Kane klár í að mæta „tveimur stríðsmönnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 08:00 Chiellini ber mikla virðingu fyrir Harry Kane og sú virðing er gagnkvæm. Andrea Staccioli /Insidefoto/LightRocket via Getty Images Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska landsliðsins, og Harry Kane, framherji enska landsliðsins, hlakka báðir til þess að mæta hvorum öðrum í úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Báðir voru í viðtali við UEFA.com í aðdraganda leiksins sem fram undan er. Báðir bera þeir mikla virðingu hvor fyrir öðrum. „Þetta verður erfitt, mjög erfitt. Mér hefur alltaf líkað vel við Harry Kane. Ég man enn einn af hans fyrstu leikjum fyrir England, þegar við spiluðum á móti þeim í Tórínó. Jafnvel þá heillaði hann mig mjög,“ segir Chiellini. „Hann veit hvernig á að koma djúpt og gefa sendingar í gegnum vörnina á liðsfélaga. Hann getur einnig skorað með hausnum og af bæði stuttu og löngu færi.“ bætir sá ítalski við. Chiellini verður í miðverði Ítala ásamt Leonardo Bonucci, en þeir hafa myndað gríðarsterkt par á mótinu, líkt og þeir hafa gert um árabil með félagsliði sínu Juventus. Kane býst við miklum bardaga við þá félaga í kvöld. „Fyrst og fremst eru þeir frábærir varnarmenn. Þeir lesa leikinn mjög vel og vita hvar þeir eiga að staðsetja sig. Svo, auðvitað, eru þeir tveir stríðsmenn. Svo ég býst við hörkubaráttu. En þú spilar fótbolta fyrir það,“ segir Kane og bætir við; „Sem framherji, viljir þú vera bestur, þarftu að spila gegn þeim bestu, og það er klárlega tilfellið á sunnudaginn,“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10. júlí 2021 18:45 Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11. júlí 2021 09:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Báðir voru í viðtali við UEFA.com í aðdraganda leiksins sem fram undan er. Báðir bera þeir mikla virðingu hvor fyrir öðrum. „Þetta verður erfitt, mjög erfitt. Mér hefur alltaf líkað vel við Harry Kane. Ég man enn einn af hans fyrstu leikjum fyrir England, þegar við spiluðum á móti þeim í Tórínó. Jafnvel þá heillaði hann mig mjög,“ segir Chiellini. „Hann veit hvernig á að koma djúpt og gefa sendingar í gegnum vörnina á liðsfélaga. Hann getur einnig skorað með hausnum og af bæði stuttu og löngu færi.“ bætir sá ítalski við. Chiellini verður í miðverði Ítala ásamt Leonardo Bonucci, en þeir hafa myndað gríðarsterkt par á mótinu, líkt og þeir hafa gert um árabil með félagsliði sínu Juventus. Kane býst við miklum bardaga við þá félaga í kvöld. „Fyrst og fremst eru þeir frábærir varnarmenn. Þeir lesa leikinn mjög vel og vita hvar þeir eiga að staðsetja sig. Svo, auðvitað, eru þeir tveir stríðsmenn. Svo ég býst við hörkubaráttu. En þú spilar fótbolta fyrir það,“ segir Kane og bætir við; „Sem framherji, viljir þú vera bestur, þarftu að spila gegn þeim bestu, og það er klárlega tilfellið á sunnudaginn,“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10. júlí 2021 18:45 Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11. júlí 2021 09:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10. júlí 2021 18:45
Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11. júlí 2021 09:00