Hyggst sniðganga Play eftir erfiða reynslu sona sinna Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2021 22:40 Ragnar Bragason ætlar ekki út að leika með Play. Vísir - Eydís Björk Guðmundsdóttir Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ragnar Bragason ber flugfélaginu Play ekki vel söguna og hyggst sniðganga félagið eftir að ungum sonum hans var meinað að fara um borð í vél þess til Kaupmannahafnar í dag. Að sögn Play var um mannleg mistök að ræða. Ragnar segir að hrakfarirnar hafi byrjað þegar drengirnir áttuðu sig á því að vegabréfin þeirra hafi runnið út fyrr í vikunni. Eftir umleitan bræðranna fengust þær upplýsingar hjá lögreglu að nóg væri að vera með gild persónuskilríki í ferðum innan Schengen-svæðisins og engin skilyrði um vegabréf væri að finna í íslenskum lögum eða reglugerðum. Því ætti ökuskírteini að duga til að þeim yrði hleypt um borð í vélina til Danmerkur. Þegar þeir mættu á Keflavíkurflugvöll var þó raunin önnur og segir Ragnar að starfsfólk Play í brottfarasal hafi hafnað því alfarið að nóg væri að framvísa ökuskírteini og vísað til reglna flugfélagsins. Enduðu á að kaupa nýja flugmiða „Nú voru góð ráð dýr. Synir mínir skottast í örvæntingu yfir á borð Icelandair og bingo. Þar er íslenskum lögum einfaldlega fylgt og engin krafa um vegabréf innan Schengen. Þar punguðu þeir leiðir út á annað hundrað þúsund fyrir flug sem fór klukkutíma síðar,“ segir Ragnar í færslu á Facebook-síðu sinni og fer ófögrum orðum um hið nýja flugfélag. Í skriflegu svari Play til fréttastofu segir að það sé ekki stefna félagsins að hafna umræddum persónuskilríkjum við þessar aðstæður þar sem samningar á milli Norðurlandanna geri meðal annars ráð fyrir að slík skilríki dugi. „Hér virðist því hafa orðið misskilningur á milli okkar og starfsmanna flugvallarins. Við munum að sjálfsögðu leiðrétta hann og um leið tryggja að þetta endurtaki sig ekki. Við munum síðan leita leiða til að koma til móts við umrædda viðskiptavini, enda ljóst að þetta er ekki upplifun í anda þess sem PLAY stendur fyrir.“ Ragnar tjáði sig um atvikið á Facebooksíðu sinni en hefur síðan fjarlægt innleggið af vegg sínum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Neytendur Play Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ragnar segir að hrakfarirnar hafi byrjað þegar drengirnir áttuðu sig á því að vegabréfin þeirra hafi runnið út fyrr í vikunni. Eftir umleitan bræðranna fengust þær upplýsingar hjá lögreglu að nóg væri að vera með gild persónuskilríki í ferðum innan Schengen-svæðisins og engin skilyrði um vegabréf væri að finna í íslenskum lögum eða reglugerðum. Því ætti ökuskírteini að duga til að þeim yrði hleypt um borð í vélina til Danmerkur. Þegar þeir mættu á Keflavíkurflugvöll var þó raunin önnur og segir Ragnar að starfsfólk Play í brottfarasal hafi hafnað því alfarið að nóg væri að framvísa ökuskírteini og vísað til reglna flugfélagsins. Enduðu á að kaupa nýja flugmiða „Nú voru góð ráð dýr. Synir mínir skottast í örvæntingu yfir á borð Icelandair og bingo. Þar er íslenskum lögum einfaldlega fylgt og engin krafa um vegabréf innan Schengen. Þar punguðu þeir leiðir út á annað hundrað þúsund fyrir flug sem fór klukkutíma síðar,“ segir Ragnar í færslu á Facebook-síðu sinni og fer ófögrum orðum um hið nýja flugfélag. Í skriflegu svari Play til fréttastofu segir að það sé ekki stefna félagsins að hafna umræddum persónuskilríkjum við þessar aðstæður þar sem samningar á milli Norðurlandanna geri meðal annars ráð fyrir að slík skilríki dugi. „Hér virðist því hafa orðið misskilningur á milli okkar og starfsmanna flugvallarins. Við munum að sjálfsögðu leiðrétta hann og um leið tryggja að þetta endurtaki sig ekki. Við munum síðan leita leiða til að koma til móts við umrædda viðskiptavini, enda ljóst að þetta er ekki upplifun í anda þess sem PLAY stendur fyrir.“ Ragnar tjáði sig um atvikið á Facebooksíðu sinni en hefur síðan fjarlægt innleggið af vegg sínum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Neytendur Play Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira