greiningu. Þessi þróun lá fyrir þegar árið 2016 en þá fjallað Vísir um málið. Þá leituðu 23 til teymisins. Fólk vilji nú hefja vegferð yngra en áður var eða rétt undir tvítugu. Annað sem eftirtektarvert má heita er að kynjahlutfall hefur breyst. „Þegar ég byrjaði voru kannski þrjár til fjórar transkonur á móti hverjum einum transmanni en núna eru hlutföllin jöfn,“ segir Óttar í samtali við tíðindamann Læknablaðsins. Engin sérstök skýring á þessu liggur fyrir en þetta er í samræmi við alþjóðlega þróun. Vakning hafi verið í samfélaginu um kynvitund og kynsegin fólk, eða „nonbinary“ hafi bæst í hópinni. „Kyn-aminn er svo sterkur að fólk er tilbúið að fara í gegnum þessa erfiðu greiningu og sársaukafullu meðferð. Einstaklingunum líður miklu betur þegar þeir eru komnir í það kyn sem þeir tilheyra, sem er gefandi að upplifa með þeim.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni transfólks Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira