„Það er hræðilegt að þurfa að fá nálgunarbann á son sinn“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. júlí 2021 14:08 Eva og Bjarni eiga tvo syni sem urðu vitni að því þegar sonur Evu réðst á Bjarna, stjúpföður sinn. vísir/vilhelm „Þetta er algjör harmleikur og ég vil koma því áleiðis til fólks að þetta getur gerst alls staðar. Fíknin er skelfileg og hún breytir fólki,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Hún og maður hennar, Bjarni Ákason, segjast hafa lent í vægast sagt óskemmtilegu atviki í gær þegar sonur Evu hafi gengið í skrokk á stjúpföður sínum, Bjarna, fyrir utan heimili þeirra. Fjölskyldan hefur gengið í gegn um mikið síðasta árið en síðasta sumar svipti Gísli Rúnar Jónsson, stjúpfaðir Evu Daggar, sig lífi. Hún segir að andlátið hafi reynst syni hennar erfitt og að hann hafi fallið í neyslu nokkrum mánuðum síðar eftir fimm ára edrúmennsku. Vildu pening frá Bjarna Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, rekur samskiptin sem hann átti við stjúpson sinn í gær í samtali við Vísi: „Hann byrjaði að hringja í mig þarna upp úr hádegi í gær með einhverjum félaga sínum,“ segir Bjarni. Stjúpsonurinn hafi hringt og farið að bulla upp sögur um að Bjarni skuldaði sér pening. „Þetta snerist allt um að sækja af mér einhvern pening með einhverju bulli. Ég bara skellti á hann, nenni ekki að hlusta á svona vitleysu,“ segir Bjarni. „Þá fer hann að hringja í móður sína og þetta stigmagnast með deginum; hann hringir og hringir og fer að senda mér skilaboð með hótunum.“ Verst að börnin hafi þurft að horfa upp á þetta Í eftirmiðdaginn hafi þeir félagar síðan mættir heim til Evu og Bjarna. Bjarni var þar fyrir utan húsið með börnum sínum og Evu. „Og þeir bara ganga í skrokk á mér. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona. Það sem mann svíður mest er að börn hafi þurft að horfa upp á þetta,“ segir Bjarni. Svona leit Bjarni út eftir líkamsárásina í gær.facebook/Bjarni ákason Hjónin hafa kært líkamsárásina til lögreglu og segja að mennirnir hafi verið handteknir í gær. Þeim verði þó sleppt úr haldi í dag. „Maður kærir og kærir en svo er þessum mönnum bara hleypt aftur í umferð. Þeir þurfa auðvitað næsta skammt og maður veit ekki hvað þeir gera þá. Dagurinn hjá þeim í þessari neyslu kostar einhvern 150 þúsund kall og þeir leita bara leiði til að fjármagna hann. Þetta í gær var ein leiðin,“ segir Bjarni. Hjónin hafa margsinnis áður kært son Evu fyrir þjófnað á heimili þeirra. Í gær gengu þau svo skrefinu lengra og fékk Eva nálgunarbann á son sinn. „Það er hræðilegt að þurfa að fá nálgunarbann á son sinn,“ segir Eva við Vísi. „En hann er bara ekki sonur minn núna. Ekki á meðan hann er í þessari neyslu. Þá þekkir maður ekki manninn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00 Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Fjölskyldan hefur gengið í gegn um mikið síðasta árið en síðasta sumar svipti Gísli Rúnar Jónsson, stjúpfaðir Evu Daggar, sig lífi. Hún segir að andlátið hafi reynst syni hennar erfitt og að hann hafi fallið í neyslu nokkrum mánuðum síðar eftir fimm ára edrúmennsku. Vildu pening frá Bjarna Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, rekur samskiptin sem hann átti við stjúpson sinn í gær í samtali við Vísi: „Hann byrjaði að hringja í mig þarna upp úr hádegi í gær með einhverjum félaga sínum,“ segir Bjarni. Stjúpsonurinn hafi hringt og farið að bulla upp sögur um að Bjarni skuldaði sér pening. „Þetta snerist allt um að sækja af mér einhvern pening með einhverju bulli. Ég bara skellti á hann, nenni ekki að hlusta á svona vitleysu,“ segir Bjarni. „Þá fer hann að hringja í móður sína og þetta stigmagnast með deginum; hann hringir og hringir og fer að senda mér skilaboð með hótunum.“ Verst að börnin hafi þurft að horfa upp á þetta Í eftirmiðdaginn hafi þeir félagar síðan mættir heim til Evu og Bjarna. Bjarni var þar fyrir utan húsið með börnum sínum og Evu. „Og þeir bara ganga í skrokk á mér. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona. Það sem mann svíður mest er að börn hafi þurft að horfa upp á þetta,“ segir Bjarni. Svona leit Bjarni út eftir líkamsárásina í gær.facebook/Bjarni ákason Hjónin hafa kært líkamsárásina til lögreglu og segja að mennirnir hafi verið handteknir í gær. Þeim verði þó sleppt úr haldi í dag. „Maður kærir og kærir en svo er þessum mönnum bara hleypt aftur í umferð. Þeir þurfa auðvitað næsta skammt og maður veit ekki hvað þeir gera þá. Dagurinn hjá þeim í þessari neyslu kostar einhvern 150 þúsund kall og þeir leita bara leiði til að fjármagna hann. Þetta í gær var ein leiðin,“ segir Bjarni. Hjónin hafa margsinnis áður kært son Evu fyrir þjófnað á heimili þeirra. Í gær gengu þau svo skrefinu lengra og fékk Eva nálgunarbann á son sinn. „Það er hræðilegt að þurfa að fá nálgunarbann á son sinn,“ segir Eva við Vísi. „En hann er bara ekki sonur minn núna. Ekki á meðan hann er í þessari neyslu. Þá þekkir maður ekki manninn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00 Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 12:00
Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48