Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2021 12:00 Fólk er beðið um að kynna sér vel þær reglur sem eru í gildi hverju sinni, enda breytast þær ört. Vísir/Vilhelm Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. „Það hefur verið talsvert um að fólk hefur mætt hér og ætlað í flug en ekki haft þau gögn til þess að mega fara. Reglurnar breytast mjög fljótt, bæði hér og erlendis, þannig að fólk þarf að vera meðvitað áður en það fer í ferðalag að reglurnar geta breyst og það getur jafnvel orðið erfiðara að komast heim aftur ef þannig á stendur,“ segir Arngrímur. Örtröð var á Leifsstöð í morgun en 24 flug voru á áætlun fyrir hádegi. „Þetta eru kannski á milli 2000 og 3000 farþegar sem eru að mæta í brottfararsalinn á örfáum klukkutímum. Ég vill endilega hvetja fólk til þess að koma fyrr. Innritun opnar klukkan hálf fimm á morgnanna þannig að það er um að gera að mæta snemma,“ segir hann. Arngrímur bendir á að sjálfsinnritunarstöðvar séu ekki í notkun um þessar mundir, þar sem starfsmenn þurfi að taka á móti PCR-vottorðum, hraðprófum eða vottorðum um fyrri sýkingu, líkt og reglur kveði á um. „Það er talsverð vinna í innrituninni. Það þarf að skoða vottorð allra farþega sem fara úr landi og þetta er flókið. Það eru mismunandi kröfur á milli landa þannig að þetta er talsverð vinna hjá starfsfólki í innritun.“ Hertar reglur tóku gildi á landamærunum á miðnætti, þannig að allir ferðamenn, hvort sem er Íslendingar eða útlendingar, þurfa að framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða neikvæðu covid-prófi. Arngrímur segir nýjar reglur ekki tefja neitt sérstaklega fyrir, þó vissulega hafi bæst ofan á verkefni lögreglu. Reglurnar hafa mest áhrif á Bandaríkjamenn, sem er stærsti ferðamannahópur landsins. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Það hefur verið talsvert um að fólk hefur mætt hér og ætlað í flug en ekki haft þau gögn til þess að mega fara. Reglurnar breytast mjög fljótt, bæði hér og erlendis, þannig að fólk þarf að vera meðvitað áður en það fer í ferðalag að reglurnar geta breyst og það getur jafnvel orðið erfiðara að komast heim aftur ef þannig á stendur,“ segir Arngrímur. Örtröð var á Leifsstöð í morgun en 24 flug voru á áætlun fyrir hádegi. „Þetta eru kannski á milli 2000 og 3000 farþegar sem eru að mæta í brottfararsalinn á örfáum klukkutímum. Ég vill endilega hvetja fólk til þess að koma fyrr. Innritun opnar klukkan hálf fimm á morgnanna þannig að það er um að gera að mæta snemma,“ segir hann. Arngrímur bendir á að sjálfsinnritunarstöðvar séu ekki í notkun um þessar mundir, þar sem starfsmenn þurfi að taka á móti PCR-vottorðum, hraðprófum eða vottorðum um fyrri sýkingu, líkt og reglur kveði á um. „Það er talsverð vinna í innrituninni. Það þarf að skoða vottorð allra farþega sem fara úr landi og þetta er flókið. Það eru mismunandi kröfur á milli landa þannig að þetta er talsverð vinna hjá starfsfólki í innritun.“ Hertar reglur tóku gildi á landamærunum á miðnætti, þannig að allir ferðamenn, hvort sem er Íslendingar eða útlendingar, þurfa að framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða neikvæðu covid-prófi. Arngrímur segir nýjar reglur ekki tefja neitt sérstaklega fyrir, þó vissulega hafi bæst ofan á verkefni lögreglu. Reglurnar hafa mest áhrif á Bandaríkjamenn, sem er stærsti ferðamannahópur landsins.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira