Sænskt par dæmt fyrir 181 nauðgun gegn barni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 11:00 Parið er sagt hafa framleitt meira en 100 klukkutíma af barnaníðsefni. Getty Sænskt par var í morgun sakfellt fyrir að hafa ítrekað nauðgað og misnotað tvö börn og að hafa átt og framleitt gríðarlegt magn af barnaklámi. Konan var dæmd í átta og hálfs árs fangelsi en maðurinn var dæmdur í 13 ára og sex mánaða fangelsi. Linda Caneus, saksóknari, segir málið eitt stærsta sinnar tegundar sem komið hafi upp í Svíþjóð. Fólkið var handtekið síðasta vor eftir að læknir tók eftir áverkum á barni sem benti til að það hafi verið misnotað. Karlmaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var handtekinn í kjölfarið og húsleit gerð á heimili hans í Kalmar sýslu í Svíþjóð. Sænska ríkisútvarpið greinir frá. Þar fannst gríðarlegt magn barnakláms, meðal annars efni sem hann hafði framleitt sjálfur, og í kjölfarið var konan, sem er á fertugsaldri, handtekin í tengslum við málið. Á þeim tíma starfaði konan á leikskóla, en ekki er talið að hún hafi nýtt sér stöðu sína þar til barnaníðs. Talið er að parið hafi misnotað tvö börn ítrekað og nam ákæran 400 liðum. Framleiddu 100 klukkustundir af barnaníðsefni Parið þarf að greiða börnunum tveimur eina milljón sænskra króna í miskabætur, sem nemur rúmum 14 milljónum íslenskra króna. Óyggjandi sönnunargögn lágu fyrir í málinu en parið hafði verið duglegt við að taka upp ofbeldið sem þau beittu börnin. Alls fundust 1,8 milljón skrár á tölvum þeirra sem innihéldu barnaklám, þar af voru 200.000 skrár sagðar innihalda mjög gróft ofbeldi. Frá því að rannsókn hófst hefur lögreglan skoðað meira en 700 þúsund af þessum skrám, sem voru meira en þúsund klukkustundir af barnaklámi. Talið er að parið hafi framleitt um 100 klukkustundir af efninu. Talið er að ofbeldið hafi varað í sex ár. Maðurinn var sakfelldur fyrir 181 grófa nauðgun gegn barni og fyrir stórfellda framleiðslu á barnaníðsefni. Konan var sakfelld fyrir 14 grófar nauðganir gegn barni og fyrir að hafa framleitt barnaníðsefni. Svíþjóð Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Linda Caneus, saksóknari, segir málið eitt stærsta sinnar tegundar sem komið hafi upp í Svíþjóð. Fólkið var handtekið síðasta vor eftir að læknir tók eftir áverkum á barni sem benti til að það hafi verið misnotað. Karlmaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var handtekinn í kjölfarið og húsleit gerð á heimili hans í Kalmar sýslu í Svíþjóð. Sænska ríkisútvarpið greinir frá. Þar fannst gríðarlegt magn barnakláms, meðal annars efni sem hann hafði framleitt sjálfur, og í kjölfarið var konan, sem er á fertugsaldri, handtekin í tengslum við málið. Á þeim tíma starfaði konan á leikskóla, en ekki er talið að hún hafi nýtt sér stöðu sína þar til barnaníðs. Talið er að parið hafi misnotað tvö börn ítrekað og nam ákæran 400 liðum. Framleiddu 100 klukkustundir af barnaníðsefni Parið þarf að greiða börnunum tveimur eina milljón sænskra króna í miskabætur, sem nemur rúmum 14 milljónum íslenskra króna. Óyggjandi sönnunargögn lágu fyrir í málinu en parið hafði verið duglegt við að taka upp ofbeldið sem þau beittu börnin. Alls fundust 1,8 milljón skrár á tölvum þeirra sem innihéldu barnaklám, þar af voru 200.000 skrár sagðar innihalda mjög gróft ofbeldi. Frá því að rannsókn hófst hefur lögreglan skoðað meira en 700 þúsund af þessum skrám, sem voru meira en þúsund klukkustundir af barnaklámi. Talið er að parið hafi framleitt um 100 klukkustundir af efninu. Talið er að ofbeldið hafi varað í sex ár. Maðurinn var sakfelldur fyrir 181 grófa nauðgun gegn barni og fyrir stórfellda framleiðslu á barnaníðsefni. Konan var sakfelld fyrir 14 grófar nauðganir gegn barni og fyrir að hafa framleitt barnaníðsefni.
Svíþjóð Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira