Jones úr Sex Pistols syrgir tapið með tilfinningaþrungnum blús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2021 11:43 Jones birti myndband af sér spila tilfinningaþrunginn blús eftir tapið gegn Ítalíu í gær. Vísir/Getty Steve Jones, gítarleikari pönksveitarinnar Sex Pistols, syrgði tap Englendinga gegn Ítalíu á EM í gær eins og margir samlandar hans hafa líklega gert. Jones birti myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann spilar tilfinningaþrunginn blús á gítarinn inni á baðherbergi heima hjá sér. Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni háðu Ítalía og England einvígi á Wembley í gær í von um að tryggja sér sigur á Evrópumótinu í knattspyrnu 2020. Ítalir báru sigur úr bítum eftir spennandi leik í vítaspyrnukeppni. Von Englendinga um að „bikarinn kæmi heim“ eftir 55 ára bið er því á enda en þeir fá annað tækifæri til að sigra stórmót á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Englendingar sigruðu síðast stórmót árið 1966 þegar þeir höfðu betur gegn Vestur-Þýskalandi á Heimsmeistaramótinu sem haldið var á Englandi. Margir Englendingar hefðu líklega viljað að aðrir fótboltaáhugamenn brygðust við af sömu ró og Jones en ástandið var vægast sagt slæmt í Lundúnum í gær. Svekktar fótboltabullur leituðu á götur út og var meðal annars vegglistaverki af enska liðsmanninum Marcus Rashford, sem klúðraði vítaspyrnu, eyðilögð í nótt. Disgusting racial abuse of England players , yobs storming into Wembley and Leicester Sq trashed why would football want to come home to this anyway? pic.twitter.com/4ZTFdW85EY— Mark Austin (@markaustintv) July 12, 2021 Hálfgert ófremdarástand skapaðist fyrir utan Wembley leikvanginn fyrir leikinn í gær þar sem um hundrað æstir fótboltaáhugamenn ruddu sér leið í gegn um vegatálma og reyndu að ryðja sér inn á leikvanginn sjálfan. Engum þeirra tókst þó að koma sér inn á völlinn. Þá hafa fótboltabullur í Englandi verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð gegn Rashford, Jadon Sancho og unga leikmanninum Bukayo Saka. Þeir tóku allir þátt í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu en klúðruðu allir sínum skotum. EM 2020 í fótbolta England Ítalía Tengdar fréttir Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01 Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni háðu Ítalía og England einvígi á Wembley í gær í von um að tryggja sér sigur á Evrópumótinu í knattspyrnu 2020. Ítalir báru sigur úr bítum eftir spennandi leik í vítaspyrnukeppni. Von Englendinga um að „bikarinn kæmi heim“ eftir 55 ára bið er því á enda en þeir fá annað tækifæri til að sigra stórmót á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Englendingar sigruðu síðast stórmót árið 1966 þegar þeir höfðu betur gegn Vestur-Þýskalandi á Heimsmeistaramótinu sem haldið var á Englandi. Margir Englendingar hefðu líklega viljað að aðrir fótboltaáhugamenn brygðust við af sömu ró og Jones en ástandið var vægast sagt slæmt í Lundúnum í gær. Svekktar fótboltabullur leituðu á götur út og var meðal annars vegglistaverki af enska liðsmanninum Marcus Rashford, sem klúðraði vítaspyrnu, eyðilögð í nótt. Disgusting racial abuse of England players , yobs storming into Wembley and Leicester Sq trashed why would football want to come home to this anyway? pic.twitter.com/4ZTFdW85EY— Mark Austin (@markaustintv) July 12, 2021 Hálfgert ófremdarástand skapaðist fyrir utan Wembley leikvanginn fyrir leikinn í gær þar sem um hundrað æstir fótboltaáhugamenn ruddu sér leið í gegn um vegatálma og reyndu að ryðja sér inn á leikvanginn sjálfan. Engum þeirra tókst þó að koma sér inn á völlinn. Þá hafa fótboltabullur í Englandi verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð gegn Rashford, Jadon Sancho og unga leikmanninum Bukayo Saka. Þeir tóku allir þátt í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu en klúðruðu allir sínum skotum.
EM 2020 í fótbolta England Ítalía Tengdar fréttir Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01 Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01
Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45