ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Eiður Þór Árnason skrifar 16. júlí 2021 07:45 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS og Sante. Facebook Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en samkvæmt bréfum sem blaðið hefur undir höndum hafa kærur einnig verið lagðar fram gagnvart Bjórlandi ehf., Brugghúsinu Steðja ehf. og eigendum fyrirtækjanna. Arnar Sigurðsson, eigandi Santewines SAS og Sante ehf., rekur netverslun með áfengi sem er með lager á Íslandi. Það vakti nokkra athygli í maí þegar Sante hóf að selja vín á vefsíðu sinni og bjóða upp á skjóta heimsendingu. ÁTVR gaf út skömmu síðar að unnið væri að því að fá lögbann á starfsemina þar sem um væri að ræða skýrt brot á einkaleyfi ÁTVR til að selja og afhenda áfengi í smásölu. Arnar hefur alla tíð haldið því fram að fyrirkomulag vefverslunarinnar rúmist innan ramma laganna þar sem viðskiptavinir eigi í viðskiptum við franska fyrirtækið. Einstaklingum er heimilt að kaupa áfengi í erlendum vefverslunum en forsvarsmenn ÁTVR telja að rekstur Sante brjóti gegn lögum. ÁTVR kallar eftir rannsókn á starfsemi vefverslunarinnar Sante. Vísir/Vilhelm Fara fram á fangelsisrefsingu Í kæru til lögreglu er kallað eftir rannsókn á meintum brotum Arnars og sagt að viðskiptin sem franska félagið Santewines SAS bjóði upp á sé „augljós málamyndagjörningur.“ Vínið sem selt sé til neytenda sé flutt inn af hinu íslenska Sante ehf. en svo selt áfram til Santewines SAS sem selji það svo áfram í gegnum verslun sína á netinu. Í millitíðinni flytjist vínin hins vegar ekki milli landa og séu vistuð á sama lagernum sem staðsettur er hér á landi. „Ljóst er að ef um raunverulega sölu Sante ehf. úr landi væri að ræða þá þyrfti franska félagið að flytja áfengið inn að nýju áður en það yrði selt hér í smásölu,“ segir í kæru ÁTVR sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Brotin varða sektum eða fangelsi að mati ÁTVR. Í bréfi ÁTVR til Skattsins segir að franska félagið hafi hvorki íslenska kennitölu né virðisaukaskattsnúmer. Ellefu prósent virðisaukaskattur sé lagður á vörur en félagið hafi enga heimild til að innheimta virðisaukaskatt hér á landi. Á heimasíðu Sante er gefið upp virðisaukaskattsnúmerið 140848 sem er skráð á persónulega kennitölu Arnars. ÁTVR heldur því fram í bréfinu að „ekkert bendi til þess“ að franska félagið greiði raunverulega skatta og skyldur af áfenginu. Áfengi og tóbak Lögreglumál Skattar og tollar Tengdar fréttir ÁTVR ætlar að kæra vínkaupmann til lögreglu Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur hafið undirbúning að beiðni um lögbann á vefverslunum með áfengi hér á landi, sem ekki eru á vegum ríkisverslunarinnar. 17. maí 2021 11:47 Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17 Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en samkvæmt bréfum sem blaðið hefur undir höndum hafa kærur einnig verið lagðar fram gagnvart Bjórlandi ehf., Brugghúsinu Steðja ehf. og eigendum fyrirtækjanna. Arnar Sigurðsson, eigandi Santewines SAS og Sante ehf., rekur netverslun með áfengi sem er með lager á Íslandi. Það vakti nokkra athygli í maí þegar Sante hóf að selja vín á vefsíðu sinni og bjóða upp á skjóta heimsendingu. ÁTVR gaf út skömmu síðar að unnið væri að því að fá lögbann á starfsemina þar sem um væri að ræða skýrt brot á einkaleyfi ÁTVR til að selja og afhenda áfengi í smásölu. Arnar hefur alla tíð haldið því fram að fyrirkomulag vefverslunarinnar rúmist innan ramma laganna þar sem viðskiptavinir eigi í viðskiptum við franska fyrirtækið. Einstaklingum er heimilt að kaupa áfengi í erlendum vefverslunum en forsvarsmenn ÁTVR telja að rekstur Sante brjóti gegn lögum. ÁTVR kallar eftir rannsókn á starfsemi vefverslunarinnar Sante. Vísir/Vilhelm Fara fram á fangelsisrefsingu Í kæru til lögreglu er kallað eftir rannsókn á meintum brotum Arnars og sagt að viðskiptin sem franska félagið Santewines SAS bjóði upp á sé „augljós málamyndagjörningur.“ Vínið sem selt sé til neytenda sé flutt inn af hinu íslenska Sante ehf. en svo selt áfram til Santewines SAS sem selji það svo áfram í gegnum verslun sína á netinu. Í millitíðinni flytjist vínin hins vegar ekki milli landa og séu vistuð á sama lagernum sem staðsettur er hér á landi. „Ljóst er að ef um raunverulega sölu Sante ehf. úr landi væri að ræða þá þyrfti franska félagið að flytja áfengið inn að nýju áður en það yrði selt hér í smásölu,“ segir í kæru ÁTVR sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Brotin varða sektum eða fangelsi að mati ÁTVR. Í bréfi ÁTVR til Skattsins segir að franska félagið hafi hvorki íslenska kennitölu né virðisaukaskattsnúmer. Ellefu prósent virðisaukaskattur sé lagður á vörur en félagið hafi enga heimild til að innheimta virðisaukaskatt hér á landi. Á heimasíðu Sante er gefið upp virðisaukaskattsnúmerið 140848 sem er skráð á persónulega kennitölu Arnars. ÁTVR heldur því fram í bréfinu að „ekkert bendi til þess“ að franska félagið greiði raunverulega skatta og skyldur af áfenginu.
Áfengi og tóbak Lögreglumál Skattar og tollar Tengdar fréttir ÁTVR ætlar að kæra vínkaupmann til lögreglu Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur hafið undirbúning að beiðni um lögbann á vefverslunum með áfengi hér á landi, sem ekki eru á vegum ríkisverslunarinnar. 17. maí 2021 11:47 Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17 Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
ÁTVR ætlar að kæra vínkaupmann til lögreglu Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur hafið undirbúning að beiðni um lögbann á vefverslunum með áfengi hér á landi, sem ekki eru á vegum ríkisverslunarinnar. 17. maí 2021 11:47
Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17
Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38