„Ætla má að helmingur hunda sé óskráður“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. júlí 2021 18:22 Það eru margir hundar sem bíða spenntir eftir að eigendur þeirra komi heim. Dýraþjónustan hefur fengið þó nokkrar ábendingar um hunda sem eru of mikið einir yfir daginn og gelta stanslaust. Vísir Þrátt fyrir mikla aukningu á hundahaldi víða á landinu undanfarin misseri hefur skráning þeirra lítið aukist hjá sveitarfélögum. Deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum telur að um helmingur hunda sé óskráður í Reykjavík. Talsvert er um að fólk tilkynni um vanrækslu. Síðustu ár hafa skráningar hunda nánast staðið í stað þrátt fyrir sýnilega aukningu hundahalds á höfuðborgarsvæðinu og verið árlega um og yfir tvö þúsund í Reykjavík og Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Dýraþjónusta Reykjavíkur tók við málefnum sem tengjast dýrum í borginni af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í maí á þessu ári. Þjónustan er staðsett í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum en á heimasíðu borgarinnar kemur fram að tilgangur hennar sé að tryggja nauðsynlega þjónustu, fræðslu og yfirsýn yfir málaflokkinn. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri þar segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. „Hundum hefur fjölgað mikið undanfarið sérstaklega núna síðasta árið í Covid. Við höfum heyrt að þeir hafi hreinlega verið uppseldir. Við höfum hins vegar ekki séð það í skráningartölum. Það má ætla að um helmingur hunda sé óskráður,“ segir hann. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. Flest sveitarfélög hafa lækkað eftirlitsgjald með hundum verulega til að fjölga skráðum hundum en gjaldið stendur undir ábyrgðartryggingu gegn tjóni sem hundar kunna að valda þriðja aðila og annarri þjónustu. Þorkell segir að á döfinni sé einnigað fjölga hundagerðum í borginni og auka þjónustu almennt við dýraeigendur. Dýraþjónustan taki einnig við ábendingum frá borgarbúum vegna dýrahalds. „Ef fólki grunar að dýr séu vanrækt á að tilkynna það til Matvælastofnunar sem við erum í samstarfi við. Við höfum hins vegar fengið þó nokkar ábendingar um að hundar séu lengi einir og gelti mikið. Það skýrist mögulega af því að fólk sem gat unnið heima í Covid hefur nú snúið aftur til vinnu og þá eru hundarnir lengur einir en áður og stundum of lengi,“ segir Þorkell. Foto: Hundafjölgun/Ragnar Visage „Dýrahald er hluti af borgarlífinu“ Þorkell segir viðhorf Reykjavíkurborgar til dýrahalds hafa breyst verulega. „Áður var oft litið á gæludýrahald sem heilbrigðisvandamál. Það er ekki lengur þannig. Auðvitað getur komið upp vandi í tengslum dýrahald í þéttbýli og við tökum við þannig ábendingum. Í langflestum tilvikum er gæludýrahald hins vegar afar jákvætt fyrir borgarana. Þetta gefur fólki aukna lífsfyllingu og hvetur til hreyfingar. Ég held að dýrahald í borginni haldi áfram að aukast. Við þurfum að einbeita okkur að allir geti lifað í sátt og samlyndi þ.e. dýraeigendur og þeir sem eiga ekki dýr. Dýrahald er hluti af borgarlífinu og það þurfa allir að sýna þar tillitssemi,“ segir hann að lokum. Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hundar Tengdar fréttir Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. 3. júní 2021 09:57 Dýraþjónusta Reykjavíkur Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. 17. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Síðustu ár hafa skráningar hunda nánast staðið í stað þrátt fyrir sýnilega aukningu hundahalds á höfuðborgarsvæðinu og verið árlega um og yfir tvö þúsund í Reykjavík og Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Dýraþjónusta Reykjavíkur tók við málefnum sem tengjast dýrum í borginni af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í maí á þessu ári. Þjónustan er staðsett í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum en á heimasíðu borgarinnar kemur fram að tilgangur hennar sé að tryggja nauðsynlega þjónustu, fræðslu og yfirsýn yfir málaflokkinn. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri þar segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. „Hundum hefur fjölgað mikið undanfarið sérstaklega núna síðasta árið í Covid. Við höfum heyrt að þeir hafi hreinlega verið uppseldir. Við höfum hins vegar ekki séð það í skráningartölum. Það má ætla að um helmingur hunda sé óskráður,“ segir hann. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. Flest sveitarfélög hafa lækkað eftirlitsgjald með hundum verulega til að fjölga skráðum hundum en gjaldið stendur undir ábyrgðartryggingu gegn tjóni sem hundar kunna að valda þriðja aðila og annarri þjónustu. Þorkell segir að á döfinni sé einnigað fjölga hundagerðum í borginni og auka þjónustu almennt við dýraeigendur. Dýraþjónustan taki einnig við ábendingum frá borgarbúum vegna dýrahalds. „Ef fólki grunar að dýr séu vanrækt á að tilkynna það til Matvælastofnunar sem við erum í samstarfi við. Við höfum hins vegar fengið þó nokkar ábendingar um að hundar séu lengi einir og gelti mikið. Það skýrist mögulega af því að fólk sem gat unnið heima í Covid hefur nú snúið aftur til vinnu og þá eru hundarnir lengur einir en áður og stundum of lengi,“ segir Þorkell. Foto: Hundafjölgun/Ragnar Visage „Dýrahald er hluti af borgarlífinu“ Þorkell segir viðhorf Reykjavíkurborgar til dýrahalds hafa breyst verulega. „Áður var oft litið á gæludýrahald sem heilbrigðisvandamál. Það er ekki lengur þannig. Auðvitað getur komið upp vandi í tengslum dýrahald í þéttbýli og við tökum við þannig ábendingum. Í langflestum tilvikum er gæludýrahald hins vegar afar jákvætt fyrir borgarana. Þetta gefur fólki aukna lífsfyllingu og hvetur til hreyfingar. Ég held að dýrahald í borginni haldi áfram að aukast. Við þurfum að einbeita okkur að allir geti lifað í sátt og samlyndi þ.e. dýraeigendur og þeir sem eiga ekki dýr. Dýrahald er hluti af borgarlífinu og það þurfa allir að sýna þar tillitssemi,“ segir hann að lokum.
Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hundar Tengdar fréttir Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. 3. júní 2021 09:57 Dýraþjónusta Reykjavíkur Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. 17. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. 3. júní 2021 09:57
Dýraþjónusta Reykjavíkur Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. 17. febrúar 2021 09:30