Landsbankinn hagnast um 14,1 milljarð króna Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2021 13:23 Bankinn birti jákvæðu niðurstöðurnar í dag. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hagnaðist um 6,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2021 og var afkoma bankans jákvæð um 14,1 milljarð króna á fyrri helmingi ársins. Til samanburðar var 3,3 milljarða króna tap á sama tímabili árið 2020. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 10,8% á ársgrundvelli, en hún var neikvæð um 2,7% á sama tímabili árið 2020. Þetta kemur fram í fjárhagsuppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming 2021. Heildareignir bankans jukust um 113 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.677 milljörðum króna í lok fyrri helmings ársins 2021. Kostnaðarhlutfall var 43,7% undir lok tímabilsins. Útlán jukust um 54,6 milljarða króna en útlánaaukninguna á fyrri helming ársins má að sögn bankans rekja til aukningar á lánum einstaklinga. Í lok fyrri helmings ársins 2021 voru innlán frá viðskiptavinum 843 milljarðar króna, samanborið við 793 milljarða króna í árslok 2020 og höfðu því aukist um 50 milljarða króna. Juku markaðshlutdeild sína Eigið fé Landsbankans var 267,9 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðinn og eiginfjárhlutfallið var 25,1%. Markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði er tæplega 39% og hefur aldrei verið hærri, að sögn bankans. Íbúðalán hafa aukist um 14% frá áramótum og hefur hlutdeild hans á íbúðalánamarkaði aldrei verið meiri, að sögn bankans. Á fyrri árshelmingi námu hreinar vaxtatekjur 19 milljörðum króna sem er sama fjárhæð og árið áður. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 4,4 milljörðum króna samanborið við 3,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru 6,9 milljarðar króna en voru neikvæðar um 13,3 milljarða króna á sama tímabili árið 2020. Betri staða efnahagslífsins hafði áhrif á fjárhaginn Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að um mitt ár 2020 hafi verið settar verulegar fjárhæðir í varúðarsjóð vegna mögulegra útlánatapa en vegna betri stöðu í efnahagslífinu og fárra vanefnda séu virðisbreytingar útlána nú jákvæðar og varúðarsjóður lækki á árinu. „Bankinn er eftir sem áður í góðri stöðu til að takast á við áframhaldandi óvissu og bregðast við áhrifum Covid-19-faraldursins,“ segir Lilja Björk í tilkynningu. „Uppgjör bankans fyrstu sex mánuði ársins er afar gott; arðsemi eiginfjár er góð, kostnaður lækkar og traust afkoma var af öllum starfsþáttum. Merkjanleg aukning er í eignastýringu og markaðshlutdeild bankans hefur aldrei verið hærri.“ Lilja bætir við að undanfarið ár hafi áhugi almennings á að ávaxta sparifé sitt með kaupum í verðbréfasjóðum og hlutabréfum aukist til muna. Íslenskir bankar Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira
Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 10,8% á ársgrundvelli, en hún var neikvæð um 2,7% á sama tímabili árið 2020. Þetta kemur fram í fjárhagsuppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming 2021. Heildareignir bankans jukust um 113 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.677 milljörðum króna í lok fyrri helmings ársins 2021. Kostnaðarhlutfall var 43,7% undir lok tímabilsins. Útlán jukust um 54,6 milljarða króna en útlánaaukninguna á fyrri helming ársins má að sögn bankans rekja til aukningar á lánum einstaklinga. Í lok fyrri helmings ársins 2021 voru innlán frá viðskiptavinum 843 milljarðar króna, samanborið við 793 milljarða króna í árslok 2020 og höfðu því aukist um 50 milljarða króna. Juku markaðshlutdeild sína Eigið fé Landsbankans var 267,9 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðinn og eiginfjárhlutfallið var 25,1%. Markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði er tæplega 39% og hefur aldrei verið hærri, að sögn bankans. Íbúðalán hafa aukist um 14% frá áramótum og hefur hlutdeild hans á íbúðalánamarkaði aldrei verið meiri, að sögn bankans. Á fyrri árshelmingi námu hreinar vaxtatekjur 19 milljörðum króna sem er sama fjárhæð og árið áður. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 4,4 milljörðum króna samanborið við 3,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru 6,9 milljarðar króna en voru neikvæðar um 13,3 milljarða króna á sama tímabili árið 2020. Betri staða efnahagslífsins hafði áhrif á fjárhaginn Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að um mitt ár 2020 hafi verið settar verulegar fjárhæðir í varúðarsjóð vegna mögulegra útlánatapa en vegna betri stöðu í efnahagslífinu og fárra vanefnda séu virðisbreytingar útlána nú jákvæðar og varúðarsjóður lækki á árinu. „Bankinn er eftir sem áður í góðri stöðu til að takast á við áframhaldandi óvissu og bregðast við áhrifum Covid-19-faraldursins,“ segir Lilja Björk í tilkynningu. „Uppgjör bankans fyrstu sex mánuði ársins er afar gott; arðsemi eiginfjár er góð, kostnaður lækkar og traust afkoma var af öllum starfsþáttum. Merkjanleg aukning er í eignastýringu og markaðshlutdeild bankans hefur aldrei verið hærri.“ Lilja bætir við að undanfarið ár hafi áhugi almennings á að ávaxta sparifé sitt með kaupum í verðbréfasjóðum og hlutabréfum aukist til muna.
Íslenskir bankar Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira