Í fréttinni segir að Shaw hafi brotnað í 16-liða úrslitum en klárað mótið með enska liðinu þrátt fyrir meiðslin.
Luke Shaw played for England at the Euros with broken ribs / @mcgrathmike https://t.co/6ViTxI7s3u
— Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 20, 2021
Hann spilaði 65 mínútur gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum og lagði upp tvö mörk og spilaði svo 120 mínútur í undanúrslitum gegn Danmörku sem og í úrslitaleiknum gegn Ítalíu þar sem hann skoraði eina mark Englands áður en farið var í vítaspyrnukeppni.
Ole Gunnar Solskjær – þjálfari Manchester United - vildi fá leikmanninn strax til meðhöndlunar hjá félaginu en Shaw fór í frí til Grikklands ásamt nokkrum liðsfélögum sínum í enska landsliðinu.
Hann er enn í fríi en Man Utd hefur þegar hafið undirbúning sinn fyrir komandi leiktíð.
Shaw mun því eflaust miss af fyrstu leikjum tímabilsins en Man United reiknar með því að Marcus Rashford verði einnig frá í upphafi móts þar sem hann er að öllum líkindum á leið í aðgerð á öxl þó að Solskjær segi enn allt óvíst í þeim efnum.