Önnur líkamsárásin var tilkynnt klukkan korter yfir eitt í nótt en hin rétt fyrir klukkan hálf fjögur.
Í daglegri tilkynningu frá lögreglu til fjölmiðla þar sem farið er yfir verkefni næturinnar segir að málin séu bæði í rannsókn. Þetta hafi þó verið minniháttar líkamsárásir.
Svo virðist sem enginn hafi verið handtekinn vegna þessara árása í nótt.
Fátt annað var um að vera hjá lögreglunni í nótt, ef marka má tilkynninguna, utan nokkurra ökumanna sem hún stöðvaði og grunar um að hafa ekið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.
Tilkynnt var um eignaspjöll á bíl í hverf 108 klukkan hálf eitt í nótt. Það mál er í rannsókn lögreglu.