Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar. Þar segir að leitað sé vitna að líkamsárás sem framin var þann 30. júní síðastliðinn á milli 19 og 19.30 þegar ráðist var á mann með hund.
Þá óskar lögreglan einnig að ná tali af vitnum vegna hópslagsmála sem brutust út við Bláu könnuna í miðbæ Akureyrar þann síðastliðinn þriðjudag.
Fimm gistu fangaklefa eftir meiri háttar átök á staðnum í gær, sem lauk með því að einn mannanna féll í gegnum og braut framrúðu staðarins. Fjölmenni var í miðbæ Akureyrar þegar slagsmálin brutust út.
Myndin sem sjá má hér að ofan vakti mikla athygli, líkt og fjallað var um á Vísi í síðustu viku.
Óskar lögregla þess að þau sem geti gefið upplýsingar um fyrrgreindar líkamsárásir hafi samband í síma Vinsamlegast hafið samband í síma 444-2800..