Heiðar segir Stjörnuna vel stemmda og það vera kröfu að fara áfram í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 10:01 Heiðar Ægisson í leik með Stjörnunni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, segist staðráðinn í að hjálpa liðinu að komast í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Garðbæingar hefja leik í kvöld þegar Bohemians frá Írlandi kemur í heimsókn í Garðabæinn. „Sem leikmaður vill maður alltaf vera í Evrópukeppni. Við Stjörnumenn erum mjög vel stemmdir. það er almennur léttleiki yfir mönnum. Það er mikilvægt að hafa gaman á meðan maður er í þessu,“ sagði Heiðar er Vísir tók á honum hljóðið fyrir leik kvöldsins. „Við vitum reyndar ekkert sérstaklega mikið um mótherja kvöldsins. Þeir eiga að vera óstöðugir aftarlega á vellinum svo það er eins gott að við setjum nokkur mörk á þá,“ sagði Heiðar léttur í bragði. „Ég yrði allavega vel pirraður ef við myndum ekki fara áfram, finnst það einfaldlega vera krafa að fara áfram úr 1. umferð. Svo ef við förum áfram fáum við lið frá Lúxemborg [F91 Dudelange]. Það er eitthvað sem við þurfum að takast á við ef við komumst þangað.“ Slæmt gengi íslenskra liða á bakvið eyrað „Þetta er alveg á vörum fólks, hversu illa íslenskum liðum hefur gengið í Evrópukeppnum undanfarin ár. Okkur í Garðabænum hefur reyndar gengið ágætlega í Evrópu og alltaf farið í gegnum fyrstu umferð nema þegar við mættum írsku liði síðast. Þannig ef við höldum okkar striki förum við áfram og ég er staðráðinn í því að það verði raunin.“ Heiðar í leik gegn Espanyol frá Spáni.Joan Valls/Getty Images Kórónuveiran hefur enn áhrif á Evrópukeppnir Evrópuleikir síðasta sumar voru ekki alveg sama skemmtunin og þeir hafa verið í gegnum árin. Kórónuveiran gerði það að verkum að spilað var á tómum leikvöngum og leikmenn máttu varla sturta sig að leik loknum. Veiran litar enn líf okkar allra en hlutirnir eru þó að færast í eðlilegt horf. „Við fórum í skimun í gær, það fengu allir neikvætt út úr henni sem var fínt. Það er líka krafa að við séum búnir að fara í skimun áður en við förum út í seinni leikinn. Við verðum svo í hálfgerðri sóttvarnarkúlu þegar við förum til Írlands svo það eru enn allar varúðarráðstafanir til staðar en í mun minni mæli.“ Ungur nemur gamall temur Þó Heiðar sé enn ungur að árum – fæddur árið 1995 – þá er hann með reynslumeiri leikmönnum Stjörnunnar. Hann er ánægður með fjölda ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri undanfarið en líkt og flestir þeirra er Heiðar uppalinn hjá Stjörnunni. „Það er geggjað að sjá þessa ungu stráka koma upp. Minnir mann á þann tíma þegar maður var sjálfur að koma upp. Ég er kominn með ágætlega mikið af leikjum svo ég telst sem reynslumikill leikmaður í liðinu. Ég reyni að nýta mína reynslu til að hjálpa ungu leikmönnunum að komast betur inn í hlutina og finna rétta taktinn.“ Eins og staðan er í dag hefur Heiðar spilað 15 Evrópuleiki fyrir Stjörnuna. Að endingu var hann spurður hvort það væri ekki stefnan að hafa spilað yfir 20 Evrópuleiki er tímabilinu væri lokið. Svarið var einfalt: „Klárlega,“ sagði Heiðar hlægjandi. Stjarnan mætir Bohemians klukkan 19.45 í Garðabænum. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
„Sem leikmaður vill maður alltaf vera í Evrópukeppni. Við Stjörnumenn erum mjög vel stemmdir. það er almennur léttleiki yfir mönnum. Það er mikilvægt að hafa gaman á meðan maður er í þessu,“ sagði Heiðar er Vísir tók á honum hljóðið fyrir leik kvöldsins. „Við vitum reyndar ekkert sérstaklega mikið um mótherja kvöldsins. Þeir eiga að vera óstöðugir aftarlega á vellinum svo það er eins gott að við setjum nokkur mörk á þá,“ sagði Heiðar léttur í bragði. „Ég yrði allavega vel pirraður ef við myndum ekki fara áfram, finnst það einfaldlega vera krafa að fara áfram úr 1. umferð. Svo ef við förum áfram fáum við lið frá Lúxemborg [F91 Dudelange]. Það er eitthvað sem við þurfum að takast á við ef við komumst þangað.“ Slæmt gengi íslenskra liða á bakvið eyrað „Þetta er alveg á vörum fólks, hversu illa íslenskum liðum hefur gengið í Evrópukeppnum undanfarin ár. Okkur í Garðabænum hefur reyndar gengið ágætlega í Evrópu og alltaf farið í gegnum fyrstu umferð nema þegar við mættum írsku liði síðast. Þannig ef við höldum okkar striki förum við áfram og ég er staðráðinn í því að það verði raunin.“ Heiðar í leik gegn Espanyol frá Spáni.Joan Valls/Getty Images Kórónuveiran hefur enn áhrif á Evrópukeppnir Evrópuleikir síðasta sumar voru ekki alveg sama skemmtunin og þeir hafa verið í gegnum árin. Kórónuveiran gerði það að verkum að spilað var á tómum leikvöngum og leikmenn máttu varla sturta sig að leik loknum. Veiran litar enn líf okkar allra en hlutirnir eru þó að færast í eðlilegt horf. „Við fórum í skimun í gær, það fengu allir neikvætt út úr henni sem var fínt. Það er líka krafa að við séum búnir að fara í skimun áður en við förum út í seinni leikinn. Við verðum svo í hálfgerðri sóttvarnarkúlu þegar við förum til Írlands svo það eru enn allar varúðarráðstafanir til staðar en í mun minni mæli.“ Ungur nemur gamall temur Þó Heiðar sé enn ungur að árum – fæddur árið 1995 – þá er hann með reynslumeiri leikmönnum Stjörnunnar. Hann er ánægður með fjölda ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri undanfarið en líkt og flestir þeirra er Heiðar uppalinn hjá Stjörnunni. „Það er geggjað að sjá þessa ungu stráka koma upp. Minnir mann á þann tíma þegar maður var sjálfur að koma upp. Ég er kominn með ágætlega mikið af leikjum svo ég telst sem reynslumikill leikmaður í liðinu. Ég reyni að nýta mína reynslu til að hjálpa ungu leikmönnunum að komast betur inn í hlutina og finna rétta taktinn.“ Eins og staðan er í dag hefur Heiðar spilað 15 Evrópuleiki fyrir Stjörnuna. Að endingu var hann spurður hvort það væri ekki stefnan að hafa spilað yfir 20 Evrópuleiki er tímabilinu væri lokið. Svarið var einfalt: „Klárlega,“ sagði Heiðar hlægjandi. Stjarnan mætir Bohemians klukkan 19.45 í Garðabænum. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira