Oftast eru vinsældir af hinu góða, en ekki alltaf Ole Anton Bieltvedt skrifar 12. júlí 2021 11:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur síðustu mánuði verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Fylgi manna við hana, hennar vinsældir, hafa náð til allt að 67% landsmanna. En, hvernig má það vera? Fylgi hennar eigin flokks er ekki nema 11,9%, skv. könnun MMR 6. júlí sl., og hafði þá hrapað úr 16,9% í síðustu kosningum, niður í þetta. Nánast þriðjungur fylgisins horfið. Fyllsta ástæða er til að velta því fyrir sér, hvað hér hefur gerzt. Flokkur forsætisráðherra í dúndrandi falli, en forsætisráðherra sjálfur í fínustu málum. Þessu þurfa menn, kjósendur 25. september, að velta fyrir sért. Kannske var svarið og skýringin akkúrat að koma, nú í nýrri skoðanakönnun Maskínu á vegum fréttastofu Sýnar. Niðurstaðan er, að 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknar- manna eru ánægðir með ríkisstjórnina, og þar með, eða sérstaklega, með forsætisráðherrann, á sama tíma og aðeins 29% af stuðningsmönnum hennar eigin flokks eru ánægðir með ríkisstjórnina, og, væntanlega þá um leið, með hana. 71% á móti. Í stjórnmálum myndast vinsældir og óvinsældir ekki aðeins af því, hvaða stefnumálum stjórnmálamenn og flokkar hafa, heldur, öllu fremur, af því, hvaða stefnu þeir fylgja í framkvæmd. Yfirleitt eru stjórnmálamenn sæmilega heilir og sjálfum sér samkvæmir í stjórnaraðstöðu, og njóta þeir þá fulls stuðnings síns flokks og sinna kjósenda. En, í öðrum tilvikum gefa stjórnmálamenn eftir sína eigin stefnu og beygja sig undir vilja og stefnumál annarra manna og flokka, kannske til að komast í ríkisstjórn og ráðherrastóla. Í gegnum valdaaðstöðuna hyggjast þeir svo væntanlega koma sinni stefnu nokkuð að. Sýna lit. Réttlæta alla vega eftirgjöfina með því. Sú staðreynd, að ríkisstjórnin og forsætisráðherra njóta stuðnings 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknarmanna, sýnir auðvitað og sannar, að þessi ríkisstjórn, undir forystu og forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hefur einmitt í öllum megin atriðum fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, á sama hátt og óánægja 71% af stuðningsmönnum Vinstri grænna sýnir, að ríkisstjórnin hefur einmitt ekki fylgt stefnu þess flokks, jafn kaldhæðnislegt og ömurlegt og það er. Hinar miklu vinsældir forsætisráðherra byggjast því augljóslega á fylgi og vinsældum meðal þeirra, sem ættu að vera pólitískir andstæðingar, en urðu, vegna undanlátssemi og stefnusvika forsætisráðherra, að fylgismönnum og samherjum. Fyrir undirrituðum, eru þetta einhverjar hörmulegustu vinsældir sem völ er á. Rétt er að tíunda hér nokkuð þau helztu stefnumál, sem Vinstri grænir þóttust hafa, vorir kosnir út á, og hvernig um þau fór: - Friðun hvala, þá einkum langreyðar, sem engin önnur þjóð í veröldinni leyfir veiðar á. Í stað friðunar, veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umfangmestu hvalveiðileyfi, sem sögur fara af; drepa mátti 2.130 dýr á tímabilinu 2019 til 2023. Það var reyndar sjávarútvegsráðherra, sem veitti þetta forkastanlega leyfi, en auðvitað ber forsætisráðherra ábyrgð á gjörðum allra sinna ráðherra, og verður að teljast af og frá, að þessi leyfisveiting hefði farið fram gegn einbeittum vilja forsætisráðherra. - „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“, eins og segir í stjórnarsáttmála. Vilji til að fylgja stefnu var greinilega til staðar í byrjun, en úr þessu grunnstefnumáli Vinstri grænna varð ekkert. Eftirgjöf og undanlátssemi virðist hér hafa tekið völd. - „Stórfellt átak í loftslagsmálum“. Þetta líka stóra baráttumál VG - kannske það stærsta, sem átti að vera – endaði í niðurstöðu, sem fyrir undirrituðum er nánast lágkúra; 1,4 milljarði skyldi varið til loftslagsverndar á ári í 5 ár. Þessi fjárhæð er innan við 0,2% af ríkisútgjöldunum, og miðað við verga þjóðarframleiðslu 0,07%. Það er langt frá því, að það sé eitthvað stórkostlegt við þessa ráðstöfun, en þessi árangur er einn örfárra, sem VG náði fram, sumir hefðu sagt með lítilli sæmd. - Endurskoða átti lög um vernd, friðun og veiðar villtra dýra. Þetta komst þó inn í stjórnarsáttmálann, en ekki lengra. Í framkvæmdinni datt botninn úr þessu líka. - Stjórnarskrána átti líka að endurskoða, en hér fóru mál á sama veg; forsætisráðherra sat upp i með eitthvert eigið frumvarp, sem lítils eða einskis stuðnings naut. Forsætisráðherra sætti sig við, að öllum þessum málum, sem þó hafði verið samið um, væri ýtt út af borðinu, þegar til kom og á reyndi. Þetta var allt í anda sjálfstæðismanna og Framsóknar, en gegn stefnu Vinstri grænna. Árangurinn liggur nú fyrir; forsætisráðherra nýtur mikill vinsælda með sjálfstæðismanna og Framsóknar, en lítilla meðal eigin flokksmanna. Augljóst er, að ekki eru allar vinsældir af hinu góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur síðustu mánuði verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Fylgi manna við hana, hennar vinsældir, hafa náð til allt að 67% landsmanna. En, hvernig má það vera? Fylgi hennar eigin flokks er ekki nema 11,9%, skv. könnun MMR 6. júlí sl., og hafði þá hrapað úr 16,9% í síðustu kosningum, niður í þetta. Nánast þriðjungur fylgisins horfið. Fyllsta ástæða er til að velta því fyrir sér, hvað hér hefur gerzt. Flokkur forsætisráðherra í dúndrandi falli, en forsætisráðherra sjálfur í fínustu málum. Þessu þurfa menn, kjósendur 25. september, að velta fyrir sért. Kannske var svarið og skýringin akkúrat að koma, nú í nýrri skoðanakönnun Maskínu á vegum fréttastofu Sýnar. Niðurstaðan er, að 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknar- manna eru ánægðir með ríkisstjórnina, og þar með, eða sérstaklega, með forsætisráðherrann, á sama tíma og aðeins 29% af stuðningsmönnum hennar eigin flokks eru ánægðir með ríkisstjórnina, og, væntanlega þá um leið, með hana. 71% á móti. Í stjórnmálum myndast vinsældir og óvinsældir ekki aðeins af því, hvaða stefnumálum stjórnmálamenn og flokkar hafa, heldur, öllu fremur, af því, hvaða stefnu þeir fylgja í framkvæmd. Yfirleitt eru stjórnmálamenn sæmilega heilir og sjálfum sér samkvæmir í stjórnaraðstöðu, og njóta þeir þá fulls stuðnings síns flokks og sinna kjósenda. En, í öðrum tilvikum gefa stjórnmálamenn eftir sína eigin stefnu og beygja sig undir vilja og stefnumál annarra manna og flokka, kannske til að komast í ríkisstjórn og ráðherrastóla. Í gegnum valdaaðstöðuna hyggjast þeir svo væntanlega koma sinni stefnu nokkuð að. Sýna lit. Réttlæta alla vega eftirgjöfina með því. Sú staðreynd, að ríkisstjórnin og forsætisráðherra njóta stuðnings 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknarmanna, sýnir auðvitað og sannar, að þessi ríkisstjórn, undir forystu og forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hefur einmitt í öllum megin atriðum fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, á sama hátt og óánægja 71% af stuðningsmönnum Vinstri grænna sýnir, að ríkisstjórnin hefur einmitt ekki fylgt stefnu þess flokks, jafn kaldhæðnislegt og ömurlegt og það er. Hinar miklu vinsældir forsætisráðherra byggjast því augljóslega á fylgi og vinsældum meðal þeirra, sem ættu að vera pólitískir andstæðingar, en urðu, vegna undanlátssemi og stefnusvika forsætisráðherra, að fylgismönnum og samherjum. Fyrir undirrituðum, eru þetta einhverjar hörmulegustu vinsældir sem völ er á. Rétt er að tíunda hér nokkuð þau helztu stefnumál, sem Vinstri grænir þóttust hafa, vorir kosnir út á, og hvernig um þau fór: - Friðun hvala, þá einkum langreyðar, sem engin önnur þjóð í veröldinni leyfir veiðar á. Í stað friðunar, veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umfangmestu hvalveiðileyfi, sem sögur fara af; drepa mátti 2.130 dýr á tímabilinu 2019 til 2023. Það var reyndar sjávarútvegsráðherra, sem veitti þetta forkastanlega leyfi, en auðvitað ber forsætisráðherra ábyrgð á gjörðum allra sinna ráðherra, og verður að teljast af og frá, að þessi leyfisveiting hefði farið fram gegn einbeittum vilja forsætisráðherra. - „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“, eins og segir í stjórnarsáttmála. Vilji til að fylgja stefnu var greinilega til staðar í byrjun, en úr þessu grunnstefnumáli Vinstri grænna varð ekkert. Eftirgjöf og undanlátssemi virðist hér hafa tekið völd. - „Stórfellt átak í loftslagsmálum“. Þetta líka stóra baráttumál VG - kannske það stærsta, sem átti að vera – endaði í niðurstöðu, sem fyrir undirrituðum er nánast lágkúra; 1,4 milljarði skyldi varið til loftslagsverndar á ári í 5 ár. Þessi fjárhæð er innan við 0,2% af ríkisútgjöldunum, og miðað við verga þjóðarframleiðslu 0,07%. Það er langt frá því, að það sé eitthvað stórkostlegt við þessa ráðstöfun, en þessi árangur er einn örfárra, sem VG náði fram, sumir hefðu sagt með lítilli sæmd. - Endurskoða átti lög um vernd, friðun og veiðar villtra dýra. Þetta komst þó inn í stjórnarsáttmálann, en ekki lengra. Í framkvæmdinni datt botninn úr þessu líka. - Stjórnarskrána átti líka að endurskoða, en hér fóru mál á sama veg; forsætisráðherra sat upp i með eitthvert eigið frumvarp, sem lítils eða einskis stuðnings naut. Forsætisráðherra sætti sig við, að öllum þessum málum, sem þó hafði verið samið um, væri ýtt út af borðinu, þegar til kom og á reyndi. Þetta var allt í anda sjálfstæðismanna og Framsóknar, en gegn stefnu Vinstri grænna. Árangurinn liggur nú fyrir; forsætisráðherra nýtur mikill vinsælda með sjálfstæðismanna og Framsóknar, en lítilla meðal eigin flokksmanna. Augljóst er, að ekki eru allar vinsældir af hinu góða.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun