Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 18:07 Sjónarvottur sem stóð fyrir utan móttöku Útlendingastofnunar í Hafnarfirði náði ljósmyndum af aðgerðinni. Lögreglan er sökuð um að hafa beitt óhóflegu valdi. REFUGEES IN ICELAND Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. Að sögn embættis ríkislögreglustjóra er slíkum vopnum ekki beitt undir neinum kringumstæðum þar sem lögregla hafi ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprauti lögregla aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru mennirnir tveir beittir mikilli hörku af hálfu lögreglumanna sem hafi lamið hælisleitendurna og gefið þeim einhvers konar raflost. Þá hafi mennirnir verið sprautaðir niður þegar erfiðlega gekk að ná stjórn á þeim. Vilja ekki tjá sig efnislega um aðgerðina Í yfirlýsingu lögreglu segir að valdbeitingarheimildir séu ekki nýttar þegar kemur að því að fylgja eftir beiðnum um brottvísun úr landi „nema brýna nauðsyn krefji.“ „Þegar þess gerist þörf þá er það ávallt samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi. Leitast er við að beita vægustu mögulegu aðferðum en starfsfólk lögreglu er þrautþjálfað til að takast á við slíkar aðstæður og forðast að af þeim skapist meiðsl.“ Áréttað er í yfirlýsingunni að lögreglan geti ekki veitt upplýsingar um einstök mál „þó að lögregla hafi á því skilning að aðgerðir sem þessar veki spurningar.“ Stoðdeild embættis ríkislögreglustjóra sér um að framfylgja beiðnum Útlendingastofnunar um brottvísanir. Embættið segir að slíkar aðgerðir aldrei fyrirvaralausar og einstaklingum sé „nær undantekningarlaust“ gefið færi á að yfirgefa landið sjálfviljugir áður en að því kemur. Lögreglu beri að framfylgja lögum eftir að einstaklingar hafi fullnýtt þann rétt sem þeir hafi til að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Unnið er að því að tryggja og yfirfara öll tiltæk gögn málsins, komi til þess að kæra eða kvörtun berist vegna umræddrar aðgerðar. Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur sagt að aðgerðir lögreglu í gær verði kærðar til nefndar um eftirlit með lögreglu. Lokki ekki fólk til sín á fölskum forsendum Sema sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hælisleitendurnir hafi verið boðaðir í húsakynni Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningavottorð sín en þeir höfðu nýlega verið bólusettir gegn Covid-19. „Þannig að augljóslega er þetta mjög skipulögð aðgerð af hálfu Útlendingastofnunar. Í rauninni að lokka drengina á staðinn, plata þá til að mæta einungis til að tilkynna þeim að þar sem þeir eru núna bólusettir þá væri hægt að brottvísa þeim til Grikklands og þeir eigi að fara með lögreglunni án tafar,“ sagði Sema. Þegar Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra, er spurður sérstaklega út í þessar ásakanir vísar hann aftur til áðurnefndrar yfirlýsingar og segir lögregluna ekki geta tjáð sig nánar um málið. Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að stofnunin lokki fólk ekki til sín á fölskum forsendum. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Að sögn embættis ríkislögreglustjóra er slíkum vopnum ekki beitt undir neinum kringumstæðum þar sem lögregla hafi ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprauti lögregla aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru mennirnir tveir beittir mikilli hörku af hálfu lögreglumanna sem hafi lamið hælisleitendurna og gefið þeim einhvers konar raflost. Þá hafi mennirnir verið sprautaðir niður þegar erfiðlega gekk að ná stjórn á þeim. Vilja ekki tjá sig efnislega um aðgerðina Í yfirlýsingu lögreglu segir að valdbeitingarheimildir séu ekki nýttar þegar kemur að því að fylgja eftir beiðnum um brottvísun úr landi „nema brýna nauðsyn krefji.“ „Þegar þess gerist þörf þá er það ávallt samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi. Leitast er við að beita vægustu mögulegu aðferðum en starfsfólk lögreglu er þrautþjálfað til að takast á við slíkar aðstæður og forðast að af þeim skapist meiðsl.“ Áréttað er í yfirlýsingunni að lögreglan geti ekki veitt upplýsingar um einstök mál „þó að lögregla hafi á því skilning að aðgerðir sem þessar veki spurningar.“ Stoðdeild embættis ríkislögreglustjóra sér um að framfylgja beiðnum Útlendingastofnunar um brottvísanir. Embættið segir að slíkar aðgerðir aldrei fyrirvaralausar og einstaklingum sé „nær undantekningarlaust“ gefið færi á að yfirgefa landið sjálfviljugir áður en að því kemur. Lögreglu beri að framfylgja lögum eftir að einstaklingar hafi fullnýtt þann rétt sem þeir hafi til að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Unnið er að því að tryggja og yfirfara öll tiltæk gögn málsins, komi til þess að kæra eða kvörtun berist vegna umræddrar aðgerðar. Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur sagt að aðgerðir lögreglu í gær verði kærðar til nefndar um eftirlit með lögreglu. Lokki ekki fólk til sín á fölskum forsendum Sema sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hælisleitendurnir hafi verið boðaðir í húsakynni Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningavottorð sín en þeir höfðu nýlega verið bólusettir gegn Covid-19. „Þannig að augljóslega er þetta mjög skipulögð aðgerð af hálfu Útlendingastofnunar. Í rauninni að lokka drengina á staðinn, plata þá til að mæta einungis til að tilkynna þeim að þar sem þeir eru núna bólusettir þá væri hægt að brottvísa þeim til Grikklands og þeir eigi að fara með lögreglunni án tafar,“ sagði Sema. Þegar Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra, er spurður sérstaklega út í þessar ásakanir vísar hann aftur til áðurnefndrar yfirlýsingar og segir lögregluna ekki geta tjáð sig nánar um málið. Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að stofnunin lokki fólk ekki til sín á fölskum forsendum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31