Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2021 13:22 Ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO selur njósnaforritið Pegasus. Jack Guez/Getty Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum, þar á meðal The Guardian, hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Samstarfsverkefnið hefur fengið nafnið the Pegasus Project eða Pegasus verkefnið. Pegasus er forrit sem ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO Group selur stjórnvöldum um allan heim. Forritið gerir stjórnvöldum kleift að nálgast upplýsingar úr farsímum fólks og jafn vel kveikja á hljóðnema og myndavél síma. Fyrirtækið segir forritið einungis ætlað sem verkfæri í baráttu gegn glæpum og hryðjuverkum. Þá segist fyrirtækið einungis selja forritið ríkjum sem virða mannréttindi þegna sinna. 50 þúsund símar mögulega sýktir af búnaðinum Í gagnaleka sem barst til franska blaðamennskufélagsins Forbidden Stories og Amnesty International var að finna lista yfir rúmlega fimmtíu þúsund símanúmer sem höfðu verið notuð af Pegasus. Minnst fimmtíu símanúmer á listanum tengjast Andrés Manúel López Obrador, forseta Mexíkó. Talið er að njósnað hafi verið um konu, börn, aðstoðarmenn og jafn vel lækna forsetans þegar hann var enn í stjórnarandstöðu. Símanúmer Rahúls Gandhí, helsta stjórnmálaandstæðings Nerendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á listanum, Stjórnarandstæðingar á Indlandi hafa sakað stjórnvöld um að vera sek um umfangsmiklar njósnir. „Ef þessar upplýsingar eru réttar er umfang og eðli eftirlitsins meira en árás á frelsi einstaklinga. Það er árás á lýðræðislegar stoðir landsins okkar. Það þarf að rannsaka þetta í þaula og bera kennsl á þá sem bera ábyrgð og refsa þeim.“ segir Gandhi. Carine Kanimba er ein þeirra sem fylgst hefur verið með með Pegasus. Hún er dóttir Paul Rusesabagina, aðgerðasinnans frá Rúanda sem bjargaði rúmlega þúsund flóttamönnum í þjóðarmorðinu í Rúanda. Hann er nú fangi Rúanskra yfirvalda. Lekinn hefur haft víðtæk áhrif á efnahagslífið Hlutabréfaverð í Apple hefur fallið um 2,4 prósent í dag þar sem fjárfestar óttast að Pegasus geti tekið yfir nýjustu útgáfu Iphone síma. Apple segir að fyrirtækið sé leiðandi á markaði í öryggismálum og að símar þess séu öruggustu símar sem neytendur geta keypt. Þá hefur Amazon hætt öllum viðskiptum við NSO en Amazon hýsti starfsemi fyrirtækisins á netþjónum sínum. Snowden fordæmir njósnirnar Uppljóstrarinn Edward Snowden segist óttast að Pegasus sé svo öflugt, og njósnabúnaður eins og það svo hættulegur, að banna ætti sölu á því á alþjóðavísu. „Ef þeir eru búnir að finna leið til að hakka einn Iphone, geta þeir hakkað þá alla,“ segir Snowden. Hann heldur því fram að njósnabúnað ætti að fara með á sama hátt og kjarnorkuvopn. Verulega eigi að hamla viðskipti með hann. Ísrael Tölvuárásir Mexíkó Indland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum, þar á meðal The Guardian, hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Samstarfsverkefnið hefur fengið nafnið the Pegasus Project eða Pegasus verkefnið. Pegasus er forrit sem ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO Group selur stjórnvöldum um allan heim. Forritið gerir stjórnvöldum kleift að nálgast upplýsingar úr farsímum fólks og jafn vel kveikja á hljóðnema og myndavél síma. Fyrirtækið segir forritið einungis ætlað sem verkfæri í baráttu gegn glæpum og hryðjuverkum. Þá segist fyrirtækið einungis selja forritið ríkjum sem virða mannréttindi þegna sinna. 50 þúsund símar mögulega sýktir af búnaðinum Í gagnaleka sem barst til franska blaðamennskufélagsins Forbidden Stories og Amnesty International var að finna lista yfir rúmlega fimmtíu þúsund símanúmer sem höfðu verið notuð af Pegasus. Minnst fimmtíu símanúmer á listanum tengjast Andrés Manúel López Obrador, forseta Mexíkó. Talið er að njósnað hafi verið um konu, börn, aðstoðarmenn og jafn vel lækna forsetans þegar hann var enn í stjórnarandstöðu. Símanúmer Rahúls Gandhí, helsta stjórnmálaandstæðings Nerendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á listanum, Stjórnarandstæðingar á Indlandi hafa sakað stjórnvöld um að vera sek um umfangsmiklar njósnir. „Ef þessar upplýsingar eru réttar er umfang og eðli eftirlitsins meira en árás á frelsi einstaklinga. Það er árás á lýðræðislegar stoðir landsins okkar. Það þarf að rannsaka þetta í þaula og bera kennsl á þá sem bera ábyrgð og refsa þeim.“ segir Gandhi. Carine Kanimba er ein þeirra sem fylgst hefur verið með með Pegasus. Hún er dóttir Paul Rusesabagina, aðgerðasinnans frá Rúanda sem bjargaði rúmlega þúsund flóttamönnum í þjóðarmorðinu í Rúanda. Hann er nú fangi Rúanskra yfirvalda. Lekinn hefur haft víðtæk áhrif á efnahagslífið Hlutabréfaverð í Apple hefur fallið um 2,4 prósent í dag þar sem fjárfestar óttast að Pegasus geti tekið yfir nýjustu útgáfu Iphone síma. Apple segir að fyrirtækið sé leiðandi á markaði í öryggismálum og að símar þess séu öruggustu símar sem neytendur geta keypt. Þá hefur Amazon hætt öllum viðskiptum við NSO en Amazon hýsti starfsemi fyrirtækisins á netþjónum sínum. Snowden fordæmir njósnirnar Uppljóstrarinn Edward Snowden segist óttast að Pegasus sé svo öflugt, og njósnabúnaður eins og það svo hættulegur, að banna ætti sölu á því á alþjóðavísu. „Ef þeir eru búnir að finna leið til að hakka einn Iphone, geta þeir hakkað þá alla,“ segir Snowden. Hann heldur því fram að njósnabúnað ætti að fara með á sama hátt og kjarnorkuvopn. Verulega eigi að hamla viðskipti með hann.
Ísrael Tölvuárásir Mexíkó Indland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25