Hin 23 ára gamla Rhodes hefur ekki fengið mörg tækifæri með Chicago-liðinu það sem af er tímabili. Hún ákvað því að halda á vit ævintýranna og koma til Íslands.
Rhodes er komin með leikheimild og gæti því verið í leikmannahópi Þróttar í stórleik morgundagsins er liðið fær FH í heimsókn í undanúrslitum bikarsins.
Ekki er langt síðan hinn 26 ára gamli Watts fór niður á eitt hné og bað Rhodes um að giftast sér. Hún játti því en virðist í kjölfarið hafa stokkið upp í flugvél og gengið til liðs við Þrótt Reykjavík hér á landi.
Watts er einn allra besti varnarmaður deildarinnar og hefur þrisvar sinnum tekið þátt í stjörnuleik NFL-deildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem unnusta NFL-leikmanns mætir hingað til lands að spila fótbolta eins og frægt er orðið lék Brittany Matthews - í dag eiginkona Patrick Mahomes, leikstjórnanda Kansas City Chiefs - með Aftureldingu sumarið 2017.
Rhodes lék við góðan orðstír með liði Wisconsin-háskólans í Bandaríkjunum. Alls lék hún 85 leiki fyrir Wisconsin Greifingjana og skoraði í þeim 38 mörk.
Þróttur er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins ásamt því að sitja í 4. sæti Pepsi Max deildarinnar, sex stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sæti.

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.