Enn hækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 11:47 Mikill kraftur er í fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 1,4 prósent milli maí og júní. Árshækkun mælist nú 16 prósent og hefur ekki verið hærri síðan í október 2017. Hagsjá Landsbankans fjallar um málið og segir hækkanirnar nú orðnar áþekkar því sem sást á árunum 2016 og 2017 og hefur spenna aukist nokkuð umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Spenna hefur aukist sérstaklega á markaði fyrir sérbýli, þar sem rúmlega 40 prósent eigna seljast á yfirverði. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga árið 2013. Hagfræðideild Landsbankans telur því ólíklegt að þjóðhags- og verðbólguspá sem bankinn gaf út í maí síðastliðnum muni standast, en þar var því spáð að íbúðaverð myndi hækka um 10,5 prósent milli ára. Ólíklegt þykir að sú spá haldi miðað við þær hækkanir sem þegar hafa orðið. Hækkun íbúðaverðs hefur verið 5,8 prósent síðustu þrjá mánuði, 10,1 prósent undanfarna sex mánuði og 16 prósent undanfarna tólf mánuði. Helmingsaukning á fjölda seldra íbúða Það sem af er ári hafa að jafnaði 811 íbúðir selst í hverjum mánuði á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúmlega helmingi fleiri íbúðir en seldust í hverjum mánuði í fyrra. Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár gengu 718 íbúðir kaupum og sölum í júní. Í sama mánuði í fyrra voru íbúðirnar 566. Hagfræðideild segir það athyglisvert í ljósi sumarfría og ferðalaga landans. Hagfræðideild Landsbankans segir þessa miklu þenslu á fasteignamarkaði vera Seðlabankanum tilefni til áhyggja. Deildin telur ekki ólíklegt að gripið verði til frekari aðgerða til þess að hægja á eftirspurn eftir húsnæði. Seðlabankinn hefur þegar lækkað hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána úr 85 prósent af virði fasteignar niður í 80 prósent. Fasteignamarkaður Reykjavík Seðlabankinn Mosfellsbær Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Hagsjá Landsbankans fjallar um málið og segir hækkanirnar nú orðnar áþekkar því sem sást á árunum 2016 og 2017 og hefur spenna aukist nokkuð umfram það sem spár gerðu ráð fyrir. Spenna hefur aukist sérstaklega á markaði fyrir sérbýli, þar sem rúmlega 40 prósent eigna seljast á yfirverði. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga árið 2013. Hagfræðideild Landsbankans telur því ólíklegt að þjóðhags- og verðbólguspá sem bankinn gaf út í maí síðastliðnum muni standast, en þar var því spáð að íbúðaverð myndi hækka um 10,5 prósent milli ára. Ólíklegt þykir að sú spá haldi miðað við þær hækkanir sem þegar hafa orðið. Hækkun íbúðaverðs hefur verið 5,8 prósent síðustu þrjá mánuði, 10,1 prósent undanfarna sex mánuði og 16 prósent undanfarna tólf mánuði. Helmingsaukning á fjölda seldra íbúða Það sem af er ári hafa að jafnaði 811 íbúðir selst í hverjum mánuði á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúmlega helmingi fleiri íbúðir en seldust í hverjum mánuði í fyrra. Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár gengu 718 íbúðir kaupum og sölum í júní. Í sama mánuði í fyrra voru íbúðirnar 566. Hagfræðideild segir það athyglisvert í ljósi sumarfría og ferðalaga landans. Hagfræðideild Landsbankans segir þessa miklu þenslu á fasteignamarkaði vera Seðlabankanum tilefni til áhyggja. Deildin telur ekki ólíklegt að gripið verði til frekari aðgerða til þess að hægja á eftirspurn eftir húsnæði. Seðlabankinn hefur þegar lækkað hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána úr 85 prósent af virði fasteignar niður í 80 prósent.
Fasteignamarkaður Reykjavík Seðlabankinn Mosfellsbær Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira