Strandveiðar - Verk ganga orðum framar Magnús D Norðdahl skrifar 5. júlí 2021 15:29 Strandveiðimenn gætu horft fram á atvinnuleysi á næstu misserum þar sem aflaheimildir í kerfinu kynnu að klárast áður en strandveiðitímabilinu lýkur. Eins og staðan er í dag er þegar búið að nýta tæp 60% aflaheimilda samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Á síðasta þingi lá fyrir frumvarp sem kvað á um að sjávarútvegsráðherra skyldi tryggja skilyrðislaust hverjum bát 48 daga á strandveiðitímabilinu 2021 með því að færa til aflaheimildir úr öðrum kerfum ef þörf krefði. Píratar lögðu fram tillögu við þinglok um að umrætt frumvarp yrði tekið á dagskrá þannig að hægt yrði að samþykkja frumvarpið og afstýra fyrirhuguðu atvinnuleysi hjá strandveiðimönnum þegar liði á tímabilið. Hver einasti af sjö þingmönnum Pírata greiddi atkvæði með tillögunni og það sama á við um tvo þingmenn Flokks fólksins og einn stjórnarþingmann. Allir aðrir þingmenn, 53 talsins ýmist greiddu atkvæði á móti tillögunni eða sátu hjá. Afstaða Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna kemur engum á óvart en það er með öllu óskiljanlegt að þingmenn VG, Samfylkingar og Viðreisnar hafi staðið gegn hagsmunum strandveiðisjómanna með þessum hætti. Rétt er að hafa framangreindar staðreyndir í huga í komandi kosningabaráttu. Orð eru einskis nýt ef þeim er ekki fylgt eftir í verki. Píratar sýndu með framgöngu sinni í þessu máli að hreyfingin er sjálfri sér samkvæm og að þingmenn hreyfingarinnar beita atkvæðisrétti sínum í samræmi við stefnumál og gefin loforð. Slíkt framferði skiptir miklu máli á sama tíma og virðing og traust fyrir stjórnmálafólki fer almennt minnkandi. Sjávarútvegsstefna Pírata frá árinu 2015 er afdráttarlaus og skýr. Auðlindaákvæðifrumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga skal taka efnislega upp í stjórnarskrá þannig að tryggt sé að íslenska þjóðin sé eigandi sjávarútvegsauðlindarinnar. Aflaheimildir skal bjóða til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð og skulu öll úrslit uppboða gerð opinber. Störf Hafrannsóknastofnunar skulu gerð gagnsæ og starfshættir hennar aðgengilegir almenningi. Ráðgjafaráð Hafrannsóknastofnunar skal ekki skipað hagsmunaaðilum. Síðast en ekki síst skulu handfæraveiðar gerðar frjálsar þeim sem kjósa að stunda þær til atvinnu. Hið tvíþætta kerfi aflamarksheimilda á markaði og frjálsra handfæraveiða, sem Píratar berjast fyrir, myndi krefjast þess að minnka yrði að einhverju leyti það magn kvóta sem færi á markað til þess að mæta þeirri aukningu sem yrði í handfæraveiðum. Þá verður einnig að horfa til þess að með "frjálsum" handfæraveiðum er ekki verið að vísa til þess að engar reglur eða umgjörð verði til staðar. Óhjákvæmilega verður ávallt einhver stýring til viðbótar við þær náttúrulegu skorður sem veðurfar setur veiðum af þessu tagi. Lykilatriðið er að auðvelda verður nýliðun í greininni og að tryggja atvinnuöryggi um land allt samhliða því að þjóðin sjálf fái notið aukinna tekna af þessari verðmætustu eign þjóðarinnar. Þessu markmiði má hæglega ná samtímis því að vernda fiskistofnana og tryggja vöxt og velferð þeirra til framtíðar. Það eina sem þarf er vilji og þor til að breyta kerfinu. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting sjávarútvegsins er handan við hornið. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Strandveiðimenn gætu horft fram á atvinnuleysi á næstu misserum þar sem aflaheimildir í kerfinu kynnu að klárast áður en strandveiðitímabilinu lýkur. Eins og staðan er í dag er þegar búið að nýta tæp 60% aflaheimilda samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Á síðasta þingi lá fyrir frumvarp sem kvað á um að sjávarútvegsráðherra skyldi tryggja skilyrðislaust hverjum bát 48 daga á strandveiðitímabilinu 2021 með því að færa til aflaheimildir úr öðrum kerfum ef þörf krefði. Píratar lögðu fram tillögu við þinglok um að umrætt frumvarp yrði tekið á dagskrá þannig að hægt yrði að samþykkja frumvarpið og afstýra fyrirhuguðu atvinnuleysi hjá strandveiðimönnum þegar liði á tímabilið. Hver einasti af sjö þingmönnum Pírata greiddi atkvæði með tillögunni og það sama á við um tvo þingmenn Flokks fólksins og einn stjórnarþingmann. Allir aðrir þingmenn, 53 talsins ýmist greiddu atkvæði á móti tillögunni eða sátu hjá. Afstaða Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna kemur engum á óvart en það er með öllu óskiljanlegt að þingmenn VG, Samfylkingar og Viðreisnar hafi staðið gegn hagsmunum strandveiðisjómanna með þessum hætti. Rétt er að hafa framangreindar staðreyndir í huga í komandi kosningabaráttu. Orð eru einskis nýt ef þeim er ekki fylgt eftir í verki. Píratar sýndu með framgöngu sinni í þessu máli að hreyfingin er sjálfri sér samkvæm og að þingmenn hreyfingarinnar beita atkvæðisrétti sínum í samræmi við stefnumál og gefin loforð. Slíkt framferði skiptir miklu máli á sama tíma og virðing og traust fyrir stjórnmálafólki fer almennt minnkandi. Sjávarútvegsstefna Pírata frá árinu 2015 er afdráttarlaus og skýr. Auðlindaákvæðifrumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga skal taka efnislega upp í stjórnarskrá þannig að tryggt sé að íslenska þjóðin sé eigandi sjávarútvegsauðlindarinnar. Aflaheimildir skal bjóða til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð og skulu öll úrslit uppboða gerð opinber. Störf Hafrannsóknastofnunar skulu gerð gagnsæ og starfshættir hennar aðgengilegir almenningi. Ráðgjafaráð Hafrannsóknastofnunar skal ekki skipað hagsmunaaðilum. Síðast en ekki síst skulu handfæraveiðar gerðar frjálsar þeim sem kjósa að stunda þær til atvinnu. Hið tvíþætta kerfi aflamarksheimilda á markaði og frjálsra handfæraveiða, sem Píratar berjast fyrir, myndi krefjast þess að minnka yrði að einhverju leyti það magn kvóta sem færi á markað til þess að mæta þeirri aukningu sem yrði í handfæraveiðum. Þá verður einnig að horfa til þess að með "frjálsum" handfæraveiðum er ekki verið að vísa til þess að engar reglur eða umgjörð verði til staðar. Óhjákvæmilega verður ávallt einhver stýring til viðbótar við þær náttúrulegu skorður sem veðurfar setur veiðum af þessu tagi. Lykilatriðið er að auðvelda verður nýliðun í greininni og að tryggja atvinnuöryggi um land allt samhliða því að þjóðin sjálf fái notið aukinna tekna af þessari verðmætustu eign þjóðarinnar. Þessu markmiði má hæglega ná samtímis því að vernda fiskistofnana og tryggja vöxt og velferð þeirra til framtíðar. Það eina sem þarf er vilji og þor til að breyta kerfinu. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting sjávarútvegsins er handan við hornið. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar