Evra með fisk, franskar og fleiri kyndingar í stórfurðulegu myndbandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 09:00 Patrice Evra er enginn venjulegur maður og sannar það í hverju myndbandinu á fætur öðru. Instagram/@patrice.evra Þetta er hvatningarmyndband fyrir enska landsliðið en þetta er líka myndband með frönsku goðsögninni Patrice Evra. Þá er víst von á öllu. Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, heldur áfram að senda frá sér stórfurðuleg myndbönd. Hann fer bráðum að verða þekktari fyrir fíflagang sinn fyrir framan myndavélina en fyrir frábæran fótboltaferil. Nýjasta myndbandið hans er til heiðurs enska landsliðinu í tilefni að þeir ensku eru nú aðeins tveimur sigurleikjum frá Evrópumeistaratitlinum. Patrice Evra is on a different planet https://t.co/Khvhxu9iJC— SPORTbible (@sportbible) July 5, 2021 Evra er enn mikill United maður og stríddi stuðningsmönnum Manchester City, og þá sérstaklega Oasis bræðrunum, þegar City tókst ekki að vinna Meistaradeildina í vor. Evra lék mjög lengi í Englandi og er mjög upptekinn af enskum fótbolta. Hann er líka tilbúinn að fíflast fyrir framan myndavélina. Evra var að þessu sinni í bílnum sínum með spriklandi fisk og franskar í höndum og endurgerði textann við „Praise You“ lagið með Fatboy Slim. Hann var auðvitað með hárkollu og sólgleraugu í takt við ensku staðalmyndina. „Risaeðlurnar voru á lífi þegar þið unnið síðast,“ skaut Evra á enska liðið en síðasti titill liðsins kom á HM í Englandi 1966. Síðan eru liðin 55 ár. Evra gerði grín af þeim ensku en um leið hvatti hann þá áfram að fara alla leið og koma með titilinn heim. Hann hoppaði líka upp um sóllúguna á bílnum en birtist svo aftur. Í það heila er þetta stórfurðulegt myndband sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrice Evra (@patrice.evra) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, heldur áfram að senda frá sér stórfurðuleg myndbönd. Hann fer bráðum að verða þekktari fyrir fíflagang sinn fyrir framan myndavélina en fyrir frábæran fótboltaferil. Nýjasta myndbandið hans er til heiðurs enska landsliðinu í tilefni að þeir ensku eru nú aðeins tveimur sigurleikjum frá Evrópumeistaratitlinum. Patrice Evra is on a different planet https://t.co/Khvhxu9iJC— SPORTbible (@sportbible) July 5, 2021 Evra er enn mikill United maður og stríddi stuðningsmönnum Manchester City, og þá sérstaklega Oasis bræðrunum, þegar City tókst ekki að vinna Meistaradeildina í vor. Evra lék mjög lengi í Englandi og er mjög upptekinn af enskum fótbolta. Hann er líka tilbúinn að fíflast fyrir framan myndavélina. Evra var að þessu sinni í bílnum sínum með spriklandi fisk og franskar í höndum og endurgerði textann við „Praise You“ lagið með Fatboy Slim. Hann var auðvitað með hárkollu og sólgleraugu í takt við ensku staðalmyndina. „Risaeðlurnar voru á lífi þegar þið unnið síðast,“ skaut Evra á enska liðið en síðasti titill liðsins kom á HM í Englandi 1966. Síðan eru liðin 55 ár. Evra gerði grín af þeim ensku en um leið hvatti hann þá áfram að fara alla leið og koma með titilinn heim. Hann hoppaði líka upp um sóllúguna á bílnum en birtist svo aftur. Í það heila er þetta stórfurðulegt myndband sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrice Evra (@patrice.evra) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira