Fjórði orkupakkinn, grænir skattar og kyn ofarlega í huga Sigmundar Davíðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 11:28 Sigmundur Davíð lagði fram sautján skriflegar fyrirspurnir fyrir ráðherra Íslands í gær. Fjórði orkupakkinn, fjöldi kynja og ferðagjöf voru meðal fyrirspurnamála. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og alþingismaður, lét hendur standa fram úr ermum í gær en hann lagði fram sautján skriflegar fyrirspurnir til ráðherra. Fyrirspurnirnar eru margvíslegar, þar á meðal hvað forsætisráðherra telji mörg kyn vera til, hvort fjórði orkupakki Evrópusambandsins liggi fyrir og svo fram eftir götunum. Blásið var til aukafundar á Alþingi í gær þar sem gleymdist að samþykkja lög um óbreytt stafakerfi í komandi kosningum. Það er að kjósi fólk Sjálfstæðisflokkinn setji það X við D, kjósi það Samfylkinguna setji það X við S og svo framvegis. Sigmundur greip þá tækifærið og lagði fyrirspurnir fyrir átta ráðherra ríkisstjórnarinnar. Óskaði hann eftir skriflegu svari við þeim öllum en enn hefur svar ekki borist við neinni fyrirspurnanna, enda aðeins sólarhringur frá því þær voru lagðar fram. Eins og fyrr segir eru fyrirspurnirnar af margvíslegum toga. Spyr hann til dæmis Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, hvers vegna ekki hafi verið komið í veg fyrir að sjúklingar séu sendir til útlanda í aðgerðir sem hægt hefði verið að framkvæma hér á landi. Þá lagði hann einnig fram fyrirspurn til hennar um það hvernig neysluskammtur fíkniefna sé skilgreindur og hvort sá skammtur sé flokkaður eftir ólíkum tegundum fíkniefna. Fjórði orkupakkinn og fjöldi kynja „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ spyr Sigmundur forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur. Katrín fékk einnig frá honum fyrirspurn um endurbyggingu á Seyðisfirði, það er hver aðkoma ríkisins verði að þeirri uppbyggingu eftir aurskriðurnar í vetur. Margir muna eflaust eftir umræðum þingsins um þriðja orkupakkann, sem tröllreið samfélaginu fyrir tveimur árum síðan. Sigmundur er þegar farinn að velta fyrir sér þeim fjórða. „Liggur fjórði orkupakki Evrópusambandsins fyrir og ef svo er, hverjar eru helstu breytingar frá þriðja orkupakkanum,“ spyr Sigmundur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, feðramála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdís fékk einnig frá honum fyrirspurn um ferðagjöfina, sem Íslendingar hafa fengið afhenta að öðru sinni frá því að faraldurinn byrjaði hér á landi. „Hver tók ákvörðun um að ferðaávísun sú sem send var öllum fullorðnum Íslendingum skyldi kölluð ferðagjöf? Er það afstaða ráðherra að ef skattgreiðslum er skilað til skattgreiðenda að um gjöf sé að ræða?“ Grænir skattar og kostnaður við Borgarlínu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fékk fyrirspurn þess efnis hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að undirbúa vörn fyrir Grindavík, Voga á Vatnsleysuströnd, Hafnarfjörð eða önnur byggðarlög í grennd við eldvirk svæði á Suðurnesjum þar sem líkur á aukinni eldvirkni séu á svæðinu. Fyrir félags- og barnamálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, lagði hann fram fyrirspurnir um móttöku flóttafólks hér á landi. „Ef komið verður á samræmdri móttöku flóttafólks, munu þeir sem höfðu áður fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum eiga rétt á sömu þjónustu og kvótaflóttamenn og hversu langt aftur munu þau réttindi gilda?“ spyr Sigmundur. Þá lagði hann einnig fram fyrirspurn um það hver áætlaður aukinn kostnaður við að veita þeim sem fá hér alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum sömu þjónustu og kvótaflóttamönnum. „Hversu margir „grænir skattar“ eða önnur gjöld sem tengjast umhverfismálum hafa verið lagðir á eða hækkaðir á þessu kjörtímabili og hversu oft hafa gjöldin hækkað?“ spurði Sigmundur Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Þá lagði hann fyrirspurn fyrir Bjarna um heildarkostnað ríkisins af framkvæmdum við Borgarlínu og rekstur hennar og annarra almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Þá lagði Sigmundur fram fyrirspurn til Bjarna um hvað hafi verið gert til að vernda eða gera upp læknisbústaðinn á Vífilsstöðum. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Blásið var til aukafundar á Alþingi í gær þar sem gleymdist að samþykkja lög um óbreytt stafakerfi í komandi kosningum. Það er að kjósi fólk Sjálfstæðisflokkinn setji það X við D, kjósi það Samfylkinguna setji það X við S og svo framvegis. Sigmundur greip þá tækifærið og lagði fyrirspurnir fyrir átta ráðherra ríkisstjórnarinnar. Óskaði hann eftir skriflegu svari við þeim öllum en enn hefur svar ekki borist við neinni fyrirspurnanna, enda aðeins sólarhringur frá því þær voru lagðar fram. Eins og fyrr segir eru fyrirspurnirnar af margvíslegum toga. Spyr hann til dæmis Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, hvers vegna ekki hafi verið komið í veg fyrir að sjúklingar séu sendir til útlanda í aðgerðir sem hægt hefði verið að framkvæma hér á landi. Þá lagði hann einnig fram fyrirspurn til hennar um það hvernig neysluskammtur fíkniefna sé skilgreindur og hvort sá skammtur sé flokkaður eftir ólíkum tegundum fíkniefna. Fjórði orkupakkinn og fjöldi kynja „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ spyr Sigmundur forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur. Katrín fékk einnig frá honum fyrirspurn um endurbyggingu á Seyðisfirði, það er hver aðkoma ríkisins verði að þeirri uppbyggingu eftir aurskriðurnar í vetur. Margir muna eflaust eftir umræðum þingsins um þriðja orkupakkann, sem tröllreið samfélaginu fyrir tveimur árum síðan. Sigmundur er þegar farinn að velta fyrir sér þeim fjórða. „Liggur fjórði orkupakki Evrópusambandsins fyrir og ef svo er, hverjar eru helstu breytingar frá þriðja orkupakkanum,“ spyr Sigmundur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, feðramála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdís fékk einnig frá honum fyrirspurn um ferðagjöfina, sem Íslendingar hafa fengið afhenta að öðru sinni frá því að faraldurinn byrjaði hér á landi. „Hver tók ákvörðun um að ferðaávísun sú sem send var öllum fullorðnum Íslendingum skyldi kölluð ferðagjöf? Er það afstaða ráðherra að ef skattgreiðslum er skilað til skattgreiðenda að um gjöf sé að ræða?“ Grænir skattar og kostnaður við Borgarlínu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fékk fyrirspurn þess efnis hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að undirbúa vörn fyrir Grindavík, Voga á Vatnsleysuströnd, Hafnarfjörð eða önnur byggðarlög í grennd við eldvirk svæði á Suðurnesjum þar sem líkur á aukinni eldvirkni séu á svæðinu. Fyrir félags- og barnamálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, lagði hann fram fyrirspurnir um móttöku flóttafólks hér á landi. „Ef komið verður á samræmdri móttöku flóttafólks, munu þeir sem höfðu áður fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum eiga rétt á sömu þjónustu og kvótaflóttamenn og hversu langt aftur munu þau réttindi gilda?“ spyr Sigmundur. Þá lagði hann einnig fram fyrirspurn um það hver áætlaður aukinn kostnaður við að veita þeim sem fá hér alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum sömu þjónustu og kvótaflóttamönnum. „Hversu margir „grænir skattar“ eða önnur gjöld sem tengjast umhverfismálum hafa verið lagðir á eða hækkaðir á þessu kjörtímabili og hversu oft hafa gjöldin hækkað?“ spurði Sigmundur Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Þá lagði hann fyrirspurn fyrir Bjarna um heildarkostnað ríkisins af framkvæmdum við Borgarlínu og rekstur hennar og annarra almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Þá lagði Sigmundur fram fyrirspurn til Bjarna um hvað hafi verið gert til að vernda eða gera upp læknisbústaðinn á Vífilsstöðum.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira