„Þetta hefði getað farið mjög illa“ Snorri Másson skrifar 12. júlí 2021 17:37 Sundlaugin á Flúðum. Facebook Mikið lán var að vanur björgunarsveitarmaður var staddur í anddyri sundlaugarinnar á Flúðum síðdegis í gær, þegar piltur á grunnskólaaldri festist í kafi undir stiga sundlaugarinnar og missti að lokum meðvitund. Björgunarsveitarmaðurinn réðist strax í það ásamt starfsmönnum sundlaugarinnar og aðstandendum piltsins að losa hann undan stiganum og hóf í kjölfarið endurlífgun. Björgunarsveitarmaðurinn blés og starfsmaður laugarinnar hnoðaði og fljótlega náði barnið aftur meðvitund. Það dvaldi á sjúkrahúsi í nótt og líðan þess horfir til betri vegar. „Þetta hefði getað farið illa ef það hefðu ekki verið snör og rétt handtök þarna strax. Þá hefði þetta farið mjög illa,“ segir Pétur Guðmundsson, umsjónarmaður laugarinnar og forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum. Festist í „búri“ Stiginn sem pilturinn festist undir er hefðbundinn ryðfrír sundlaugarstigi sem nær niður á botn laugarinnar. Að sögn Péturs hafði hliðum stigans verið lokað báðum megin í öryggisskyni svo að ekki væri hægt að synda undir hann og jafnvel flækja hár sitt í tröppunum. Vandinn var hins vegar í þessu tilviki að barnið komst undir neðstu tröppuna að framanverðu og þar með var stiginn orðinn að lokuðu búri að sögn Péturs. „Aðstandendur piltsins voru með honum ofan í og þegar þetta gerðist gátu þau ekkert gert. Annar starfsmaður laugarinnar brást hratt við og henti sér út í og fljótlega var þjálfaður björgunarsveitarmaður úr Biskupstungum, sem var bara í anddyrinu að hengja upp plaköt, kominn út í líka. Í sameiningu ná þeir honum upp en það var eiginlega mikið lán að björgunarsveitarmaðurinn skyldi vera þarna,“ segir Pétur. Starfsfólkið hefði þó vitaskuld gengið í verkið án björgunarsveitarmannsins en miklu hafi skipt að hafa hann á staðnum. Foreldrar piltsins voru að sögn Péturs eðlilega slegnir. Honum skilst að líðan hans horfi nú til betri vegar, en hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi í gær. Sundlauginni var lokað um leið og atvikið átti sér stað og strax í morgun var stiginn fjarlægður úr lauginni til viðgerðar. Að sögn Péturs verður girt fyrir að annað eins endurtaki sig. Sundlaugar Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Björgunarsveitarmaðurinn réðist strax í það ásamt starfsmönnum sundlaugarinnar og aðstandendum piltsins að losa hann undan stiganum og hóf í kjölfarið endurlífgun. Björgunarsveitarmaðurinn blés og starfsmaður laugarinnar hnoðaði og fljótlega náði barnið aftur meðvitund. Það dvaldi á sjúkrahúsi í nótt og líðan þess horfir til betri vegar. „Þetta hefði getað farið illa ef það hefðu ekki verið snör og rétt handtök þarna strax. Þá hefði þetta farið mjög illa,“ segir Pétur Guðmundsson, umsjónarmaður laugarinnar og forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum. Festist í „búri“ Stiginn sem pilturinn festist undir er hefðbundinn ryðfrír sundlaugarstigi sem nær niður á botn laugarinnar. Að sögn Péturs hafði hliðum stigans verið lokað báðum megin í öryggisskyni svo að ekki væri hægt að synda undir hann og jafnvel flækja hár sitt í tröppunum. Vandinn var hins vegar í þessu tilviki að barnið komst undir neðstu tröppuna að framanverðu og þar með var stiginn orðinn að lokuðu búri að sögn Péturs. „Aðstandendur piltsins voru með honum ofan í og þegar þetta gerðist gátu þau ekkert gert. Annar starfsmaður laugarinnar brást hratt við og henti sér út í og fljótlega var þjálfaður björgunarsveitarmaður úr Biskupstungum, sem var bara í anddyrinu að hengja upp plaköt, kominn út í líka. Í sameiningu ná þeir honum upp en það var eiginlega mikið lán að björgunarsveitarmaðurinn skyldi vera þarna,“ segir Pétur. Starfsfólkið hefði þó vitaskuld gengið í verkið án björgunarsveitarmannsins en miklu hafi skipt að hafa hann á staðnum. Foreldrar piltsins voru að sögn Péturs eðlilega slegnir. Honum skilst að líðan hans horfi nú til betri vegar, en hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi í gær. Sundlauginni var lokað um leið og atvikið átti sér stað og strax í morgun var stiginn fjarlægður úr lauginni til viðgerðar. Að sögn Péturs verður girt fyrir að annað eins endurtaki sig.
Sundlaugar Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira