Forseti UEFA segir það ósanngjarnt að spila EM í mörgum mismunandi löndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2021 11:45 Aleksander Ceferin sér ekki fyrir sér að EM verði haldið aftur með sama sniði og í ár. Harold Cunningham - UEFA/UEFA via Getty Images Forseti UEFA, Aleksander Ceferin, segir það ósanngjarnt gagnvart stuðningsmönnum og liðunum sem taka þátt á EM hversu langt sumir þurfi að ferðast á milli leikja. Hann segir að hann muni ekki láta þetta koma fyrir aftur. Á morgun mætast Englendingar og Ítalir í úrslitum Evrópumótsins sem hefur farið fram í ellefu mismunandi löndum. Mikill munur er á því hversu langt liðin og stuðningsmenn þeirra hafa þurft að ferðast á milli leikja. Skotar hafa sloppið best og aðeins þurft að ferðast 1.108km, á meðan að Svisslendingar hafa þurft að ferðast mest allra, eða 15.485km. Það er tæplega 14 sinnum meira en Skotarnir. „Ég myndi ekki styðja þetta aftur,“ sagði Ceferin í samtali við BBC. „Það er ekki réttlátt að sum lið þurfi að ferðat yfir 10.000km á meðan að önnur þurfa bara að ferðast 1.000km.“ „Þetta er ekki sanngjarnt fyrir stuðningsmenn, sem þurftu einn daginn að vera í Róm og svo Bakú nokkrum dögum seinna.“ „Við þurftum að ferðast mikið. Til landa með mismunandi lög, mismunandi gjaldmiðil, lönd í Evrópusambandinu og lönd utan þess. Þetta hefur ekki verið auðvelt.“ „Það var ákveðið að hafa þetta með þessu sniði áður en ég tók við og ég virði það. Þetta var áhugaverð hugmynd, en hún er erfið í framkvæmt og ég held að við munum ekki gera þetta aftur,“ sagði Ceferin að lokum. Leikir Evrópumótsins hafa verið spilaðir í London, Glasgow, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Sankti Pétursborg, Sevilla, Munchen, Bakú, Róm, Búkarest og Búdapest. Bæði Englendingar og Ítalir spiluðu alla leiki sína í riðlinum í heimalandi sínu, en Englendingar hafa einungis leikið einn leik utan Englands. Það var leikur liðsins gegn Úkraínu í átta liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Á morgun mætast Englendingar og Ítalir í úrslitum Evrópumótsins sem hefur farið fram í ellefu mismunandi löndum. Mikill munur er á því hversu langt liðin og stuðningsmenn þeirra hafa þurft að ferðast á milli leikja. Skotar hafa sloppið best og aðeins þurft að ferðast 1.108km, á meðan að Svisslendingar hafa þurft að ferðast mest allra, eða 15.485km. Það er tæplega 14 sinnum meira en Skotarnir. „Ég myndi ekki styðja þetta aftur,“ sagði Ceferin í samtali við BBC. „Það er ekki réttlátt að sum lið þurfi að ferðat yfir 10.000km á meðan að önnur þurfa bara að ferðast 1.000km.“ „Þetta er ekki sanngjarnt fyrir stuðningsmenn, sem þurftu einn daginn að vera í Róm og svo Bakú nokkrum dögum seinna.“ „Við þurftum að ferðast mikið. Til landa með mismunandi lög, mismunandi gjaldmiðil, lönd í Evrópusambandinu og lönd utan þess. Þetta hefur ekki verið auðvelt.“ „Það var ákveðið að hafa þetta með þessu sniði áður en ég tók við og ég virði það. Þetta var áhugaverð hugmynd, en hún er erfið í framkvæmt og ég held að við munum ekki gera þetta aftur,“ sagði Ceferin að lokum. Leikir Evrópumótsins hafa verið spilaðir í London, Glasgow, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Sankti Pétursborg, Sevilla, Munchen, Bakú, Róm, Búkarest og Búdapest. Bæði Englendingar og Ítalir spiluðu alla leiki sína í riðlinum í heimalandi sínu, en Englendingar hafa einungis leikið einn leik utan Englands. Það var leikur liðsins gegn Úkraínu í átta liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira