Markmiðið er ekki að vernda blygðunarkennd ferðamanna Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2021 13:53 Diljá Sigurðardóttir og Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Aðsend/Vísir/Egill Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon segir miklar umræður hafa átt sér stað innan fyrirtækisins eftir að ungri konu var vísað upp úr lóninu fyrir að vera bera að ofan í gær. Hún hefur óskað eftir lögfræðiaðstoð. Í gær var Diljá Sigurðardóttur vísað upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir margt ekki standast í frásögn Diljár, til að mynda sé ekki rétt að náð hafi verið í framkvæmdastjóra þar sem Dagný er í sumarfríi úti á landi með fjölskyldu sinni. Dagný segir þó að atvikið hafi verið rætt mikið innan fyrirtækisins og verið sé að fara yfir allar reglur, sér í lagi hvort krafa um að konur hylji brjóst sín standist lög. Hún segir regluna til staðar til að tryggja að öllum gestum, hvaðan sem er að úr heiminum, líði vel í lóninu. Lögfræðingur er kominn í málið Dagný segist þegar hafa farið lauslega yfir málið með lögfræðingi en hún segist vilja fá því slegið algjörlega á fast hvort lónið mismuni gestum sínum eftir kyni. „Það er alls ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir hún. Þá verður farið yfir reglur um baðföt í samráði við lögfræðing sem mun kynna sér allar lagalegar hliðar málsins. Vænta má að nýleg lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna muni vega þar þungt á metum. Dagný segir að sama hver ákvörðunin verði varðandi reglur um klæðaburð gesta verði skilmálar fyrirtækisins gerðir skýrari. Diljá sagði einmitt í samtali við fréttastofu í gær að hún hefði lesið skilmála Sky Lagoon í þaula áður en hún ákvað að fara ber að ofan í lónið. Ekkert hafi komið fram þar sem skyldaði konur til hylja brjóst sín. Dagný segir að reglum um baðfatnað kvenna sé ekki ætlað að vernda blygðunarkennd erlendra ferðamanna. Ætlunin hafi verið að feta hinn gullna meðalveg milli hefða og annarra sjónarmiða. „Það er bara áhættuminni ákvörðun og við tókum þá ákvörðun á sínum tíma. Svo þurfum við bara að sjá hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki,“ segir Dagný. Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í gær var Diljá Sigurðardóttur vísað upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir margt ekki standast í frásögn Diljár, til að mynda sé ekki rétt að náð hafi verið í framkvæmdastjóra þar sem Dagný er í sumarfríi úti á landi með fjölskyldu sinni. Dagný segir þó að atvikið hafi verið rætt mikið innan fyrirtækisins og verið sé að fara yfir allar reglur, sér í lagi hvort krafa um að konur hylji brjóst sín standist lög. Hún segir regluna til staðar til að tryggja að öllum gestum, hvaðan sem er að úr heiminum, líði vel í lóninu. Lögfræðingur er kominn í málið Dagný segist þegar hafa farið lauslega yfir málið með lögfræðingi en hún segist vilja fá því slegið algjörlega á fast hvort lónið mismuni gestum sínum eftir kyni. „Það er alls ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir hún. Þá verður farið yfir reglur um baðföt í samráði við lögfræðing sem mun kynna sér allar lagalegar hliðar málsins. Vænta má að nýleg lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna muni vega þar þungt á metum. Dagný segir að sama hver ákvörðunin verði varðandi reglur um klæðaburð gesta verði skilmálar fyrirtækisins gerðir skýrari. Diljá sagði einmitt í samtali við fréttastofu í gær að hún hefði lesið skilmála Sky Lagoon í þaula áður en hún ákvað að fara ber að ofan í lónið. Ekkert hafi komið fram þar sem skyldaði konur til hylja brjóst sín. Dagný segir að reglum um baðfatnað kvenna sé ekki ætlað að vernda blygðunarkennd erlendra ferðamanna. Ætlunin hafi verið að feta hinn gullna meðalveg milli hefða og annarra sjónarmiða. „Það er bara áhættuminni ákvörðun og við tókum þá ákvörðun á sínum tíma. Svo þurfum við bara að sjá hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki,“ segir Dagný.
Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira