Keflavíkurflugvöllur að nálgast þolmörk Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2021 13:32 Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir flugvöllinn að nálgast þolmörk. Suma daga þurfi lögregla á flugvellinum að taka á móti þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma. Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Raðir hófu að myndast fyrir klukkan fimm en þá voru enn um þrír tímar í að flestar flugvélar legðu af stað. 47 flugvélar eru á áætlun frá vellinum í dag. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að eftir sem áður séu það kröfur um ýmis vottorð vegna kórónuveirufaraldursins sem tefji innritun á flugvellinum. „Flugfélögin hafa biðlað til farþega að mæta fyrr á morgnana og öryggisleitin hefur opnað fyrr á morgnana. Þannig að það er verið að reyna að lengja þann tíma sem verið er að taka á móti farþegum í innritun til að minnka raðirnar. En farþegar eru flestir að mæta á svipuðum tíma sem gerir það að verkum í brottför að þaðmyndast miklar raðir,“ segir Arngrímur. Þá verður einnig mikið að gera í komusal Leifsstöðvar en 48 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag. Sóttvarnalæknir hefur boðað hertar aðgerðir á landamærum og sagt kröfu um neikvætt PCR-próf við komu til landsins koma til greina. „Það er náttúrulega í höndum sóttvarnalæknis að taka ákvarðanir á landamærum en hins vegar er það nokkuð ljóst að þau leka,“ segir Arngrímur. „Þó að farþegar sem eru bólusetir þurfi að framvísa PCR-vottorðum, í sjálfu sér tefur það ekki mikil fyrir afgreiðslunni hjá okkur. Þannig að nei, það myndi ekki hafa nein veruleg áhrif á okkur.“ Alveg á grensunni suma daga Heilt yfir hafi gengið vel að taka á móti auknum ferðamannastraumi á flugvellinum. Eins og staðan er núna sé flugvöllurinn þó að nálgast þolmörk. „En við erum með þessa stóru daga í hverri viku þar sem mikill fjöldi farþega kemur til landsins á sama tíma. Og það er ljóst að einhverja daga í viku, sérstaklega í eftirmiðdaginn, þá myndast raðir í flugstöðinni því það er stutt á milli flugvéla og mikill fjöldi. Við erum kannski að taka á móti hátt í þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma,“ segir Arngrímur. „En við erum kannski komin ansi nálægt toppnum. Og þetta eru ákveðnir dagar í hverri viku sem eru algjörlega á þolmörkum hjá okkur öllum sem starfa á flugvellinum. Þannig að það þyrfti þá að breyta með einhverjum hætti aðstöðu varðandi vottorð og fleira til að auka afköstin. En suma daga erum við alveg á grensunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Raðir hófu að myndast fyrir klukkan fimm en þá voru enn um þrír tímar í að flestar flugvélar legðu af stað. 47 flugvélar eru á áætlun frá vellinum í dag. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að eftir sem áður séu það kröfur um ýmis vottorð vegna kórónuveirufaraldursins sem tefji innritun á flugvellinum. „Flugfélögin hafa biðlað til farþega að mæta fyrr á morgnana og öryggisleitin hefur opnað fyrr á morgnana. Þannig að það er verið að reyna að lengja þann tíma sem verið er að taka á móti farþegum í innritun til að minnka raðirnar. En farþegar eru flestir að mæta á svipuðum tíma sem gerir það að verkum í brottför að þaðmyndast miklar raðir,“ segir Arngrímur. Þá verður einnig mikið að gera í komusal Leifsstöðvar en 48 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag. Sóttvarnalæknir hefur boðað hertar aðgerðir á landamærum og sagt kröfu um neikvætt PCR-próf við komu til landsins koma til greina. „Það er náttúrulega í höndum sóttvarnalæknis að taka ákvarðanir á landamærum en hins vegar er það nokkuð ljóst að þau leka,“ segir Arngrímur. „Þó að farþegar sem eru bólusetir þurfi að framvísa PCR-vottorðum, í sjálfu sér tefur það ekki mikil fyrir afgreiðslunni hjá okkur. Þannig að nei, það myndi ekki hafa nein veruleg áhrif á okkur.“ Alveg á grensunni suma daga Heilt yfir hafi gengið vel að taka á móti auknum ferðamannastraumi á flugvellinum. Eins og staðan er núna sé flugvöllurinn þó að nálgast þolmörk. „En við erum með þessa stóru daga í hverri viku þar sem mikill fjöldi farþega kemur til landsins á sama tíma. Og það er ljóst að einhverja daga í viku, sérstaklega í eftirmiðdaginn, þá myndast raðir í flugstöðinni því það er stutt á milli flugvéla og mikill fjöldi. Við erum kannski að taka á móti hátt í þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma,“ segir Arngrímur. „En við erum kannski komin ansi nálægt toppnum. Og þetta eru ákveðnir dagar í hverri viku sem eru algjörlega á þolmörkum hjá okkur öllum sem starfa á flugvellinum. Þannig að það þyrfti þá að breyta með einhverjum hætti aðstöðu varðandi vottorð og fleira til að auka afköstin. En suma daga erum við alveg á grensunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira