Englendingar rúlluðu yfir Úkraínu, 4-0, í átta liða úrslitunum í gær en í undanúrslitunum á miðvikudaginn verða Danir mótherjar Englands.
„Auðvitað var þetta góð frammistaða sem gerði þetta auðveldara en eins og ég talaði um síðast þá bjóst ég við að þetta yrði auðveldur leikur fyrir England,“ sagði Mourinho.
„Þeir höfðu alltaf stjórn á þessu og lentu í engum vandræðum, engin meiðsli og engin leikbönn og auðvitað komnir í undanúrslit. Þar verður þetta mikið erfiðara því Danmörk er mikið betra lið en Úkraína.“
There are two positions still up for grabs when England play Denmark, Jose Mourinho believes#Euro2020 #ENGhttps://t.co/yWJSRaJXM4
— talkSPORT (@talkSPORT) July 4, 2021
Mourinho segir að eftir áfallið með Christian Eriksen í upphafi mótsins hafi Danirnir þjappað sér enn betur saman.
„Danirnir eru öflugir. Þeir spila öðruvísi en þeir gerðu í upphafi mótsins. Þeir byrjuðu með Christian Eriksen í tíunni og fjögurra manna vörn. Nú spila þeir með þriggja manna vörn og margir af þeim spila í bestu deildum heims með mikla reynslu.“
„Það er jákvæður andi yfir þeim, þrátt fyrir það sem það gerðist með Eriksen, og það lítur út fyrir að þeir séu andlega sterkir. Ég held að þetta verði erfiður leikur fyrir England, þrátt fyrir að þeir séu að spila vel og á heimavelli,“ bætti Mourinho við.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.