Kvenfyrirlitningin liggur víða í laumi Erna Bjarnadóttir skrifar 21. júlí 2021 11:00 Undanfarna daga hafa konum sem fóru í rannsóknir/skimun fyrir leghálskrabbameini fyrr á árinu, borist svör með niðurstöðum. Það á bæði við konur sem eru án einkenna um sjúkdóminn og þær sem þurfa frekari rannsóknir eða meðferð. En nú ber svo við að síðartaldi hópurinn átti alls ekki að fá þetta sem rafrænt bréf án aðgátar í nærveru sálar. Einvörðungu átti að senda út upplýsingar um eðlilegar niðurstöður. Þegar þetta er skrifað er ekki komin frétt um málið á heimasíðu Heilsugæslunnar þó ljóst megi vera að menn þar á bæ séu meðvitaðir um þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Hvað varð um þessa þarfagreiningu sem forstjóri HH upplýsti að væri að hefjast í byrjun júní (nei það átti ekki að vera komma hérna). Fjöldi kvenna er skilinn eftir í óvissu og nánast uppnámi. Enginn talar við þær. Þær sem hafa átt samskipti við LSH vegna frekari rannsókna segja líka að þar sé engin forgangsröðun, allt meira og minna lokað vegna sumarleyfa og engar nýjar bókanir fyrr en í ágúst. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ er nánast orðinn jafningafræðsla og sjálfshjálparhópur þeirra sem hafa rekist hér á risastóran vegg. Vegg sem ekki fara yfir faglegar upplýsingar til notenda þjónustunnar, vegg sem ábyrgðaraðilar fela sig á bak við, vegg sem virðist líka vera hljóðeinangraður og skellt er skollaeyrum við ákalli kvenna og aðstandenda þeirra um að þjónustan verði færð til nútíma horfs. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra, hvenær er nóg, nóg? Það ber fólk ábyrgð á þessu allsherjar klúðri. Sjúkdómar fara ekki í sumarleyfi, kvíði og áhyggjur ekki heldur. Þetta ástand kemur niður á hundruðum ef ekki þúsundum fjölskyldna. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ hefur haldið sig við að vera málefnalegur og benda á alvarlega stöðu, öryggi, gæði og mannvirðing eru okkar einkunnarorð. En stjórnvöld geta ekki einu sinni farið eftir þeirri gullnu reglu að „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Krafan er skýr, komið þessum málum í lag og sýnið notendum þjónustunnar lágmarks virðingu. Höfundur er stofnandi Facebookhópsins „Aðför að heilsu kvenna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa konum sem fóru í rannsóknir/skimun fyrir leghálskrabbameini fyrr á árinu, borist svör með niðurstöðum. Það á bæði við konur sem eru án einkenna um sjúkdóminn og þær sem þurfa frekari rannsóknir eða meðferð. En nú ber svo við að síðartaldi hópurinn átti alls ekki að fá þetta sem rafrænt bréf án aðgátar í nærveru sálar. Einvörðungu átti að senda út upplýsingar um eðlilegar niðurstöður. Þegar þetta er skrifað er ekki komin frétt um málið á heimasíðu Heilsugæslunnar þó ljóst megi vera að menn þar á bæ séu meðvitaðir um þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Hvað varð um þessa þarfagreiningu sem forstjóri HH upplýsti að væri að hefjast í byrjun júní (nei það átti ekki að vera komma hérna). Fjöldi kvenna er skilinn eftir í óvissu og nánast uppnámi. Enginn talar við þær. Þær sem hafa átt samskipti við LSH vegna frekari rannsókna segja líka að þar sé engin forgangsröðun, allt meira og minna lokað vegna sumarleyfa og engar nýjar bókanir fyrr en í ágúst. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ er nánast orðinn jafningafræðsla og sjálfshjálparhópur þeirra sem hafa rekist hér á risastóran vegg. Vegg sem ekki fara yfir faglegar upplýsingar til notenda þjónustunnar, vegg sem ábyrgðaraðilar fela sig á bak við, vegg sem virðist líka vera hljóðeinangraður og skellt er skollaeyrum við ákalli kvenna og aðstandenda þeirra um að þjónustan verði færð til nútíma horfs. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra, hvenær er nóg, nóg? Það ber fólk ábyrgð á þessu allsherjar klúðri. Sjúkdómar fara ekki í sumarleyfi, kvíði og áhyggjur ekki heldur. Þetta ástand kemur niður á hundruðum ef ekki þúsundum fjölskyldna. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ hefur haldið sig við að vera málefnalegur og benda á alvarlega stöðu, öryggi, gæði og mannvirðing eru okkar einkunnarorð. En stjórnvöld geta ekki einu sinni farið eftir þeirri gullnu reglu að „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Krafan er skýr, komið þessum málum í lag og sýnið notendum þjónustunnar lágmarks virðingu. Höfundur er stofnandi Facebookhópsins „Aðför að heilsu kvenna“.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar