Meirihluti falsfrétta um Covid-19 komi frá tólf einstaklingum Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2021 10:03 Mikið er um upplýsingaóreiðu um bólusetningar á miðlum Facebook. Getty/Hakan Nural Mikill meirihluti falsfrétta og hræðsluáróðurs um bólusetningar á samfélagsmiðlum vestanhafs er runninn undan rifjum einungis tólf einstaklinga. Þetta segir í nýrri skýrslu Center for Countering Digital Hate, samtaka sem berjast gegn stafrænu hatri. Center for Countering Digital Hate, eða CCDH, kalla hópinn „disinformation dozen“ eða upplýsingaóreiðutólfmenningana. Samtökin segja hópinn vera með 59 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, þar af langflesta á Facebook. Samkvæmt greiningu CCDH á yfir 800 þúsund færslum, sem flokka mætti sem falsfréttir um Covid-19 á samfélagsmiðlum, komu 65 prósent þeirra frá tólfmenningunum. Á Facebook er hlutfallið 73 prósent. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vivek Murphy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sögðu í fyrradag að eini faraldurinn sem Bandaríkin væru að glíma við væri faraldur óbólusettra. Þeir kenndu jafnframt samfélagsmiðlum um það hversu margir eru enn óbólusettir. Meðal tólfmenningana eru læknar, líkamsræktarkappi, heilsubloggari, ofsatrúarmaður og Robert F. Kennedy yngri, bróðursonur Johns F. Kennedy. Kennedy hefur verið mikill andstæðingur bólusetninga af öllu tagi í áraraðir. Fylgja ekki eigin reglum „Facebook, Google og Twitter hafa sett regluverk til að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um bóluefni. Hingað til hefur ekkert þeirra framfylgt eigin reglum á fullnægandi hátt,“ segir Imran Ahmed, forstjóri CCDH, í skýrslunni. „Þau hafa öll verið sérstaklega óvirk í að fjarlægja skemmandi og hættulega upplýsingaóreiðu um bóluefni,“ bætir hann við. Samfélagsmiðlar hafa stigið skref í rétta átt að því að koma í veg fyrir miðlun upplýsingaóreiðu, einn þeirra hefur fjarlægt aðganga þriggja tólfmenninganna en CCDH segir þau ekki gera nóg. Samtökin hafa kallað eftir því að allir helstu samfélagsmiðlar hætti að gefa hópnum vettvang til að dreifa upplýsingaóreiðu. „Þar sem miklum meirihluta falsfrétta er dreift af þessum tólf einstaklingum, myndi verulega draga úr dreifingu upplýsingaóreiðu á miðlunum ef þessum nokkru aðgöngum yrði eytt,“ segir í skýrslu CCDH. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Center for Countering Digital Hate, eða CCDH, kalla hópinn „disinformation dozen“ eða upplýsingaóreiðutólfmenningana. Samtökin segja hópinn vera með 59 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, þar af langflesta á Facebook. Samkvæmt greiningu CCDH á yfir 800 þúsund færslum, sem flokka mætti sem falsfréttir um Covid-19 á samfélagsmiðlum, komu 65 prósent þeirra frá tólfmenningunum. Á Facebook er hlutfallið 73 prósent. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vivek Murphy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sögðu í fyrradag að eini faraldurinn sem Bandaríkin væru að glíma við væri faraldur óbólusettra. Þeir kenndu jafnframt samfélagsmiðlum um það hversu margir eru enn óbólusettir. Meðal tólfmenningana eru læknar, líkamsræktarkappi, heilsubloggari, ofsatrúarmaður og Robert F. Kennedy yngri, bróðursonur Johns F. Kennedy. Kennedy hefur verið mikill andstæðingur bólusetninga af öllu tagi í áraraðir. Fylgja ekki eigin reglum „Facebook, Google og Twitter hafa sett regluverk til að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um bóluefni. Hingað til hefur ekkert þeirra framfylgt eigin reglum á fullnægandi hátt,“ segir Imran Ahmed, forstjóri CCDH, í skýrslunni. „Þau hafa öll verið sérstaklega óvirk í að fjarlægja skemmandi og hættulega upplýsingaóreiðu um bóluefni,“ bætir hann við. Samfélagsmiðlar hafa stigið skref í rétta átt að því að koma í veg fyrir miðlun upplýsingaóreiðu, einn þeirra hefur fjarlægt aðganga þriggja tólfmenninganna en CCDH segir þau ekki gera nóg. Samtökin hafa kallað eftir því að allir helstu samfélagsmiðlar hætti að gefa hópnum vettvang til að dreifa upplýsingaóreiðu. „Þar sem miklum meirihluta falsfrétta er dreift af þessum tólf einstaklingum, myndi verulega draga úr dreifingu upplýsingaóreiðu á miðlunum ef þessum nokkru aðgöngum yrði eytt,“ segir í skýrslu CCDH.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira