Sjáðu mörkin hjá þjálfaralausum Eyjakonum, úr endurkomu Breiðabliks, sigri Vals og öll hin mörkin í 9. umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2021 17:01 ÍBV vann góðan 2-1 sigur í Árbænum. Vísir/Bára Dröfn Mikið fjör var í 9. umferð Pepsi Max deild kvenna. Liðin á útivelli unnu öll sína leiki í umferðinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu frábæran endurkomu sigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum en hér að neðan má sjá öll mörkin úr umferðinni. Breiðablik heimsótti Þrótt í fjörugasta leik umferðarinnar. Staðan var 0-1 í hálfleik þökk sé marki Tiffany Janea Mc Carthy. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Linda Líf Boama metin er hún fylgdi á eftir skoti Ísabellu Önnu Húbertsdóttur. Katherine Amanda Cousins kom Þrótti yfir með marki úr vítaspyrnu á 76. mínútu en Íslandsmeistararnir sneru taflinu sér í hag undir lok leiks. Agla María Albertsdóttir jafnaði metin á 87. mínútu með stórkostlegu marki utan af velli. Vigdís Edda Friðriksdóttir tryggði gestunum öll þrjú stigin með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Öll mörk umferðarinnar sem og viðtöl má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Yfirferð yfir Pepsi Max kvenna Valur hélt toppsætinu með 2-1 útisigri á Selfossi. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Mist Edwardsdóttir sem kom gestunum yfir með skalla eftir hornspyrnu Dóru Maríu Lárusdóttur. Skömmu síðar jafnaði Hólmfríður Magnúsdóttir metin með skoti af löngu færi en Elín Metta Jensen skoraði sigurmark leiksins á 77. mínútu og þar við sat. „Dekka helvítis mennina sem skora mörkin,“ sagði pirraður Alfreð Elías Jóhannsson í viðtali eftir leik aðspurður hvað hann hefði viljað sjá sitt lið gera betur í leiknum. Í Árbænum var þjálfaralaust lið ÍBV í heimsókn. Hin 17 ára gamla Þóra Björg Stefánsdóttir kom ÍBV yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 0-1 í hálfleik. Segja má að það hafi verið ákveðið þema í gær en Jakobína Hjörvarsdóttir, 17 ára leikmaður Þór/KA, skoraði einnig beint úr aukaspyrnu í gær. Aftur að leiknum í Árbænum: Olga Sevcova nýtti sér mistök í öftustu línu Fylkis í upphafi síðari hálfleiks og kom ÍBV 2-0 yfir áður en Bryndís Arna Níelsdóttir minnkaði muninn á 78. mínútu með snyrtilegu skoti af stuttu færi. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur í Lautinni. María Dögg Jóhannesdóttir tryggði nýliðum Tindastóls sigur á Stjörnunni í Garðabæ er hún skoraði eina mark leiksins strax á sjöundu mínútu eftir baráttu í teig heimakvenna eftir hornspyrnu. Gríðarlega mikilvægur sigur Tindastóls. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði liðsins, fór fyrir sínum konum í leiknum en vikan í aðdraganda leiksins var heldur betur viðburðarrík hjá henni. Að lokum vann Þór/KA 2-1 útisigur á Keflavík. Jakobína kom gestunum frá Akureyri yfir um miðbik fyrri hálfleiks og þannig var staðan í hálfleik. Margrét Árnadóttir tvöfaldaði forystuna þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum. Amelía Rún Fjeldsted minnkaði muninn fyrir Keflavík undir lok venjulegs leiktíma og þar við sat, lokatölur 2-1. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 2-3 | Dramatískur endurkomusigur Blika Þróttur R. tók á móti Breiðablik í Laugardalnum í kvöld. Dramatíkin var í hávegum höfð, svo ekki sé meira sagt. Lokatölur 3-2 Blikum í vil, en gestirnir skoruðu seinustu tvö mörkin á lokamínútunum. 6. júlí 2021 23:36 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. júlí 2021 22:23 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍBV 1-2 | ÍBV með sterkan útisigur ÍBV vann sinn fyrsta sigur í þremur leikjum í Pepsi Max deild kvenna er liðið bar sigurorð af Fylki á Wurth-vellinum í kvöld. Lokatölur 2-1, Eyjakonum í vil. 6. júlí 2021 21:16 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 0-1 | Stólarnir stóðu af sér storminn og unnu dísætan sigur Tindastóll vann frækinn 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld og krækti þar með í sín fyrstu stig á útivelli í sumar, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 21:10 Þór/KA upp úr fallsæti eftir útisigur Þór/KA náði sér í mikilvæg þrjú stig í Pepsi Max deild kvenna með 2-1 útisigri gegn Keflavík. Með sigrinum lyfta stelpurnar að norðan sér upp í sjöunda sæti. 6. júlí 2021 19:55 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Breiðablik heimsótti Þrótt í fjörugasta leik umferðarinnar. Staðan var 0-1 í hálfleik þökk sé marki Tiffany Janea Mc Carthy. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Linda Líf Boama metin er hún fylgdi á eftir skoti Ísabellu Önnu Húbertsdóttur. Katherine Amanda Cousins kom Þrótti yfir með marki úr vítaspyrnu á 76. mínútu en Íslandsmeistararnir sneru taflinu sér í hag undir lok leiks. Agla María Albertsdóttir jafnaði metin á 87. mínútu með stórkostlegu marki utan af velli. Vigdís Edda Friðriksdóttir tryggði gestunum öll þrjú stigin með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Öll mörk umferðarinnar sem og viðtöl má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Yfirferð yfir Pepsi Max kvenna Valur hélt toppsætinu með 2-1 útisigri á Selfossi. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Mist Edwardsdóttir sem kom gestunum yfir með skalla eftir hornspyrnu Dóru Maríu Lárusdóttur. Skömmu síðar jafnaði Hólmfríður Magnúsdóttir metin með skoti af löngu færi en Elín Metta Jensen skoraði sigurmark leiksins á 77. mínútu og þar við sat. „Dekka helvítis mennina sem skora mörkin,“ sagði pirraður Alfreð Elías Jóhannsson í viðtali eftir leik aðspurður hvað hann hefði viljað sjá sitt lið gera betur í leiknum. Í Árbænum var þjálfaralaust lið ÍBV í heimsókn. Hin 17 ára gamla Þóra Björg Stefánsdóttir kom ÍBV yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 0-1 í hálfleik. Segja má að það hafi verið ákveðið þema í gær en Jakobína Hjörvarsdóttir, 17 ára leikmaður Þór/KA, skoraði einnig beint úr aukaspyrnu í gær. Aftur að leiknum í Árbænum: Olga Sevcova nýtti sér mistök í öftustu línu Fylkis í upphafi síðari hálfleiks og kom ÍBV 2-0 yfir áður en Bryndís Arna Níelsdóttir minnkaði muninn á 78. mínútu með snyrtilegu skoti af stuttu færi. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur í Lautinni. María Dögg Jóhannesdóttir tryggði nýliðum Tindastóls sigur á Stjörnunni í Garðabæ er hún skoraði eina mark leiksins strax á sjöundu mínútu eftir baráttu í teig heimakvenna eftir hornspyrnu. Gríðarlega mikilvægur sigur Tindastóls. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði liðsins, fór fyrir sínum konum í leiknum en vikan í aðdraganda leiksins var heldur betur viðburðarrík hjá henni. Að lokum vann Þór/KA 2-1 útisigur á Keflavík. Jakobína kom gestunum frá Akureyri yfir um miðbik fyrri hálfleiks og þannig var staðan í hálfleik. Margrét Árnadóttir tvöfaldaði forystuna þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum. Amelía Rún Fjeldsted minnkaði muninn fyrir Keflavík undir lok venjulegs leiktíma og þar við sat, lokatölur 2-1. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 2-3 | Dramatískur endurkomusigur Blika Þróttur R. tók á móti Breiðablik í Laugardalnum í kvöld. Dramatíkin var í hávegum höfð, svo ekki sé meira sagt. Lokatölur 3-2 Blikum í vil, en gestirnir skoruðu seinustu tvö mörkin á lokamínútunum. 6. júlí 2021 23:36 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. júlí 2021 22:23 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍBV 1-2 | ÍBV með sterkan útisigur ÍBV vann sinn fyrsta sigur í þremur leikjum í Pepsi Max deild kvenna er liðið bar sigurorð af Fylki á Wurth-vellinum í kvöld. Lokatölur 2-1, Eyjakonum í vil. 6. júlí 2021 21:16 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 0-1 | Stólarnir stóðu af sér storminn og unnu dísætan sigur Tindastóll vann frækinn 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld og krækti þar með í sín fyrstu stig á útivelli í sumar, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 21:10 Þór/KA upp úr fallsæti eftir útisigur Þór/KA náði sér í mikilvæg þrjú stig í Pepsi Max deild kvenna með 2-1 útisigri gegn Keflavík. Með sigrinum lyfta stelpurnar að norðan sér upp í sjöunda sæti. 6. júlí 2021 19:55 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 2-3 | Dramatískur endurkomusigur Blika Þróttur R. tók á móti Breiðablik í Laugardalnum í kvöld. Dramatíkin var í hávegum höfð, svo ekki sé meira sagt. Lokatölur 3-2 Blikum í vil, en gestirnir skoruðu seinustu tvö mörkin á lokamínútunum. 6. júlí 2021 23:36
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. júlí 2021 22:23
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍBV 1-2 | ÍBV með sterkan útisigur ÍBV vann sinn fyrsta sigur í þremur leikjum í Pepsi Max deild kvenna er liðið bar sigurorð af Fylki á Wurth-vellinum í kvöld. Lokatölur 2-1, Eyjakonum í vil. 6. júlí 2021 21:16
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 0-1 | Stólarnir stóðu af sér storminn og unnu dísætan sigur Tindastóll vann frækinn 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld og krækti þar með í sín fyrstu stig á útivelli í sumar, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 21:10
Þór/KA upp úr fallsæti eftir útisigur Þór/KA náði sér í mikilvæg þrjú stig í Pepsi Max deild kvenna með 2-1 útisigri gegn Keflavík. Með sigrinum lyfta stelpurnar að norðan sér upp í sjöunda sæti. 6. júlí 2021 19:55