„Ég get ekki lýst því hvernig mér líður núna,“ sagði Chiesa að leik loknum. „Þetta var erfiður leikur og Spánverjar voru frábærir í kvöld en það erum við sem komum aftur hingað á sunnudaginn. Við sjáum til hvernig fer.“
Chiesa hrósaði Spánverjum enn frekar, en hann var einnig ánægður með baráttu sinna manna.
„Spánverjar voru frábærir, þeir eru með stjörnur í sínu liði. En við borðumst alveg til enda og við kláruðum þetta.“
Þrátt fyrir að Ítalir hafi klikkað á fyrstu spyrnunni í vítaspyrnukeppninni segir Chiesa að leikmenn liðsins hafi ekki haft áhyggjur.
„Þegar Locatelli klikkaði á fyrstu spyrnunni vorum við allir rólegir. Við töluðum um að við gætum þetta og hópurinn stóð saman.“

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.