Stuðningsmenn hylja skemmdarverk á mynd af Rashford Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2021 15:39 Íbúar og aðdáendur hafa hulið skemmdarverkin sem unnin voru á myndinni af Rashford. Getty/Christopher Furlong Stuðningsmenn fótboltakappans Marcus Rashford hafa tekið sig til og hulið andstyggileg skilaboð, sem máluð voru á veggmynd af honum, með fallegum skilaboðum. Svekktar fóboltabullur tóku sig til og krotuðu á myndina af honum í nótt, aðeins klukkutímum eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleik Englands gegn Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta. Rashford, sem er aðeins 23 ára gamall, var einn þriggja leikmanna Englands sem klúðraði vítaspyrnu í gær. Hinir tveir voru þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka, en þremenningarnir eru allir þeldökkir. Svekktir fótboltaáhugamenn fór fljótt að kalla að þeim ókvæðisorðum, bæði á vellinum og á netinu. Bullurnar hafa verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð. Þeim hefur meðal annars verið líkt við apa og fleira í jafn ósmekklegum dúr. Þessir sömu svekktu fótboltaáhugamenn héldu ekki að sér höndum þegar þeir sáu veggmyndina af Rashford í Withington í Manchester, og skrifuðu ókvæðisskilaboð til Rashfords. Íbúar í nágrenninu og aðdáendur Rashfords voru hins vegar snöggir að bregðast við og huldu skilaboðin ljótu. Í dag hefur síðan fjöldi flykkst að veggmyndinni og skilið eftir miða með fallegum skilaboðum, til dæmis „bróðir,“ „hetja“ og „við elskum þig.“ Fólk hefur skilið eftir falleg skilaboð við veggmyndina.Getty/Christopher Furlong Lögreglu var tilkynnt um skemmdarverkið rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og er rannsókn hafin á málinu. Lögregla sagði í tilkynningu að skemmdarverkið hafi verið „drifið af kynþáttafordómum.“ Rashford ólst upp í Withington hverfinu og var veggmyndin af honum máluð í nóvember á síðasta ári til heiðurs honum vegna framtaks hans til að tryggja börnum úr fátækum fjölskyldum nægan mat. Rashford hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja að ekkert barn á Bretlandi fari svangt að sofa og hefur meðal annars tekið höndum saman við góðgerðasamtökin FareShare, sem gefa hungruðum í landinu mat. Fótbolti England Kynþáttafordómar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Svekktar fóboltabullur tóku sig til og krotuðu á myndina af honum í nótt, aðeins klukkutímum eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleik Englands gegn Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta. Rashford, sem er aðeins 23 ára gamall, var einn þriggja leikmanna Englands sem klúðraði vítaspyrnu í gær. Hinir tveir voru þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka, en þremenningarnir eru allir þeldökkir. Svekktir fótboltaáhugamenn fór fljótt að kalla að þeim ókvæðisorðum, bæði á vellinum og á netinu. Bullurnar hafa verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð. Þeim hefur meðal annars verið líkt við apa og fleira í jafn ósmekklegum dúr. Þessir sömu svekktu fótboltaáhugamenn héldu ekki að sér höndum þegar þeir sáu veggmyndina af Rashford í Withington í Manchester, og skrifuðu ókvæðisskilaboð til Rashfords. Íbúar í nágrenninu og aðdáendur Rashfords voru hins vegar snöggir að bregðast við og huldu skilaboðin ljótu. Í dag hefur síðan fjöldi flykkst að veggmyndinni og skilið eftir miða með fallegum skilaboðum, til dæmis „bróðir,“ „hetja“ og „við elskum þig.“ Fólk hefur skilið eftir falleg skilaboð við veggmyndina.Getty/Christopher Furlong Lögreglu var tilkynnt um skemmdarverkið rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og er rannsókn hafin á málinu. Lögregla sagði í tilkynningu að skemmdarverkið hafi verið „drifið af kynþáttafordómum.“ Rashford ólst upp í Withington hverfinu og var veggmyndin af honum máluð í nóvember á síðasta ári til heiðurs honum vegna framtaks hans til að tryggja börnum úr fátækum fjölskyldum nægan mat. Rashford hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja að ekkert barn á Bretlandi fari svangt að sofa og hefur meðal annars tekið höndum saman við góðgerðasamtökin FareShare, sem gefa hungruðum í landinu mat.
Fótbolti England Kynþáttafordómar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45
Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið