Afturkalla kyrrsetningarbeiðnir vegna uppbyggingar á Kirkjusandi Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2021 23:16 Á þessari grafísku mynd sést hvernig Kirkjusandur mun líta út þegar öllum framkvæmdum á vegum 105 Miðborgar á reitnum verður lokið. Húsin þrjú sem ÍAV sá um að byggja eru gula húsið fyrir miðri mynd, skrifstofubyggingin vinstra megin við það og íbúðarhúsið aftan við skrifstofubygginguna. TÖLVUMYND/ONNO EHF Íslenskir aðalverktakar hf. (ÍAV) og 105 Miðborg slhf. hafa náð samkomulagi um að afturkalla kyrrsetningarbeiðnir gagnvart hvort öðru og að uppgjöri vegna ágreiningsmála þeirra verði lokið með hefðbundnum hætti fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmönnum ÍAV og 105 Miðborgar en félögin hafa átt í deilum að undanförnu vegna framkvæmda á Kirkjusandi í Reykjavík. Hafa deilurnar meðal annars ratað inn á borð sýslumanns þar sem settar hafa verið fram kröfur um kyrrsetningu. Greint var frá því í mars að allt væri á suðupunkti í deilunum um byggingarnar á Kirkjusandi. Þá hafði 105 Miðborg, sem er í stýringu Íslandssjóða, ráðið nýjan verktaka til að ljúka framkvæmdum á Kirkjusandsreitnum eftir að hafa rift samningi við ÍAV um byggingu þriggja húsa upp á um tíu milljarða króna. ÍAV telur riftunina ekki standast lög og hefur stefnt 105 Miðborg og Íslandssjóðum. Í maí kom svo fram að ÍAV færu fram á að 105 Miðborg og Íslandssjóðir, sem eru í eigu Íslandsbanka, greiði félaginu 3,8 milljarða í tengslum við deilurnar. Á sama tíma var greint frá því að 105 Miðborg hafi áður hafnað kröfum ÍAV og væri að undirbúa gagnstefnu. Er meðal annars deilt um tafir á afhendingu húsanna og lagfæringar sem 105 Miðborg telur að ÍAV eigi að bæta og greiða fyrir. Í yfirlýsingu sem ÍAV sendi frá sér í byrjun mars kom fram að fyrirtækið hafi ekki fengið greitt vegna vinnu við verkið frá lokum nóvember í fyrra. Reykjavík Húsnæðismál Dómsmál Byggingariðnaður Tengdar fréttir ÍAV vilja fá 3,8 milljarða eftir að þeim var úthýst á Kirkjusandi Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) fara fram á að 105 Miðborg slhf. og Íslandssjóðir hf. greiði félaginu 3,8 milljarða króna í tengslum við deilur um uppbyggingu á svokölluðum Kirkjusandsreit. 6. maí 2021 12:24 Allt á suðupunkti í deilum um byggingar á Kirkjusandi 105 Miðborg í stýringu Íslandssjóða hefur ráðið nýjan verktaka til að ljúka framkvæmdum á kirkjusandsreitnum eftir að hafa rift samningi við Íslenska aðalverktaka um byggingu þriggja húsa upp á um tíu milljarða króna. 3. mars 2021 19:31 Íslenskum aðalverktökum úthýst á Kirkjusandi Verktakafyrirtækið Íslenskir Aðalverktakar mun ekki ljúka uppbyggingu svæðisins við Kirkjusand þar sem tvö stór fjölbýlishús og 7000 fermetra skrifstofubygging er að rísa. 3. mars 2021 06:47 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmönnum ÍAV og 105 Miðborgar en félögin hafa átt í deilum að undanförnu vegna framkvæmda á Kirkjusandi í Reykjavík. Hafa deilurnar meðal annars ratað inn á borð sýslumanns þar sem settar hafa verið fram kröfur um kyrrsetningu. Greint var frá því í mars að allt væri á suðupunkti í deilunum um byggingarnar á Kirkjusandi. Þá hafði 105 Miðborg, sem er í stýringu Íslandssjóða, ráðið nýjan verktaka til að ljúka framkvæmdum á Kirkjusandsreitnum eftir að hafa rift samningi við ÍAV um byggingu þriggja húsa upp á um tíu milljarða króna. ÍAV telur riftunina ekki standast lög og hefur stefnt 105 Miðborg og Íslandssjóðum. Í maí kom svo fram að ÍAV færu fram á að 105 Miðborg og Íslandssjóðir, sem eru í eigu Íslandsbanka, greiði félaginu 3,8 milljarða í tengslum við deilurnar. Á sama tíma var greint frá því að 105 Miðborg hafi áður hafnað kröfum ÍAV og væri að undirbúa gagnstefnu. Er meðal annars deilt um tafir á afhendingu húsanna og lagfæringar sem 105 Miðborg telur að ÍAV eigi að bæta og greiða fyrir. Í yfirlýsingu sem ÍAV sendi frá sér í byrjun mars kom fram að fyrirtækið hafi ekki fengið greitt vegna vinnu við verkið frá lokum nóvember í fyrra.
Reykjavík Húsnæðismál Dómsmál Byggingariðnaður Tengdar fréttir ÍAV vilja fá 3,8 milljarða eftir að þeim var úthýst á Kirkjusandi Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) fara fram á að 105 Miðborg slhf. og Íslandssjóðir hf. greiði félaginu 3,8 milljarða króna í tengslum við deilur um uppbyggingu á svokölluðum Kirkjusandsreit. 6. maí 2021 12:24 Allt á suðupunkti í deilum um byggingar á Kirkjusandi 105 Miðborg í stýringu Íslandssjóða hefur ráðið nýjan verktaka til að ljúka framkvæmdum á kirkjusandsreitnum eftir að hafa rift samningi við Íslenska aðalverktaka um byggingu þriggja húsa upp á um tíu milljarða króna. 3. mars 2021 19:31 Íslenskum aðalverktökum úthýst á Kirkjusandi Verktakafyrirtækið Íslenskir Aðalverktakar mun ekki ljúka uppbyggingu svæðisins við Kirkjusand þar sem tvö stór fjölbýlishús og 7000 fermetra skrifstofubygging er að rísa. 3. mars 2021 06:47 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
ÍAV vilja fá 3,8 milljarða eftir að þeim var úthýst á Kirkjusandi Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) fara fram á að 105 Miðborg slhf. og Íslandssjóðir hf. greiði félaginu 3,8 milljarða króna í tengslum við deilur um uppbyggingu á svokölluðum Kirkjusandsreit. 6. maí 2021 12:24
Allt á suðupunkti í deilum um byggingar á Kirkjusandi 105 Miðborg í stýringu Íslandssjóða hefur ráðið nýjan verktaka til að ljúka framkvæmdum á kirkjusandsreitnum eftir að hafa rift samningi við Íslenska aðalverktaka um byggingu þriggja húsa upp á um tíu milljarða króna. 3. mars 2021 19:31
Íslenskum aðalverktökum úthýst á Kirkjusandi Verktakafyrirtækið Íslenskir Aðalverktakar mun ekki ljúka uppbyggingu svæðisins við Kirkjusand þar sem tvö stór fjölbýlishús og 7000 fermetra skrifstofubygging er að rísa. 3. mars 2021 06:47