Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 09:01 Rio Ferdinand fannst Gareth Southgate vera of seinn að skipta inn á í úrslitaleik EM. getty/Robbie Jay Barratt Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum í fyrradag. Englendingar komust yfir strax á 2. mínútu með marki Lukes Shaw og léku vel í fyrri hálfleik. Í þeim seinni misstu þeir tökin á leiknum og Leonardo Bonucci jafnaði fyrir Ítali. Úrslitin réðust á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur, 3-2. Ferdinand segir að Southgate hafi verið of lengi að skipta inn á í úrslitaleiknum og Roberto Mancini, þjálfari ítalska liðsins, hafi einfaldlega skákað og mátað hann. „Mancini notaði hálfleikinn betur en Southgate. Þeir náðu heljartaki á leiknum og við vorum fastir inni á eigin vallarhelmingi,“ sagði Ferdinand. Hann vildi sjá ferska leikmenn koma inn á þegar Ítalir voru með yfirhöndina, til að reyna að breyta gangi mála. „Við höfum hrósað þjálfaranum í hástert fyrir breytingarnar sem hann gerði á mótinu, bæði á liðsskipan og leikkerfi, en í þessum leik klikkaði hann á því sviði. Þegar þeir skoruðu voru þeir með vindinn í bakið. Þá fannst mér, og það er auðvelt að vera vitur eftir á, hann eiga að skipta [Jack] Grealish, [Jadon] Sancho eða [Marcus] Rashford inn á,“ sagði Ferdinand. „Allt mótið höfum við talað um að okkar mesti styrkleiki sé breiddin í hópnum, að liðið veikist ekki við skiptingar og varamennirnir komi með eitthvað nýtt að borðinu en þeim var ekki leyft að gera það í stærsta leiknum. Þeir gerðu það í öllum öðrum leikjum en í stærsta leiknum virtist Southgate frjósa og hugsa: förum með þetta í vítakeppni og vonum það besta.“ Southgate hefur komið enska liðinu í undanúrslit á tveimur stórmótum í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu þess. Englendingar bíða hins vegar enn eftir sínum fyrsta sigri á stórmóti síðan 1966. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Mikið gagnrýndur en vill stýra enska liðinu í Katar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki í sínum plönum að hætta með enska landsliðið þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitaleik Evrópumótsins. 13. júlí 2021 07:01 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira
England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum í fyrradag. Englendingar komust yfir strax á 2. mínútu með marki Lukes Shaw og léku vel í fyrri hálfleik. Í þeim seinni misstu þeir tökin á leiknum og Leonardo Bonucci jafnaði fyrir Ítali. Úrslitin réðust á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur, 3-2. Ferdinand segir að Southgate hafi verið of lengi að skipta inn á í úrslitaleiknum og Roberto Mancini, þjálfari ítalska liðsins, hafi einfaldlega skákað og mátað hann. „Mancini notaði hálfleikinn betur en Southgate. Þeir náðu heljartaki á leiknum og við vorum fastir inni á eigin vallarhelmingi,“ sagði Ferdinand. Hann vildi sjá ferska leikmenn koma inn á þegar Ítalir voru með yfirhöndina, til að reyna að breyta gangi mála. „Við höfum hrósað þjálfaranum í hástert fyrir breytingarnar sem hann gerði á mótinu, bæði á liðsskipan og leikkerfi, en í þessum leik klikkaði hann á því sviði. Þegar þeir skoruðu voru þeir með vindinn í bakið. Þá fannst mér, og það er auðvelt að vera vitur eftir á, hann eiga að skipta [Jack] Grealish, [Jadon] Sancho eða [Marcus] Rashford inn á,“ sagði Ferdinand. „Allt mótið höfum við talað um að okkar mesti styrkleiki sé breiddin í hópnum, að liðið veikist ekki við skiptingar og varamennirnir komi með eitthvað nýtt að borðinu en þeim var ekki leyft að gera það í stærsta leiknum. Þeir gerðu það í öllum öðrum leikjum en í stærsta leiknum virtist Southgate frjósa og hugsa: förum með þetta í vítakeppni og vonum það besta.“ Southgate hefur komið enska liðinu í undanúrslit á tveimur stórmótum í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu þess. Englendingar bíða hins vegar enn eftir sínum fyrsta sigri á stórmóti síðan 1966. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Mikið gagnrýndur en vill stýra enska liðinu í Katar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki í sínum plönum að hætta með enska landsliðið þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitaleik Evrópumótsins. 13. júlí 2021 07:01 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira
Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02
Mikið gagnrýndur en vill stýra enska liðinu í Katar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki í sínum plönum að hætta með enska landsliðið þrátt fyrir vonbrigðin í úrslitaleik Evrópumótsins. 13. júlí 2021 07:01