Metpantanir hjá Marel á öðrum ársfjórðungi Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2021 13:10 Afkoma Marel á öðrum ársfjórðungi var góð. Vísir/Vilhelm Annan ársfjórðung í röð var slegið met í pöntunum hjá Marel en pantanirnar á fjórðunginum voru upp á 370 milljónir evra. „Annar ársfjórðungur var góður fyrir Marel. Okkar metnaðarfulla teymi tókst á við áskoranir með bjartsýni og þrautseigju í nánu samstarfi við birgja og viðskiptavini.“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjör. Í tilkynningu frá Marel segir að auk metpantana sé pantanabók fyrirtækisins sterk. Pantanir í kjúklingaiðnaði séu sterkar, í kjötiðnaði séu þær í takti við væntingar og í methæðum í fiskiðnaði. Í lok ársfjórðungsins stendur pantanabókin í rétt tæpum hálfum milljarði evra. „Ánægjulegt er að sjá sterkar pantanir koma inn til að þjónusta alifuglaiðnað, kjötiðnaður var í línu við væntingar og við erum að sjá metpantanir koma inn í fiskiðnaði þar sem sushi og aðrar laxaafurðir voru greinilega á matseðlinum. Sterk og vel samsett pantanabók er undirstaða markmiða okkar um auknar tekjur með bættri framlegð horft fram á veginn. Söluverkefni í vinnslu (e. pipeline), sem eru enn ekki staðfest í pantanabók, halda áfram að vaxa í öllum iðnuðum,“ segir forstjórinn um stöðu pantana hjá Marel. Mikill hagnaður á fjórðungnum Hagnaður fyrirtækisins fyrir vexti og skatta nam 38,6 milljónum evra og hreinn hagnaður 23,3 milljónum evra. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 77,9 milljónum evra. Frjálst sjóðstreymi nam 54,6 milljónum evra og skuldahlutfall var 0,8x í lok mars. Árni Oddur Þórðarson forstjóri segir rekstraafkomuna vera þá sömu og í fyrsta ársfjórðungi. Hann segir einnig að markaðsaðstæður séu afar kvikar og breytingar á neytendamarkaði kalli á frekari fjárfestingar og sveigjanleika í rekstri viðskiptavina og hjá fyrirtækinu. Óvíst með áhrif heimsfaraldursins Varðandi horfur fyrirtækisins segir í tilkynningu að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi Covid-19 heimsfaraldurs. Marel búi að góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða í gegnum alþjóðlegt sölu- og þjónustunet sitt ásamt breiðu og framsæknu vöru- og þjónustuframboði. Sem stendur sé ekki vitað hver fjárhagsleg áhrif Covid-19 munu verða á Marel. Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Í tilkynningu frá Marel segir að auk metpantana sé pantanabók fyrirtækisins sterk. Pantanir í kjúklingaiðnaði séu sterkar, í kjötiðnaði séu þær í takti við væntingar og í methæðum í fiskiðnaði. Í lok ársfjórðungsins stendur pantanabókin í rétt tæpum hálfum milljarði evra. „Ánægjulegt er að sjá sterkar pantanir koma inn til að þjónusta alifuglaiðnað, kjötiðnaður var í línu við væntingar og við erum að sjá metpantanir koma inn í fiskiðnaði þar sem sushi og aðrar laxaafurðir voru greinilega á matseðlinum. Sterk og vel samsett pantanabók er undirstaða markmiða okkar um auknar tekjur með bættri framlegð horft fram á veginn. Söluverkefni í vinnslu (e. pipeline), sem eru enn ekki staðfest í pantanabók, halda áfram að vaxa í öllum iðnuðum,“ segir forstjórinn um stöðu pantana hjá Marel. Mikill hagnaður á fjórðungnum Hagnaður fyrirtækisins fyrir vexti og skatta nam 38,6 milljónum evra og hreinn hagnaður 23,3 milljónum evra. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 77,9 milljónum evra. Frjálst sjóðstreymi nam 54,6 milljónum evra og skuldahlutfall var 0,8x í lok mars. Árni Oddur Þórðarson forstjóri segir rekstraafkomuna vera þá sömu og í fyrsta ársfjórðungi. Hann segir einnig að markaðsaðstæður séu afar kvikar og breytingar á neytendamarkaði kalli á frekari fjárfestingar og sveigjanleika í rekstri viðskiptavina og hjá fyrirtækinu. Óvíst með áhrif heimsfaraldursins Varðandi horfur fyrirtækisins segir í tilkynningu að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi Covid-19 heimsfaraldurs. Marel búi að góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða í gegnum alþjóðlegt sölu- og þjónustunet sitt ásamt breiðu og framsæknu vöru- og þjónustuframboði. Sem stendur sé ekki vitað hver fjárhagsleg áhrif Covid-19 munu verða á Marel.
Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira