Kvenfyrirlitningin liggur víða í laumi Erna Bjarnadóttir skrifar 21. júlí 2021 11:00 Undanfarna daga hafa konum sem fóru í rannsóknir/skimun fyrir leghálskrabbameini fyrr á árinu, borist svör með niðurstöðum. Það á bæði við konur sem eru án einkenna um sjúkdóminn og þær sem þurfa frekari rannsóknir eða meðferð. En nú ber svo við að síðartaldi hópurinn átti alls ekki að fá þetta sem rafrænt bréf án aðgátar í nærveru sálar. Einvörðungu átti að senda út upplýsingar um eðlilegar niðurstöður. Þegar þetta er skrifað er ekki komin frétt um málið á heimasíðu Heilsugæslunnar þó ljóst megi vera að menn þar á bæ séu meðvitaðir um þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Hvað varð um þessa þarfagreiningu sem forstjóri HH upplýsti að væri að hefjast í byrjun júní (nei það átti ekki að vera komma hérna). Fjöldi kvenna er skilinn eftir í óvissu og nánast uppnámi. Enginn talar við þær. Þær sem hafa átt samskipti við LSH vegna frekari rannsókna segja líka að þar sé engin forgangsröðun, allt meira og minna lokað vegna sumarleyfa og engar nýjar bókanir fyrr en í ágúst. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ er nánast orðinn jafningafræðsla og sjálfshjálparhópur þeirra sem hafa rekist hér á risastóran vegg. Vegg sem ekki fara yfir faglegar upplýsingar til notenda þjónustunnar, vegg sem ábyrgðaraðilar fela sig á bak við, vegg sem virðist líka vera hljóðeinangraður og skellt er skollaeyrum við ákalli kvenna og aðstandenda þeirra um að þjónustan verði færð til nútíma horfs. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra, hvenær er nóg, nóg? Það ber fólk ábyrgð á þessu allsherjar klúðri. Sjúkdómar fara ekki í sumarleyfi, kvíði og áhyggjur ekki heldur. Þetta ástand kemur niður á hundruðum ef ekki þúsundum fjölskyldna. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ hefur haldið sig við að vera málefnalegur og benda á alvarlega stöðu, öryggi, gæði og mannvirðing eru okkar einkunnarorð. En stjórnvöld geta ekki einu sinni farið eftir þeirri gullnu reglu að „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Krafan er skýr, komið þessum málum í lag og sýnið notendum þjónustunnar lágmarks virðingu. Höfundur er stofnandi Facebookhópsins „Aðför að heilsu kvenna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa konum sem fóru í rannsóknir/skimun fyrir leghálskrabbameini fyrr á árinu, borist svör með niðurstöðum. Það á bæði við konur sem eru án einkenna um sjúkdóminn og þær sem þurfa frekari rannsóknir eða meðferð. En nú ber svo við að síðartaldi hópurinn átti alls ekki að fá þetta sem rafrænt bréf án aðgátar í nærveru sálar. Einvörðungu átti að senda út upplýsingar um eðlilegar niðurstöður. Þegar þetta er skrifað er ekki komin frétt um málið á heimasíðu Heilsugæslunnar þó ljóst megi vera að menn þar á bæ séu meðvitaðir um þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Hvað varð um þessa þarfagreiningu sem forstjóri HH upplýsti að væri að hefjast í byrjun júní (nei það átti ekki að vera komma hérna). Fjöldi kvenna er skilinn eftir í óvissu og nánast uppnámi. Enginn talar við þær. Þær sem hafa átt samskipti við LSH vegna frekari rannsókna segja líka að þar sé engin forgangsröðun, allt meira og minna lokað vegna sumarleyfa og engar nýjar bókanir fyrr en í ágúst. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ er nánast orðinn jafningafræðsla og sjálfshjálparhópur þeirra sem hafa rekist hér á risastóran vegg. Vegg sem ekki fara yfir faglegar upplýsingar til notenda þjónustunnar, vegg sem ábyrgðaraðilar fela sig á bak við, vegg sem virðist líka vera hljóðeinangraður og skellt er skollaeyrum við ákalli kvenna og aðstandenda þeirra um að þjónustan verði færð til nútíma horfs. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra, hvenær er nóg, nóg? Það ber fólk ábyrgð á þessu allsherjar klúðri. Sjúkdómar fara ekki í sumarleyfi, kvíði og áhyggjur ekki heldur. Þetta ástand kemur niður á hundruðum ef ekki þúsundum fjölskyldna. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ hefur haldið sig við að vera málefnalegur og benda á alvarlega stöðu, öryggi, gæði og mannvirðing eru okkar einkunnarorð. En stjórnvöld geta ekki einu sinni farið eftir þeirri gullnu reglu að „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Krafan er skýr, komið þessum málum í lag og sýnið notendum þjónustunnar lágmarks virðingu. Höfundur er stofnandi Facebookhópsins „Aðför að heilsu kvenna“.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar