Tíðindalítið hjá lögreglu fyrstu nótt takmarkana Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. júlí 2021 09:09 Skemmtanalíf miðborgarinnar var tíðindalítið í nótt. Vísir/Vilhelm Greina má gríðarlegan mun á dagbók lögreglu frá því í nótt samanborið við aðfaranótt sunnudags í síðustu viku. Samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og lokuðu skemmtistaðir klukkan 11 og þurftu allir að vera komnir út fyrir miðnætti. Nóttin var tíðindalítil í miðborginni ef marka má dagbók lögreglu. Óskað var eftir aðstoð inni á skemmtistað þar sem einstaklingur svaf ölvunarsvefni. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þessi tíðindalitla nótt er talsverð breyting frá fyrri viku, þar sem lögreglan hafði í nægu að snúast. Nokkur slys urðu á fólki og þó nokkuð var um slagsmál. Tilkynnt var um slagsmál þar sem aðili var vopnaður hníf. Þá voru hópslagsmál þar sem einn var vopnaður hníf og annar hamri. Æstur einstaklingur gekk um vopnaður golfkylfu og var gleri kastað í afturrúðu sjúkrabifreiðar. Þá var einstaklingur sem áreitti gesti skemmtistaðar og tilkynnt um átök í bifreið á ferð. Fyrr í vikunni sakaði Ásgeir Guðmundsson, eigandi Röntgen Bar, lögregluna um að beita dagbókarfærslum til þess að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann vill meina að staða mála sé stórlega ýkt í dagbókarfærslum lögreglunnar um helgar. „Ég vill kannski gefa lítið fyrir það að miðbærinn hafi verið eins og stríðsástand síðustu daga. Þetta er bara gamla góða Reykjavíkur djammið. Lögreglan hefur gefið það út opinberlega að hún vilji stytta opnunartímann og hún beitir dagbókarfærslum til þess.“ Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Mikið um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál Fjöldi innbrota var tilkynntur til lögreglu síðastliðinn sólarhring og töluvert var um þjófnað. Eitthvað af þýfi fannst líka af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill hefur verið hjá henni undanfarinn sólarhring. Mikið var um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál og voru allir fangaklefar fullir eftir nóttina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, sem ekki gafst tími til að rita í fyrr en nú. 18. júlí 2021 14:57 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Nóttin var tíðindalítil í miðborginni ef marka má dagbók lögreglu. Óskað var eftir aðstoð inni á skemmtistað þar sem einstaklingur svaf ölvunarsvefni. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þessi tíðindalitla nótt er talsverð breyting frá fyrri viku, þar sem lögreglan hafði í nægu að snúast. Nokkur slys urðu á fólki og þó nokkuð var um slagsmál. Tilkynnt var um slagsmál þar sem aðili var vopnaður hníf. Þá voru hópslagsmál þar sem einn var vopnaður hníf og annar hamri. Æstur einstaklingur gekk um vopnaður golfkylfu og var gleri kastað í afturrúðu sjúkrabifreiðar. Þá var einstaklingur sem áreitti gesti skemmtistaðar og tilkynnt um átök í bifreið á ferð. Fyrr í vikunni sakaði Ásgeir Guðmundsson, eigandi Röntgen Bar, lögregluna um að beita dagbókarfærslum til þess að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann vill meina að staða mála sé stórlega ýkt í dagbókarfærslum lögreglunnar um helgar. „Ég vill kannski gefa lítið fyrir það að miðbærinn hafi verið eins og stríðsástand síðustu daga. Þetta er bara gamla góða Reykjavíkur djammið. Lögreglan hefur gefið það út opinberlega að hún vilji stytta opnunartímann og hún beitir dagbókarfærslum til þess.“
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Mikið um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál Fjöldi innbrota var tilkynntur til lögreglu síðastliðinn sólarhring og töluvert var um þjófnað. Eitthvað af þýfi fannst líka af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill hefur verið hjá henni undanfarinn sólarhring. Mikið var um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál og voru allir fangaklefar fullir eftir nóttina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, sem ekki gafst tími til að rita í fyrr en nú. 18. júlí 2021 14:57 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08
Mikið um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál Fjöldi innbrota var tilkynntur til lögreglu síðastliðinn sólarhring og töluvert var um þjófnað. Eitthvað af þýfi fannst líka af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill hefur verið hjá henni undanfarinn sólarhring. Mikið var um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál og voru allir fangaklefar fullir eftir nóttina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, sem ekki gafst tími til að rita í fyrr en nú. 18. júlí 2021 14:57