Rio Ferdinand: Hann lítur út eins og fjall í mínum augum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 08:00 Harry Maguire fagnar markinu sínu á móti Úkraínu í átta liða úrslitum EM um helgina. AP/Alessandra Tarantino Rio Ferdinand, fyrrum miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hrósaði miðverði Manchester United og enska landsliðsins mikið eftir að Englendingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins um helgina. Harry Maguire átti enn einn stórleikinn í ensku vörninni sem hefur enn ekki fengið á sig mark á mótinu. Maguire gerði síðan enn betur með því að skora eitt af fjórum mörkum enska liðsins í leiknum á móti Úkraínu. Það eru ekki mörg veikleikamerki að finna á ensku vörninni sem hefur haldið hreinu í fimm fyrstu leikjum sínum á EM og mætir Danmörku í undanúrslitaleik á Wembley í vikunni. Rio Ferdinand Harry Maguire #Euro2020— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 4, 2021 „Alþjóðlegur fótbolti virðist vera svo þægilegur fyrir Harry Maguire,“ sagði Rio Ferdinand við BBC Sport. „Hann lítur út eins og fjall í mínum augum þegar hann er kominn í enska landsliðsbúninginn. Hann kemur líka upp með boltann og velur réttu sendingarnar,“ sagði Ferdinand. „Hann reynir alltaf að koma út með boltann til að fá einhvern til að koma í sig og svo gefur hann boltann. Þarna liggur munurinn á honum og öðrum miðvörðum,“ sagði Ferdinand. "He looks like a man mountain to me." https://t.co/SNXKDoen1f— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 4, 2021 Maguire missti af lokum tímabilsins hjá Manchester United vegna meiðsla og var ekki með í upphafi Evrópumótsins. Hann hefur aftur á móti komið sterkur inn í enska landsliðið. Maguire, sem er 28 ára gamall, var að leika sinn 35. landsleik á móti Úkraínu þar af hafa síðustu fimmtán komið sem leikmaður Manchester United en í hinum tuttugu var hann leikmaður Leicester City. Þetta var hans fjórða landsliðsmark. Rio Ferdinand lék alls 81 landsleik fyrir England þar af 54 þeirra sem leikmaður Manchester United. Rio skoraði þrjú mörk í þessum leikjum þar af eitt þeirra á stórmóti en það kom á móti Dönum á HM 2002. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Harry Maguire átti enn einn stórleikinn í ensku vörninni sem hefur enn ekki fengið á sig mark á mótinu. Maguire gerði síðan enn betur með því að skora eitt af fjórum mörkum enska liðsins í leiknum á móti Úkraínu. Það eru ekki mörg veikleikamerki að finna á ensku vörninni sem hefur haldið hreinu í fimm fyrstu leikjum sínum á EM og mætir Danmörku í undanúrslitaleik á Wembley í vikunni. Rio Ferdinand Harry Maguire #Euro2020— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 4, 2021 „Alþjóðlegur fótbolti virðist vera svo þægilegur fyrir Harry Maguire,“ sagði Rio Ferdinand við BBC Sport. „Hann lítur út eins og fjall í mínum augum þegar hann er kominn í enska landsliðsbúninginn. Hann kemur líka upp með boltann og velur réttu sendingarnar,“ sagði Ferdinand. „Hann reynir alltaf að koma út með boltann til að fá einhvern til að koma í sig og svo gefur hann boltann. Þarna liggur munurinn á honum og öðrum miðvörðum,“ sagði Ferdinand. "He looks like a man mountain to me." https://t.co/SNXKDoen1f— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 4, 2021 Maguire missti af lokum tímabilsins hjá Manchester United vegna meiðsla og var ekki með í upphafi Evrópumótsins. Hann hefur aftur á móti komið sterkur inn í enska landsliðið. Maguire, sem er 28 ára gamall, var að leika sinn 35. landsleik á móti Úkraínu þar af hafa síðustu fimmtán komið sem leikmaður Manchester United en í hinum tuttugu var hann leikmaður Leicester City. Þetta var hans fjórða landsliðsmark. Rio Ferdinand lék alls 81 landsleik fyrir England þar af 54 þeirra sem leikmaður Manchester United. Rio skoraði þrjú mörk í þessum leikjum þar af eitt þeirra á stórmóti en það kom á móti Dönum á HM 2002. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira